Lífið

Gulrótasalat sem rífur í bragð­laukana

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Salatið má bera fram eitt og sér eða sem meðlæti.
Salatið má bera fram eitt og sér eða sem meðlæti.

Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir, jafnan þekkt sem Jana, er dugleg að deila ýmsum uppskriftum í heilsusamlegri kantinum með fylgjendum sínum á Instagram. Nýlega deildi hún uppskrift að auðveldu gulrótarsalati sem hún segir rífa aðeins í.

Jana heldur uppi heimasíðunni jana.is þar sem hún deilir hinum ýmsu uppskriftum en hér má sjá uppskriftina að auðveldu gulrótarsalati sem rífur í bragðlaukana:

Salatið má bera fram eitt og sér eða sem meðlæti.

Auðvelt gulrótarsalat sem rífur í 

Hráefni: 

3 msk chili olía. Einnig hægt að nota góða ólífuolíu og setja þá chili flögur út í.

Smá rifin fersk engifer rót.

1 stk. pressað hvítlauksrif.

Rifinn börkur og safi af 1/2 sítrónu.

1 tsk. grænmetiskryddblanda.

Salt og pipar.

Hálft eða eitt heilt box saxað kóríander. 

2 msk sesamfræ.

5-6 stk. gulrætur - fer eftir stærð og hversu mikið salat þú vilt. Mæli með fleirum en færri. 

Aðferð:

Setjið öll hráefni saman í skál. Flysjið svo gulrætur út í og hrærið. 

Einfalt og fljótlegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×