Innlent

Sögu­legt spennustig týnd börn og bugaðir for­eldrar

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Sögulega spennandi forsetakosningar fara nú fram í Bandaríkjunum og nokkrar klukkustundir eru í fyrstu tölur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sjáum við myndir frá lokaspretti frambjóðenda og rýnum í stöðuna með Silju Báru Ómarsdóttur, sérfræðingi í bandarískum stjórnmálum. Þá verður Hólmfríður Gísladóttir, fréttamaður, í beinni útsendingu frá barátturíkinu Pensylvaníu og ræðir við kjósendur.

Það sem af er ári hafa lögreglu borist mun fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra. Við ræðum við framkvæmdastjóri Barnaverndar sem segir málin harðari en áður og að neysla ungmenna hafi aukist.

Þá kíkjum við á baráttufund foreldra í ráðhúsinu og hittum foreldri sem segist takast á við kennaraverkfall með æðruleysi og yfirdrætti. Auk þess förum við á folaldasýningu, hittum lyftingarkonu sem setti Norðurlandamet um helgina og í Íslandi í dag kíkir Sindri Sindrason í morgunkaffi til oddvita Sósíalista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×