Þrír frambjóðendur detta út Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. nóvember 2024 15:57 Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, las upp úrskurði landskjörstjórnar um gildi framboðslista flokkanna ellefu. Vísir/Vilhelm Þrír frambjóðendur Sósíalistaflokks í Suður- og Suðvesturkjördæmi voru felldir af listunum tveimur vegna ólögmætra undirskrifta á úrskurðarfundi landskjörstjórnar í dag. Hinir listarnir 59 voru samþykktir án athugasemda. Landskjörstórn boðaði til fundar klukkan 15 í Þjóðminjasafninu í dag þar sem úrskurðað var um gildi þeirra ellefu framboða sem skiluðu inn framboðslistum. Framboðslistar tíu stjórnmálaflokka sem skiluðu inn framboðsgögnum voru samþykktir í öllum kjördæmum. Listar Sósíalistaflokksins í Suður- og Suðvesturkjördæmi voru samþykktir með frávikum en listar flokksins í öðrum kjördæmum voru gildir. Í úrskurði landskjörstjórnar um lista Sósíalistaflokks í Suðurkjördæmi segir að samþykki tveggja frambjóðenda sem sendu samþykki sín í tölvupósti uppfylli ekki skilyrði kosningalaga um að vera undirrituð eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift. Landskjörstjórn telur því rétt að fella frambjóðendur í 15. og 17. sæti af framboðslistanum enda skortir samþykki þeirra um að taka sæti á listanum. Frambjóðendurnir sem um ræðir eru hin 63 ára Hildur Vera Sæmundsdóttir sem er sjálfstætt starfandi og hinn 65 ára Stefán Helgi Helgason sem er öryrki. Þar sem ekki er heimilt að bæta nýjum frambjóðendum á framboðslista munu þeir frambjóðendur sem næstir koma á listanum færast upp um sæti í stað þeirra sem falla brott og einungis átján skipa listann. Úrskurður landskjörstjórnar um lista flokksins í Suðvesturkjördæmi er sambærilegur nema þar liggur fyrir að samþykki frambjóðanda í 27. sæti listans uppfylli ekki fyrrnefnd skilyrði. Sá heitir Guðjón Gauti Arnþórsson Jensen og er læknir og ellilífeyrisþegi. Landskjörstjórn fellir hann af listanum og tekur síðasti maður listans sæti hans. Listinn skipar því 27 manns en ekki 28. Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Landskjörstórn boðaði til fundar klukkan 15 í Þjóðminjasafninu í dag þar sem úrskurðað var um gildi þeirra ellefu framboða sem skiluðu inn framboðslistum. Framboðslistar tíu stjórnmálaflokka sem skiluðu inn framboðsgögnum voru samþykktir í öllum kjördæmum. Listar Sósíalistaflokksins í Suður- og Suðvesturkjördæmi voru samþykktir með frávikum en listar flokksins í öðrum kjördæmum voru gildir. Í úrskurði landskjörstjórnar um lista Sósíalistaflokks í Suðurkjördæmi segir að samþykki tveggja frambjóðenda sem sendu samþykki sín í tölvupósti uppfylli ekki skilyrði kosningalaga um að vera undirrituð eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift. Landskjörstjórn telur því rétt að fella frambjóðendur í 15. og 17. sæti af framboðslistanum enda skortir samþykki þeirra um að taka sæti á listanum. Frambjóðendurnir sem um ræðir eru hin 63 ára Hildur Vera Sæmundsdóttir sem er sjálfstætt starfandi og hinn 65 ára Stefán Helgi Helgason sem er öryrki. Þar sem ekki er heimilt að bæta nýjum frambjóðendum á framboðslista munu þeir frambjóðendur sem næstir koma á listanum færast upp um sæti í stað þeirra sem falla brott og einungis átján skipa listann. Úrskurður landskjörstjórnar um lista flokksins í Suðvesturkjördæmi er sambærilegur nema þar liggur fyrir að samþykki frambjóðanda í 27. sæti listans uppfylli ekki fyrrnefnd skilyrði. Sá heitir Guðjón Gauti Arnþórsson Jensen og er læknir og ellilífeyrisþegi. Landskjörstjórn fellir hann af listanum og tekur síðasti maður listans sæti hans. Listinn skipar því 27 manns en ekki 28.
Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira