„Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. nóvember 2024 17:22 Ragnar Þór segir í Facebook-færslu sinni að sveitastjórnarstigið beri höfuðábyrgð á verðbólgunni, ekki ríkisstjórnarflokkarnir. Þó færslan hljómi eins og hann sé að leita að sökudólgum segir hann svo ekki vera. Hann sé að kalla eftir pólitískri sátt. Ragnar Þór Ingólfsson, frambjóðandi Flokks fólksins, segir ríkisstjórnarflokkana ekki bera höfuðábyrgð á stöðu verðbólgunnar heldur þá sem hafa verið við stjórn í Reykjavíkurborg. Húsnæðisskortur sé rót verðbólguvandans og verði ekki leystur nema með því að brjóta nýtt land. Ragnar Þór birti færslu á Facebook um fjögurleytið þar sem hann furðar sig á því hve lítið var talað um orsakir verðbólgu síðustu ára í kappræðum formanna stjórnmálaflokkanna á Rúv í gær. Stjórnmálin kjósi að tala eins og ríkisfjármálin séu helsti áhrifavaldur verðbólgu þegar það blasir við hvaða þættir hafi keyrt hana áfram og hvaða aðgerðir, sem hafi miklu meiri áhrif á verðbólgu, þurfi að ráðast í. „Mögulega er skýringuna að finna í því að þeir flokkar sem ekki voru í síðustu ríkisstjórn en berjast nú um hylli kjósenda, bera höfuðábyrgð á stöðunni, og vandanum,“ skrifar hann svo í lok færslunnar. Rót vandans sé húsnæðisskortur Færslan hefur vakið athygli fólks, ekki síst vegna þess að Ragnar segir beinlínis að ríkisstjórnin beri ekki ábyrgð á stöðunni heldur þeir sem voru í stjórnarandstöðu. Lesi maður milli línanna sést að Ragnar á þar við húsnæðismálin og hægagang í húsnæðisuppbyggingu. Þó er áhugavert að hann skuli ekki bara segja það berum orðum og því hafði Fréttastofa samband við Ragnar til að forvitnast út í færsluna og það ósagða í henni. „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni sem eru Píratar, Viðreisn, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin, og viljaleysi þeirra til að skoða aðrar hugmyndir, varðandi til dæmis að brjóta nýtt land til þess að fara í massíva húsnæðisuppbyggingu, sem er þörf,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. „Við munum ekki komast á þann stað að geta leyst rót vandans, sem er gríðarlegur húsnæðisskortur, nema með uppbyggingu og það þarf auðvitað að endurskoða mörkin sem voru sett 2015 út frá fólksfjölgunarspám sem hafa síðan orðið miklu miklu meiri, um 50 prósent meiri en gert var fyrir á þeim tíma.“ Ekki að benda á sökudólga heldur kalla eftir sátt „Með þessu er ég ekki að benda á sökudólga heldur kalla eftir pólitískri sátt. Okkur hefur aldrei tekist að komast í gegnum svona átaksverkefni, hvort sem það er Breiðholtið eða verkamannabústaðahverfið, nema það sé breið pólitísk sátt,“ segir hann. Flokkarnir þurfi að svara því hvort þeir séu tilbúnir að breyta af leið. „Fyrr tekst okkur ekki að ráðast á rót vandans, sem er helsti verðbólguhvati síðustu ára og áratuga, skortur á húsnæði.“ „Þetta mun ekki takast með þéttingastefnu. Það er ódýrara að byggja á þéttingarreitum fyrir borgina en alltof dýrt fyrir okkur sem erum að byggja hagkvæmt húsnæði eins og í Bjargi og Blæ,“ segir hann og bætir svo við: „Á endanum mun borgin og sveitarfélögin þurfa að leggjast yfir þetta verkefni sameiginlega með öllum flokkum. Ef ekki núna, hvenær þá? Hversu lengi þurfum við að bíða eftir þessari viðhorfsbreytingu?“ spur Ragnar að lokum. Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Ragnar Þór birti færslu á Facebook um fjögurleytið þar sem hann furðar sig á því hve lítið var talað um orsakir verðbólgu síðustu ára í kappræðum formanna stjórnmálaflokkanna á Rúv í gær. Stjórnmálin kjósi að tala eins og ríkisfjármálin séu helsti áhrifavaldur verðbólgu þegar það blasir við hvaða þættir hafi keyrt hana áfram og hvaða aðgerðir, sem hafi miklu meiri áhrif á verðbólgu, þurfi að ráðast í. „Mögulega er skýringuna að finna í því að þeir flokkar sem ekki voru í síðustu ríkisstjórn en berjast nú um hylli kjósenda, bera höfuðábyrgð á stöðunni, og vandanum,“ skrifar hann svo í lok færslunnar. Rót vandans sé húsnæðisskortur Færslan hefur vakið athygli fólks, ekki síst vegna þess að Ragnar segir beinlínis að ríkisstjórnin beri ekki ábyrgð á stöðunni heldur þeir sem voru í stjórnarandstöðu. Lesi maður milli línanna sést að Ragnar á þar við húsnæðismálin og hægagang í húsnæðisuppbyggingu. Þó er áhugavert að hann skuli ekki bara segja það berum orðum og því hafði Fréttastofa samband við Ragnar til að forvitnast út í færsluna og það ósagða í henni. „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni sem eru Píratar, Viðreisn, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin, og viljaleysi þeirra til að skoða aðrar hugmyndir, varðandi til dæmis að brjóta nýtt land til þess að fara í massíva húsnæðisuppbyggingu, sem er þörf,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. „Við munum ekki komast á þann stað að geta leyst rót vandans, sem er gríðarlegur húsnæðisskortur, nema með uppbyggingu og það þarf auðvitað að endurskoða mörkin sem voru sett 2015 út frá fólksfjölgunarspám sem hafa síðan orðið miklu miklu meiri, um 50 prósent meiri en gert var fyrir á þeim tíma.“ Ekki að benda á sökudólga heldur kalla eftir sátt „Með þessu er ég ekki að benda á sökudólga heldur kalla eftir pólitískri sátt. Okkur hefur aldrei tekist að komast í gegnum svona átaksverkefni, hvort sem það er Breiðholtið eða verkamannabústaðahverfið, nema það sé breið pólitísk sátt,“ segir hann. Flokkarnir þurfi að svara því hvort þeir séu tilbúnir að breyta af leið. „Fyrr tekst okkur ekki að ráðast á rót vandans, sem er helsti verðbólguhvati síðustu ára og áratuga, skortur á húsnæði.“ „Þetta mun ekki takast með þéttingastefnu. Það er ódýrara að byggja á þéttingarreitum fyrir borgina en alltof dýrt fyrir okkur sem erum að byggja hagkvæmt húsnæði eins og í Bjargi og Blæ,“ segir hann og bætir svo við: „Á endanum mun borgin og sveitarfélögin þurfa að leggjast yfir þetta verkefni sameiginlega með öllum flokkum. Ef ekki núna, hvenær þá? Hversu lengi þurfum við að bíða eftir þessari viðhorfsbreytingu?“ spur Ragnar að lokum.
Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“