Innlent

Fram­boðs­listi Á­byrgrar fram­tíðar í Reykja­vík norður

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Jóhannes Loftsson er stofnandi flokksins.
Jóhannes Loftsson er stofnandi flokksins. Vísir

Stjórnmálaflokkurinn Ábyrg framtíð hefur nú birt framboðslista sinn í eina kjördæminu sem þau bjóða fram, Reykjavíkurkjördæmi norður. Jóhannes Loftsson stofnandi flokksins er í fyrsta sæti og Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir í öðru.

Ábyrg framtíð leggur áherslu á að uppgjör fari fram á heimsfaraldri kórónuveirunnar og viðbrögðum stjórnvalda.

Flokkurinn var einn þriggja flokka sem fengu aðfinnslur frá landskjörstjórn á fimmtudaginn. Jóhannes sagði fyrr í dag að athugasemdir landskjörstjórnar hafi meðal annars snúið að skráningu lögheimila og fleira í þeim dúrnum. Hann hafði engar áhyggjur af því að flokkuri næði ekki að leysa úr þeirri flækju.

Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir vildi nota lyfið Ivermectin gegn Covid-19 og leitaði til Lyfjastofnunar með beiðni um undanþáguheimild til að ávísa sjúklingum lyfinu. Ekki var fallist á beiðnina.

Framboðslistinn í heild sinni er eftirfarandi:

  1. Jóhannes Loftsson
  2. Guðmundur Karl Snæbjörnsson
  3. Martha Ernstdóttir
  4. Helgi Örn Viggósson
  5. Rebekka Ósk Sváfnisdóttir
  6. Halldór Fannar Kristjánsson
  7. Baldur Benjamín Sveinsson
  8. Sólveig Lilja Óskarsdóttir
  9. Ari Magnússon
  10. Stefán Andri Björnsson
  11. Stefnir Skúlason
  12. Guðbjartur Nilsson
  13. Axel Þór Axelsson
  14. Baldur Garðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×