Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Heimir Már Pétursson skrifar 2. nóvember 2024 08:02 Samfylkingin hefur leitt fylgi flokka í könnunum undanfarið rúmt ár. Kristrún Frostadóttir formaður flokksins segir flokkinn hafa mótað áætlanir um breytingar sem fólk kalli eftir. Vísir/Vilhelm Hún kom eins og óskrifað blað inn í íslensk stjórnmál fyrir alþingiskosningarnar 2021 og var orðin formaður Samfylkingarinnar um ári síðar. Fljótlega varð ljóst að hún var stjórnmálamaður af annarri skúffu en flestir. Hún ferðaðist um landið með opna fundi og upp úr þeim ferðum mótaði hún nýja stefnu fyrir Samfylkinguna sem var nálægt því að þurrkast út í kosningunum 2016. Smátt og smátt fór fylgið að aukast og síðasta rúma árið hefur flokkurinn notið mest fylgis allra flokka í skoðanakönnunum. Undanfarna daga hefur svar hennar til kjósanda varpað skugga á, þar sem hún sagði Dag B. Eggertsson, einn vinsælasta stjórnmálamann flokksins undanfarin mörg ár, vera í aukahlutverki og ekki ráðherraefni að afloknum kosningum. Í Samtalinu með Heimi Má á Stöð 2 á fimmtudag iðraðist hún þessara orða sinna og viðurkenndi að henni hefði orðið fótaskortur á tungunni. „Auðvitað var þetta ekki skynsamlegt. Ég held að þetta hafi bara verið ágætis inngangur hjá þér, að mér hafi orðið fótaskortur,“ sagði Kristrún þegar ummælin um Dag voru borin undir hana. „Ég held að í þessu samhengi sé allt í lagi að viðurkenna að mér varð á. Við höfum átt mjög góð samskipti ég og Dagur. Mér finnst skipta rosalega miklu máli að það komi fram að það stóð aldrei til að reyna að láta hann líta illa út með svona skilaboðum," sagði formaðurinn. Í kosningabaráttu gengi hins vegar mikið á og álag á fólki. Kristrún segist hafa beðið Dag afsökunar á ummælum hennar. Þau hafi verið og væru vinir og sammála um verkefnin framundan.Vísir/Vilhelm „Það er mikið álag og stundum hefði maður átt að anda í poka í stað þess að ýta á send. Við höfum auðvitað rætt þetta ég og Dagur. Erum góðir vinir og vorum góðir vinir fyrir og erum það enn og sammála um að nú er stóra verkefnið að hrinda af stað breytingum.“ Í margumræddum skilaboðum Kristrúnar sagði hún oddvita flokksins í kjördæmunum sex vera ráðherraefni flokksins. „Það er auðvitað rétt sem fólk hefur sagt að það er ekki tímabært að fara að raða í einhverja ríkisstjórn. Það var heldur ekki ætlun mín að stilla honum einhvern veginn upp við vegg í þessu samhengi. Að einhverju leyti er það kannski misskilningur hvernig þessi umræða fer af stað. Það er auðvitað þannig að þegar hann stígur inn og ákveður að gefa kost á sér í landsmálin ræddum við hreinskilningslega um það,“ segir Kristrún. Það hafi verið hans frumkvæði að sækjast eftir öðru sæti á lista. „Og mér fannst það virðingarvert af honum. Þótt hann hafi gífurlega mikla reynslu, þá er það á öðrum vettvangi. Hann er meðvitaður um að þá þegar voru fyrir oddvitar í Reykjavík og vilji til að leyfa þeim aðilum að spreyta sig í þessum efstu stöðum. Það gefur augaleið, sama hversu vel okkur gengur, að við erum aldrei að fara að fá sjö til átta ráðherra. Það verður alltaf valið úr og við höfum nóg af góðu fólki til að velja úr.“ Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson á kjördag í síðustu sveitarstjórnarkosningum.Vísir/Vilhelm Eggert Gunnarsson faðir Dags tjáði sig um málið á Facebook. Dagur hefði verið veginn og metinn og léttvægur fundinn þrátt fyrir gífurlega pólitiska reynslu, yfirburða þekkingu og síðast en ekki síst einstaka hæfileika til þess að vinna með fólki. „Mér varð á í messunni“ „Mér finnst allt í lagi að það komi fram að ég skil alveg að pabbi hans hafi orðið reiður. Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður ef hann hefði lesið svona skilaboð,“ segir Kristrún. „Það skiptir máli að fólk viti að mér varð á í messunni hvernig ég sendi þessi skilaboð. Ég ætlaði ekki að senda honum neina sérstaka pillu. Fólk hefur mjög ríku hlutverki að gegna hvort sem það ætlar sér að verða ráðherra eða ekki,“ segir Kristrún Fólk ætti því alls ekki að lesa þetta sem einhver óbein skilaboð frá henni til Dags. „Þetta voru samskipti sem ég átti við einstakling, sem ef maður er alveg hreinskilin, komu svolítið hranalega að mér. Í stað þess að annað hvort svara ekki eða leyfa þessu aðeins að líða svaraði ég hratt í hörðum skilaboðsstíl. Hefði betur lagt það til hliðar,“ segir formaðurinn. Hefur þú í ykkar prívat samtölum beðið hann afsökunar á þessu? „Ég hef beðið hann afsökunar og sagði það við hann að mér þætti þetta ógeðslega leiðinlegt. Mér þykir þetta bara mjög leiðinlegt. Þetta var engan veginn ætlunin. Sum staðar hefur því verið haldið fram að þetta sé einhvers konar útspil og það er svolítið merkilegt í pólitík. Það virðist alltaf allt eiga að vera svo úthugsað. Ég er bara mannleg eins og næsti maður. Það er mikið búið að ganga á,“ sagði Kristrún meðal annars í Samtalinu. Dregur úr forskoti í könnunum Eins og allir vita sprakk ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar með látum aðeins sex mánuðum eftir að hann tók við forsætisráðuneytinu í apríl. Allir flokkar stóðu því óvænt frammi fyrir alþingiskosningum með litlum sem engum fyrirvara. Frestur til að skila inn framboðslistum rann út á hádegi á fimmtudag og ljóst að tíu flokkar og hreyfingar skiluðu inn listum í öllum kjördæmunum sex og eitt framboð verður aðeins í boði í einu kjördæmi. Kannanir hafa einnig sýnt að fylgið er á mikilli hreyfingu. Samfylkingin mælist enn stærst allra flokka en fylgið er þó farið að dala og var 22,2 prósent í síðustu könnun Maskínu. Samfylkingin hefur notið mest rúmlega 27 prósenta fylgis undanfarið rúmt ár. Flokkurinn leiðir enn í könnunum en fylgið er komið í um 22 prósent samkvæmt síðustu könnunum.Vísir/Vilhelm Er ykkur að fatast flugið? „Ég veit það ekki. Það er erfitt að segja til um þetta. Þegar ég fór af stað í þetta ferli eins og óskrifað blað, eins og þú segir, hélt ég aldrei að ég myndi sitja þar sem ég sit núna að ræða mögulega ríkisstjórnarmyndun. Ég stíg inn í þetta vegna þess að mig langað til að vinna á aðeins breiðari grunni við efnahagsmál og velferðarmál,“ segir Kristrún. Þegar komið væri á vettvang stjórnmálanna tæki hins vegar við atburðarás sem fólk stýrði oft ekki alveg sjálft. Hún hafi til að mynda ekki getað séð fyrir sér að fylgi Samfylkingarinnar myndi aukast svo mikið sem raunin varð á nokkrum mánuðum. „Við sem stöndum að þessu verkefni höfum alltaf sagt eftir að við fórum að kjarna áherslurnar og fara í grunngildi jafnaðarmanna; að við verðum að hafa trú á verkefninu sem við erum að reyna að keyra áfram. Getum ekki verið að elta endalaust kannanir. Það er heldur ekkert óeðlilegt þegar kosningabarátta fer svona brátt af stað að þá fari flot á fylgið. Við eigum ekkert fylgi. Ég hef alltaf sagt það,“ segir Kristrún. Flokkurinn hafi heldur ekki átt það þegar illa gekk í kosningunum 2016. „Það er ekki þannig að Samfylkingin eigi allt jafnaðarmannafylgið í landinu. Við þurfum að vinna fyrir því og nýta næstu fjórar vikur ofboðslega vel til að koma okkar skilaboðum til skila.“ Vel undirbúnar áætlanir eftir samtal við þjóðina Formaður Viðreisnar segir Samfylkinguna hafa kastað evrópumálunum ofan í kassa. Á sama tíma leggur Viðreisn áherslu á nýjan gjaldmiðil og þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Íslendingar ættu að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Samkvæmt könnunum er Viðreisn í mikilli sókn. Getur verið að þessar áherslur og svo umræðan um stöðu Dags séu í bland að valda því að fylgi Samfylkingarinnar er að dala? „Það er auðvitað rosalega erfitt að sitja hér og reyna að pikka út hvað veldur því sem veldur. Við höfum hins vegar unnið þessa vinnu mjög skipulega. Ég er að koma út úr tveggja ára ferli með flokkinn. Þar sem við lögðum fram plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum, samgöngu- og atvinnumálum. Ég var síðast í gær að kynna útspil í húsnæðis- og kjaramálum. Við erum ekki bara að rífa upp frasa upp úr einhverjum hatti rétt fyrir kosningar. Við erum búin að leggja í raunverulega vinnu og erum með plan í aðdraganda þessara kosninga,“ sagði Kristrún í Samtalinu. Hún hafi svarið þess heit þegar hún tók við formannsembættinu að keyra á sameinandi málum. Mál sem þorri þjóðarinnar eða að minnsta kosti jafnaðarmenn þvert á kynslóðir gætu tekið undir. Þreytt á sundrungu félagshyggjufólks „Vegna þess að ég var orðin þreytt á því að fólk í þessum félagshyggjuflokkum, mið-vinstriflokkum gætu ekki sameinast um grundvallaratriði eins og húsnæðismál. Eins og sanngjarna gjaldtöku á auðlindir og þess háttar. Heldur værum við alltaf að kljúfa okkur í málum eins og til dæmis ESB þar sem það liggur alveg fyrir að er mjög persónulegt mál fyrir fólk.“ Kristrún segist sjálf vera mikill evrópusinni og hún hafi marg sinnis ítrekað það. Kristrún segir Íslendinga þurfa að taka til í garðinum hjá sér og taka djúpa umræðu um evrópumálin áður en ráðist yrði í að sækja á ný um aðild að sambandinu.Vísir/Vilhelm „En þetta snýst ekki um hvað mér finnst. Ég er sett í þessa forystu til að leiða jafnaðarmenn í landinu saman. Veit að þetta er ekki svona mál þar sem þú lofar í kosningum og keyrir í gegn óháð því hver þjóðarviljinn er. Samfylkingin hefur áður verið með þetta á oddinum í mjög vinstrisinnaðri ríkisstjórn frá 2009 til 2013 og kláraði ekki málið,“ segir formaðurinn. Úti í samfélaginu væri hins vegar ungt fólk, tekjulágt fólk og fjölskyldufólk sem væri í fjárhagsvandræðum núna. „Ég væri að segja þeim ósatt ef ég myndi segja; við göngum bara í Evrópusambandið og þetta lagast. Það virkar ekki þannig. Svo er þetta líklega ein stærsta einstaka ákvörðun sem þú getur tekið fyrir þjóðarhag. Þetta er ekki bara eins og að hækka greiðslur í fæðingarorlofskerfinu,“ segir Kristrún. Þjóðin þurfi að bera þetta mál uppi. Svíar hafi til að mynda farið þá leið að láta verkalýðshreyfinguna og atvinnurekendur sameinast um evrópumálin og koma síðan með þau á vettvang stjórnmálanna þegar þjóðin hafi átt mjög þroskaða umræðu. „Fóru með þetta í þjóðaratkvæði þar sem þetta var samþykkt og Svíar eru í Evrópusambandinu í dag. Í Noregi var farin öfug leið. Þar var þessu þrýst á þjóðina, fólk sagði nei, og þetta hefur verið af borðinu í tíu til fimmtán ár. Evrópusinnaðir flokkar þurfa líka að taka það til greina að fólk getur endað á að hafna þessari ákvörðun. Það er mjög stórt skref og ekki léttvægt að segja við fólk; skellum bara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það þarf að undirbúa þetta vel og ég er alveg til í þá vegferð,” segir formaðurinn. Það yrði ekkert erfitt fyrir Samfylkinguna að samþykkja þjóðaratkvæðagreiðslu um evrópusambandsaðild en það skipti öllu máli hvernig staðið yrði að því ferli. „Að það sé langur aðdragandi þar sem alvöru umræða væri tekin. Fólk fái þá í þinginu að greiða atkvæði með sinni sannfæringu.“ Stefnan hefði ekkert breyst hjá Samfylkingunni. Ekki rétt að sækja um ESB í örvæntingu „Ég sagði þegar ég varð formaður að nú ætluðum við að sameinast um ákveðin atriði. Á næsta kjörtímabili ætlum við ekki að eyða púðri í, eins og gerðist frá 2009 til 2013, að takast á um þetta. Heldur undirbúa okkur frekar undir sterkari stjórn efnahagsmála vegna þess að ef við endum svo á að sækja um evrópusambandsaðild stöndum við miklu betur þegar við erum búin að taka til í garðinum hjá okkur,“ segir Kristrún. „Við viljum ekki fara í svona ferli í óeiningu. Viljum ekki gera það af hörku og ekki gera það í örvæntingu heldur. Það sem mér finnst hafa verið neikvætt við Evrópusambands umræðuna er að þetta er einhvern veginn rifið upp þegar öllum líður illa og vilja einhver veginn bara út úr Íslandi. Við verðum að bera ábyrgð á okkar eign málum.“ Það væri heldur ekki þannig að öll lönd í Evrópusambandinu stæðu vel. Það skipti máli hvernig og á hvaða forsendum ríki færu inn í sambandið. Kristrún segir þjóðina kalla á úrbætur í efnahagsmálum, heilbrigðismálum og fleiri málum þar sem Samfylkingin hafi unnið markvissar áætlanir.Vísir/Vilhelm „Það eru bara svo mikil og mörg aðkallandi málefni í dag. Í efnahagsmálum, heilbrigðismálum, orkumálum, auðlindamálum sem hægt er að tala og sameinast um,“ segir Kristrún. Mesta af útgjöldum ríkisins fer til heilbrigðismála þar sem uppi eru margar áskoranir. Fráfarandi ríkisstjórn hefur gripið til alls konar aðgerða á síðustu sjö árum. Enn er hins vegar kvartað undan manneklu og þrengslum á spítulunum. Á Landsspítalanum væri til að mynda stór hópur eldra fólks sem ætti frekar að vera á hjúkrunarheimilum. En það er líka tekist á um rekstrarformið í heilbrigðiskerfinu þar sem ákveðin einkavæðing hefur átt sér stað. Hvernig ætlar Samfylkingin að svara þessum áskorunum, á bara að dæla meiru fé í kerfið? „Þetta snýst auðvitað ekki bara um peninga. Þetta snýst líka um hvar peningarnir eru nýttir. Við fórum í mjög umfangsmikla vinnu sem endaði í útspili sem heitir Örugg skref í heilbrigismálum,“ segir Kristrún. „Þar sem við fórum og töluðum við fólk hringinn í kring um landið sem hefur reynslu af heilbrigðiskerfinu.“ Mikilvægt að gera umbætur á heilbrigðiskerfinu Rætt hafi verið við fjölda sérfræðinga um væntingar og þrár sem byggðar væru á gildum jafnaðarmanna. Vegna þess að flokkurinn vildi ekki vera að lofa upp í ermina á sér hlutum sem annað hvort gengju ekki upp eða tækju miklu lengri tíma. „En það sem kom mér mest á óvart í þessari vinnu er að þorri fólks er ekki að biðja um flókna hluti. Fólk er að biðja um tíma á heilsugæslu, fá fastan heimilislækni, einhvern sem þekkir það og gefur því tengingu við kerfið. Fólk er að biðja um að aldraðir foreldrar þeirra eyði ekki síðustu vikum sínum eða mánuðum einmitt inni á spítalagangi.“ Fólk áttaði sig vel á að þetta væri ekki einfalt úrlausnarefni. „En við verðum líka að tala um að þetta snýst ekki bara um rekstrarform. Einkavæðing er ekki lausn í sjálfu sér. Hluti af kerfinu er einkavæddur í dag og gengur bara fínt. En einkareksturinn er greiddur með almannafé og þeir sem halda því fram að rekstrarformið sé aðalatriðið eru bara að segja hálfa söguna,“ segir Kristrún. Tugir milljarða færu í einkarekstur í heilbrigðiskerfinu í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Það gengi ágætlega þar sem þjónustan væri vel skilgreind. Þar sem fylgst væri með því sem verið væri að kaupa. Annars staðar í kerfnu væri eftirlitið lélegt og illa farið með fé. Þannig að vega þyrfti og meta hvað hentaði til einkareksturs og hvað ekki. „Síðan verðum við líka að horfast í augu við að mesta sóunin sem er í heilbrigðiskerfinu er vegna vanfjárfestingar í innviðum kerfisins. Taktu sjúkraskrárkerfið til dæmis. Þetta er tæknilausn sem er úr sér gengin. Fólk er að eyða allt of miklum tíma í skriffinnsku, vottorðagerð og fleira. Við erum með tölur sem sýna að fimmtíu prósent af tíma heilbrigðisstarfsfólks fer í að vera í samskiptum við hvert annað í stað þess að tala beint við fólk og vera í klínískri vinnu.” Þetta mætti rekja til lélegra innviða. Stafvæðingin væri lítil. Allt of lítið hafi verið byggt af hjúkrunarrýmum sem myndu losa um á dýrustu rýmum heilbrigðiskerfisins. Kristrún segir að sparað hafi verið í viðhaldi og uppbyggingu innviða og einblínt á skyndilausnir í heilbrigðiskerfinu.Vísir/Vilhelm „Vegna þess að það hefur verið sparað í fjárfestingu til að láta hlutina ganga upp innan ársins. Á sama tíma er rekstrarkostnaðurinn að rjúka upp. Þannig að stundum þarf að eyða peningum til að spara þá og það þarf að vera til plan til að draga úr rekstrarútgjöldunum.“ Langstærsti útgjaldaliður heilbrigðiskerfisns er launakostnaður og þúsundir manna vinna í heilbrigðiskerfinu. Mönnunarvandinn verður væntanlega ekki leystur án frekari ráðninga og leið leið meiri útgjöldum? Búum í breyttu samfélagi „Já og nei. Auðvitað er það þannig að við verðum að horfast í augu við að við búum í breyttu samfélagi. Við gerum aðrar kröfur til þjónustunnar. Krefjumst þess að fá ákveðna tegund af þjónustu sem fólki fannst ekki sjálfgefið fyrir tiu til tuttugu árum. Við erum líka með ungt fólk sem er að taka til starfa í þessu kerfi sem vill öðruvísi lífsgæði. Er ekki til í að vinna eins mikið móðir mín til dæmis sem var heimilislæknir og vann á bráðamóttökunni meirihlutann af sínu lífi,“ segir Kristrún. Það fylgdi velsældinni að fólk vildi meiri frítíma. En þarf þá ekki að ráða fleiri og þar með greiða meiri laun? „Það þarf að gera það í þessu tilviki en það þýðir ekki að við getum ekki sparað í kerfinu. Það er fimmfalt dýrara að vera með eldri einstakling í legurými á Landsspítalanum háskólasjúkrahúsi en á hjúkrunarheimili. Það að við höfum skorið við nögl þegar kemur að því að byggja upp hjúkrunarheimili hefur kostað okkur stórkostlega peninga. Þannig að það er hægt að spara mjög víða í kerfinu.“ Það þurfi hins vegar að vera með áætlanir í stað þess að slengja fram 700 milljónum hér og hundrað milljónum þar til að skera niður biðlista. „Það þarf að taka á fyrsta stigs þjónustunni sem er að allir fái heimilislækni.“ Hvernig á að leysa það? „Það þarf til að mynda að fjárfesta í heilsugæslunni, í heimilislæknanáminu. Í dag er það þannig að sérnám í heimilislækningum er vanfjármagnað af ríkinu sem gerir það að verkum að það er erfitt fyrir marga að sækja það nám. Það hefur gengið betur að komast af stað með það en það þarf að standa sig enn betur í því. Það þarf að gefa þessu tíma. Þetta mun taka um átta ár í viðbót að reyna að koma þessu á réttan kjöl,“ segir Kristrún. Setja umönun aldraðra í forgang Það væri hins vegar hægt að byrja á því að forgangsraða fólki með króníska sjúkdóma. Fólki sem væri komið yfir 55 ára aldur eða sextugt. „Við erum með plan í þessum málum og höfum lagt það jög skýrt fram í Öruggum skrefum.“ Í tíð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur voru gerðar breytingar og áhersla lögð á að fyrsti viðkomustaður allra sem þörfnuðust heilbrigðisþjónustu væri heilsugæslan. Þar ættu að vera til staðar heimilislæknar, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður og sálfræðingar. Engu að síður gengur fólki mjög illa að komast að hjá heimilslæknum sem getur tekið marga mánuði. „Þetta er mjög alvarlegt vegna þess að það liggur fyrir að það er miklu líklegra að þú lendir í bráðainnlögn eða þú þróir með þér veikindi eða sjúkdóm sem krefst miklu flóknari þjónustu niður kerfið ef þú ert ekki með heimilislækni sem þekkir þig. Sem þekkir þína sjúkrasögu og getur gripið inn í á réttum tíma. Þetta á sérstaklega við um fólk sem er á seinni árum lífs síns vegna þess að sú þjónusta verður alltaf dýrar og dýrari.“ Þess vegna verið að byrja á að forgangsraða þessum einstaklingum. Til að koma í veg fyrir að þeir endi á bráðamóttökunni og festist þar,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Kristrún segir ekki standa til að hækka skatta á milllistéttina og almennt launafólk. Hins vegar eigi að leggja sanngjörn auðlindagjöld á sjávarútveginn, fiskeldið, ferðaþjónustuna og orkuna.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, einn helsti andstæðingur Samfylkingarinnar, segir ykkur ekki hafa neinar aðrar lausnir en skattahækkanir. Þið ætlið að hækka einhverja skatta, hverjir eru það sem þola að taka á sig skattahækkanir? Verðbólguskattur ríkisstjórnarinnar „Það liggur alveg fyrir að Samfylkingin er ekki að fara að hækka skatta á venjulegt vinnandi fólk. Það er bara þannig. Við erum búin að leggja öll okkar plön fram. Við höfum til dæmis bent á að þessi ríkisstjórn hefur staðið fyrir því að venjulegt vinnandi fólk, fyrst og fremst ungt fólk og fólk með miklar skuldir, borgaði fjörutíu milljörðum meira í vaxtagjöld í fyrra en á árinu á undan,“ segir Kristrún. Þetta væri ekkert annað en risavaxinn verðbólguskattur sem ríkisstjórnin hafi lagt á þjóðina. Sérstaklega á ungt fólk og fólk sem væri að stíga sín fyrstu skref til að eignast þak yfir höfuðið. „Þetta er vegna þess að það hefur ekki verið kjarkur, pólitískt þor, til að taka raunverulegar ákvarðanir í efnahagsmálum. Þess vegna verður fyrsta skrefið að að loka þessum halla sem nú stefnir í að vera í níu ár á ríkisrekstrinum. Þetta er hægt að gera með ýmsum hætti.“ Ríkisstjórnin hafi fyrst og fremst verið í vanfjármögnuðum verkefnum. Það væri hægt að hagræða og fara betur með opinbert fé með til að mynda innri endurskoðun hjá ríkinu. En þetta ekki það sama og fráfarandi ríkisstjórn hefur verið að segja, að það væri hægt að fara betur með opinbert fé? „Jú en þau hafa bara ekki gert það. Þau hafa sagt ýmislegt en ekki verið með plan. Þess vegna erum við í þessari stöðu sem við erum núna.“ Samfylkingin væri með áætlanir um að innheimta tekjur með auðlyndagjöldum. „Við erum að tala um sanngjörn, réttlát, auðlindagjöld á sjávarútveg, fiskeldi, ferðaþjónustu og orku. Þetta eru leiðir sem nágrannar okkar á Norðurlöndunum, sérstaklega í Noregi, hafa farið og samfélagsleg sátt er um. Þetta þykir mér frekar sanngjörn leið til að loka þessu verðbólguhvetjandi gati (á fjárlögum). Við erum líka að tala um að hækka fjármagnstekjuskatt um nokkur prósent sem leggst eingöngu á efstu tekjutíundina í landinu. Fólk sem hefur það einna best.“ Flokkurinn væri með útfærslur sem tryggðu að fólk sem væri með umfram sparnað, eins og margt eldra fólk, muni ekki líða fyrir þessa skattlagningu. Mikil vinna hafi verið lögð í þessa vinnu. Þannig að millistéttin, verkakonur og verkakallar væru ekki að fara að borga hærri skatta? „Þetta fólk er ekki að fara að borga hærri skatta. Langmesta skattahækkunin sem hefur verið lögð á þennan hóp er þessi blessaði verðbólguskattur. Sem hefur orðið til vegna þess að embættismenn, ókjörnir embættismenn í Seðlabankanum, hafa tekið að sér að stýra þjóðarbúinu á meðan ríkisstjórnin hefur setið til hliðar,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Það væri þeirra ákvörðun að dreifa byrðunum með þessum hætti. Þörf á tiltekt í virkjanaferlinu Eitt af því sem rifist var um í ríkisstjórninni sem er að fara frá eru orkumálin. Hvar stendur Samfylkingin varðandi frekari virkjanir. Þarf að virkja meira fyrir atvinnulíf framtíðarinnar? „Við höfum talað um að það sé ekkert óeðlilegt að fara í hóflega aukningu á orkuöflun. Þarna erum við bara að tala um aðgerðir og virkjanir sem eru innan núverandi rammaáætlunar. Samfylkingin kom auðvitað að upprunalega utanumhaldinu þegar kemur að rammanum og virðir niðurstöður í því.“ Vandamálið hafi verið ferlið sem taki við eftir að rammaáætlun ljúki. Það hafi verið allt of svifaseint. „Það er mjög eðlilegt að nærsamfélög, einstaklingar og fólk út um allt land, fái að segja sína skoðun á einstaka virkjanakostum. En það þarf að vera skipulag á því og það þurfa að vera einhverjir tímafrestir. Vegna þess að það kostar líka þegar ferlið er orðið mjög tímafrekt.“ Þannig að þú er sammála Guðlaugi Þór um að það þurfi að taka til í þessu ferli? „Það þarf að taka til í þessu ferli. Auðvitað er ekki eðlilegt að það taki fimmtán til. Tuttugu ár að koma einum virkjanakosti í gegn. Ég held að allir geti verið sammála um það. Fólk vill þá ekki hafa kostinn, þá er betra heima setið en farið af stað. Vegna þess að þetta sóar auðvitað tíma og fjármunum allra.“ Það skipti hins vegar máli hvernig hlutirnir væru gerðir. „Það þarf bara að taka ákvarðanir. Við höfum verið föst í einhverju aðgerðaleysi þar sem verið er að skipa þvílíkt mikið af nefndum og stýrihópum. Okkur og ykkur á fjölmiðlum er að berast endalausar fréttatilkynningar um að ráðuneytisstjórar séu komnir í einhver hóp að skoða málin. Okkur er farið að berast fréttatilkynningar um að fólk sé að vinna vinnuna sína. Eitthvað þarf að fara að gerast í íslensku samfélagi og það þarf auðvitað að stuðla að aukini verðmætasköpun ef við ætlum að styðja við velferðarkerfið okkar,“ sagði Kristrún í Samtalinu. Til þess þurfi í einhverjum tilvikum að afla orku. Eftir að Kristrún tók við formennsku í Samfylkingunni árið 2022 fór hún um landið og boðaði opna fundi, að sögn til að hlusta á fólkið í landinu. Hún fór einnig í heimsóknir til systurflokka Samfylkingarinnar á Norðurlöndunum og víðar. Allt eða ekkert í útlendingamálum Sumir segja að þú hafir heimsótt danska jafnaðarmenn og komið til baka með stefnu Mette Fredriksen í útlendingamálum sem felist í því að hleypa engum hælisleitendum til landsins. Er þetta stefna Samfylkingarinnar? Kristrún segir mikinn hagvöxt undanfarin ár hafa verið rekinn áfram af miklum innflutningi vinnuafls.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrlega mjög mikil einföldun í umræðunni og ég verð að segja að þetta er kannski nákvæmlega það sem er að í umræðunni um útlendingamál. Það er ýmist í ökla eða eyra. Allt eða ekkert. Stærsta áskorunin í útlendingamálum í dag er að við höfum verið að reka atvinnustefnu sem hefur verið ofboðslega vinnuaflsfrek,“ segir Kristrún. Meirihlutinn af fólki af erlendum uppruna á Íslandi hafi komið hingað frá ríkjum Evrópusambandsins, innan EES-svæðisins. „Við höfum bara gert ráð fyrir að þetta fólk hafi ekki tilfinningar, hafi ekki þarfir. Þurfi ekki að búa einhvers staðar, þurfi ekki að nýta heilbrigðisþjónustu. Fólk hefur auðvitað fundið fyrir þessu. Hagvöxturinn hérna hefur fyrst og fremst verið rekinn áfram af fólksfjölgun,“ segir Kristrún. Að auki kæmi hingað fólk í gegnum hælisleitendakerfið. „Og við hljótum öll að geta tekið krítíska umræðu um hvernig þær stofnanir sem fara með það ferli eru fjármagnaðar. Hvort það sé einhver einhvers staðar að misnota kerfið eða ekki nota það á réttum forsendum. Og hvort við séum í stakk búin til að taka á móti öllum þeim sem sækja hér um hæli. Vegna þess að við vitum það vel að ef við gerum þetta illa sköpum við vandamál, líka fyrir alla þá sem hingað koma og treysta á þetta samfélag,“ segir Kristrún. Fráfarandi forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafa sagt að þau vilji fara svipaða leið og Danir. Þar er stefnan að enginn mæti til Danmerkur til að sækja þar um hæli heldur sæki fólk um í þar til gerðum búðum í nágrenni átaka- og hamfarasvæða. Þá ætti að setja upp lokað búsetuúrræði fyrir þá sem engu að síður komi og þá sem hafa fengið synjun og ættu að yfirgefa landið. Vilt þú fara þessa leið? „það hefur alltaf verið stefna Samfylkingarinnar og áhersla víða í málefnum flóttafólks að það sé tekið á móti kvótaflóttafólki. Að það sé tryggt að hópur fólks sem er í mestri neyð um allan heim fái vísa leið til að leita hælis hér á landi. Við höfum hins vegar verið í þeirri stöðu eins og mörg önnur lönd að vera ekki að taka á móti neinu kvótaflóttafólki vegna þess að það eru svo margir sem hafa komið beint að landamærum Íslands.“ Þetta væri algerlega sér umræða og það ætti að taka það mjög alvarlega að íslendingar væru í þeirri stöðu að geta ekki sinnt þessum hópi. „Það breytir því ekki að við erum auðvitað með alþjóðlegar skuldbindingar og fólk á rétt á að sækja hér um hæli,“ segir Kristrún. „Ég er ekki bara að tala hér eitthvað upp úr mér. Er búin að heimsækja fjöldan allan af fólki sem vinnur við þessi úrræði. Meðal annars lögregluna á Suðurnesjum og fólk sem vinnur í landamæraeftirlitinu og ég veit vel að þau hafa miklar áhyggjur af því að ekki er til samræmd móttökumiðstöð fyrir fólk sem hingað kemur. Þegar fólk kemur og sækir um hæli er nánast það fyrsta sem gert er að það er sent með leigubíl í Domus til að fara í einhvers konar móttökuferli. Sem því miður hefur ekki gefist nógu vel,“ segir Kristrún. Þetta hafi ekkert með það að gera að vilja stoppa fólk eða fara illa með það. Það hafi einfaldlega ekki verið fjárfest í ábyrgum kefum til að taka á móti flóttafólki. Staðan á Íslandi nú væri hins vegar ekki sú sama og hún var í Danmörku þegar jafnaðarfólk þar tók sínar ákvarðanir. Kristrún segir mestu frjálshyggjuna felast í því að flytja inn mikinn fjölda af fólki en gera ekki ráð fyrir að þetta fólk þurfi húsnæði og þjónustu.Vísir/Vilhelm „Það hefur verið mikil umræða um flóttafólk á undanförnum árum, fyrst og fremst vegna þess að öllu hefur verið ruglað saman,“ segir Kristrún.Fólk sjái breytt samfélag fyrst og fremst vegna þess að vinnumarkaðurinn hafi tekið stórkostlegum breytingum og ekki hafi verið vilji til að ræða það sem keyrir áfram hagvöxtinn. Frjálshyggja í innflutningi á vinnuafli „Vegna þess að þar er langmesta frjálshyggjan. Að segja bara; það skiptir engu máli hvernig við gerum þetta. Fáum bara eitthvað fólk hingað inn og pælum ekkert í hvort það er partur af samfélaginu. Látum þau bara vinna vinnuna og segjum síðan bless.“ Hvað hælisleitendur varði hafi stjórnvöld farið í breytingar til að mynda varðandi móttöku fólks frá Úkraínu. Ísland hafi verið meðal fárra ríkja, ef einhverra, sem hafi opnað skilyrðislaust fyrir fólk frá Venesuela. „Ákveða síðan að snúa þeirri ákvörðun við. Láta fólk hírast hér í langan tíma á kostnað ríkisins og að lokum er þetta fólk sent úr landi með réttmætar væntingar um að fá að vera hérna. Þetta er fyrst og fremst ástæðan fyrir þeim mikla kostnaði sem hefur skapast hér á landi. Síðan þá, vil ég bara gefa þeim í ríkisstjórninni kredit, hefur orðið mikil breyting á. Það hefur hægt verulega á þeim umsóknum sem hafa komið hingað. Þannig að þessi aðkallandi vandi hefur breyst.“ Ertu með einhverja óska samstarfsflokka í ríkisstjórn? „Við viljum auðvitað að þetta plan sem við erum að leggja fram og höfum verið að leggja fram á undanförnum tveimur árum og síðast í gær í húsnæðismálum, fái brautargengi.“ Viltu verða forsætisráðherra? „Samfylkingin er að bjóða sig fram til forystu. Það liggur alveg fyrir. Við erum að reyna að fá mjög sterkt umboð.“ Hún sem formaður væri forsætisráðherraefni flokksins en væri engu að síður ekki fyrst og fremst að hugsa um embætti. „Ég er að hugsa um að nú erum við á algjörum krossgötum í íslensku samfélagi og ég finn það hjá langflestum sem ég tala við að fólk þráir breytingar.“ Samfylkingin væri með plan til að keyra þessar breytingar áfram. „Nú þurfum við umboð til að klára verkið. Það er auðvitað í höndum þjóðarinnar og maður verður bara að vera auðmjúkur gagnvart því,“ sagði Kristrún Frostadóttir í Samtalinu á Stöð 2 á fimmtudagskvöld. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Samtalið Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Þakklát fyrir að missa ekki sjónina síðar á ævinni Inga Sæland formaður og stofnandi Flokks fólksins gerir lítið úr væringum innan flokksins nú þegar hún leiðir hann í fjórða sinn í kosningum til Alþingis. Tveir áberandi þingmenn í forystu flokksins, Tómas A. Tómasson í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jakob Frímann Magnússon í Norðausturkjördæmi, fengu ekki brautargengi til að leiða flokkinn í kjördæmum sínum. 26. október 2024 08:02 Formaður Framsóknar segir ríkisstjórnina hafa talað sjálfa sig niður Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lagt sjálfan sig að veði í komandi alþingiskosningum með því að taka annað sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þar með baráttusætið því flokkurinn hefur ekki mælst með mann inni úr kjördæminu í nýjustu könnunum. 19. október 2024 08:02 Íslendingar eiga ekki að aðlaga sig innflytjendum heldur öfugt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að vogunarsjóðir hafi hótað honum þegar hann var forsætisráðherra vegna þess að hann vildi láta sjóðina taka skellinn af falli íslensku bankanna. 10. október 2024 22:02 Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn. 5. október 2024 08:00 Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01 Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Sjá meira
Smátt og smátt fór fylgið að aukast og síðasta rúma árið hefur flokkurinn notið mest fylgis allra flokka í skoðanakönnunum. Undanfarna daga hefur svar hennar til kjósanda varpað skugga á, þar sem hún sagði Dag B. Eggertsson, einn vinsælasta stjórnmálamann flokksins undanfarin mörg ár, vera í aukahlutverki og ekki ráðherraefni að afloknum kosningum. Í Samtalinu með Heimi Má á Stöð 2 á fimmtudag iðraðist hún þessara orða sinna og viðurkenndi að henni hefði orðið fótaskortur á tungunni. „Auðvitað var þetta ekki skynsamlegt. Ég held að þetta hafi bara verið ágætis inngangur hjá þér, að mér hafi orðið fótaskortur,“ sagði Kristrún þegar ummælin um Dag voru borin undir hana. „Ég held að í þessu samhengi sé allt í lagi að viðurkenna að mér varð á. Við höfum átt mjög góð samskipti ég og Dagur. Mér finnst skipta rosalega miklu máli að það komi fram að það stóð aldrei til að reyna að láta hann líta illa út með svona skilaboðum," sagði formaðurinn. Í kosningabaráttu gengi hins vegar mikið á og álag á fólki. Kristrún segist hafa beðið Dag afsökunar á ummælum hennar. Þau hafi verið og væru vinir og sammála um verkefnin framundan.Vísir/Vilhelm „Það er mikið álag og stundum hefði maður átt að anda í poka í stað þess að ýta á send. Við höfum auðvitað rætt þetta ég og Dagur. Erum góðir vinir og vorum góðir vinir fyrir og erum það enn og sammála um að nú er stóra verkefnið að hrinda af stað breytingum.“ Í margumræddum skilaboðum Kristrúnar sagði hún oddvita flokksins í kjördæmunum sex vera ráðherraefni flokksins. „Það er auðvitað rétt sem fólk hefur sagt að það er ekki tímabært að fara að raða í einhverja ríkisstjórn. Það var heldur ekki ætlun mín að stilla honum einhvern veginn upp við vegg í þessu samhengi. Að einhverju leyti er það kannski misskilningur hvernig þessi umræða fer af stað. Það er auðvitað þannig að þegar hann stígur inn og ákveður að gefa kost á sér í landsmálin ræddum við hreinskilningslega um það,“ segir Kristrún. Það hafi verið hans frumkvæði að sækjast eftir öðru sæti á lista. „Og mér fannst það virðingarvert af honum. Þótt hann hafi gífurlega mikla reynslu, þá er það á öðrum vettvangi. Hann er meðvitaður um að þá þegar voru fyrir oddvitar í Reykjavík og vilji til að leyfa þeim aðilum að spreyta sig í þessum efstu stöðum. Það gefur augaleið, sama hversu vel okkur gengur, að við erum aldrei að fara að fá sjö til átta ráðherra. Það verður alltaf valið úr og við höfum nóg af góðu fólki til að velja úr.“ Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson á kjördag í síðustu sveitarstjórnarkosningum.Vísir/Vilhelm Eggert Gunnarsson faðir Dags tjáði sig um málið á Facebook. Dagur hefði verið veginn og metinn og léttvægur fundinn þrátt fyrir gífurlega pólitiska reynslu, yfirburða þekkingu og síðast en ekki síst einstaka hæfileika til þess að vinna með fólki. „Mér varð á í messunni“ „Mér finnst allt í lagi að það komi fram að ég skil alveg að pabbi hans hafi orðið reiður. Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður ef hann hefði lesið svona skilaboð,“ segir Kristrún. „Það skiptir máli að fólk viti að mér varð á í messunni hvernig ég sendi þessi skilaboð. Ég ætlaði ekki að senda honum neina sérstaka pillu. Fólk hefur mjög ríku hlutverki að gegna hvort sem það ætlar sér að verða ráðherra eða ekki,“ segir Kristrún Fólk ætti því alls ekki að lesa þetta sem einhver óbein skilaboð frá henni til Dags. „Þetta voru samskipti sem ég átti við einstakling, sem ef maður er alveg hreinskilin, komu svolítið hranalega að mér. Í stað þess að annað hvort svara ekki eða leyfa þessu aðeins að líða svaraði ég hratt í hörðum skilaboðsstíl. Hefði betur lagt það til hliðar,“ segir formaðurinn. Hefur þú í ykkar prívat samtölum beðið hann afsökunar á þessu? „Ég hef beðið hann afsökunar og sagði það við hann að mér þætti þetta ógeðslega leiðinlegt. Mér þykir þetta bara mjög leiðinlegt. Þetta var engan veginn ætlunin. Sum staðar hefur því verið haldið fram að þetta sé einhvers konar útspil og það er svolítið merkilegt í pólitík. Það virðist alltaf allt eiga að vera svo úthugsað. Ég er bara mannleg eins og næsti maður. Það er mikið búið að ganga á,“ sagði Kristrún meðal annars í Samtalinu. Dregur úr forskoti í könnunum Eins og allir vita sprakk ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar með látum aðeins sex mánuðum eftir að hann tók við forsætisráðuneytinu í apríl. Allir flokkar stóðu því óvænt frammi fyrir alþingiskosningum með litlum sem engum fyrirvara. Frestur til að skila inn framboðslistum rann út á hádegi á fimmtudag og ljóst að tíu flokkar og hreyfingar skiluðu inn listum í öllum kjördæmunum sex og eitt framboð verður aðeins í boði í einu kjördæmi. Kannanir hafa einnig sýnt að fylgið er á mikilli hreyfingu. Samfylkingin mælist enn stærst allra flokka en fylgið er þó farið að dala og var 22,2 prósent í síðustu könnun Maskínu. Samfylkingin hefur notið mest rúmlega 27 prósenta fylgis undanfarið rúmt ár. Flokkurinn leiðir enn í könnunum en fylgið er komið í um 22 prósent samkvæmt síðustu könnunum.Vísir/Vilhelm Er ykkur að fatast flugið? „Ég veit það ekki. Það er erfitt að segja til um þetta. Þegar ég fór af stað í þetta ferli eins og óskrifað blað, eins og þú segir, hélt ég aldrei að ég myndi sitja þar sem ég sit núna að ræða mögulega ríkisstjórnarmyndun. Ég stíg inn í þetta vegna þess að mig langað til að vinna á aðeins breiðari grunni við efnahagsmál og velferðarmál,“ segir Kristrún. Þegar komið væri á vettvang stjórnmálanna tæki hins vegar við atburðarás sem fólk stýrði oft ekki alveg sjálft. Hún hafi til að mynda ekki getað séð fyrir sér að fylgi Samfylkingarinnar myndi aukast svo mikið sem raunin varð á nokkrum mánuðum. „Við sem stöndum að þessu verkefni höfum alltaf sagt eftir að við fórum að kjarna áherslurnar og fara í grunngildi jafnaðarmanna; að við verðum að hafa trú á verkefninu sem við erum að reyna að keyra áfram. Getum ekki verið að elta endalaust kannanir. Það er heldur ekkert óeðlilegt þegar kosningabarátta fer svona brátt af stað að þá fari flot á fylgið. Við eigum ekkert fylgi. Ég hef alltaf sagt það,“ segir Kristrún. Flokkurinn hafi heldur ekki átt það þegar illa gekk í kosningunum 2016. „Það er ekki þannig að Samfylkingin eigi allt jafnaðarmannafylgið í landinu. Við þurfum að vinna fyrir því og nýta næstu fjórar vikur ofboðslega vel til að koma okkar skilaboðum til skila.“ Vel undirbúnar áætlanir eftir samtal við þjóðina Formaður Viðreisnar segir Samfylkinguna hafa kastað evrópumálunum ofan í kassa. Á sama tíma leggur Viðreisn áherslu á nýjan gjaldmiðil og þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Íslendingar ættu að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Samkvæmt könnunum er Viðreisn í mikilli sókn. Getur verið að þessar áherslur og svo umræðan um stöðu Dags séu í bland að valda því að fylgi Samfylkingarinnar er að dala? „Það er auðvitað rosalega erfitt að sitja hér og reyna að pikka út hvað veldur því sem veldur. Við höfum hins vegar unnið þessa vinnu mjög skipulega. Ég er að koma út úr tveggja ára ferli með flokkinn. Þar sem við lögðum fram plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum, samgöngu- og atvinnumálum. Ég var síðast í gær að kynna útspil í húsnæðis- og kjaramálum. Við erum ekki bara að rífa upp frasa upp úr einhverjum hatti rétt fyrir kosningar. Við erum búin að leggja í raunverulega vinnu og erum með plan í aðdraganda þessara kosninga,“ sagði Kristrún í Samtalinu. Hún hafi svarið þess heit þegar hún tók við formannsembættinu að keyra á sameinandi málum. Mál sem þorri þjóðarinnar eða að minnsta kosti jafnaðarmenn þvert á kynslóðir gætu tekið undir. Þreytt á sundrungu félagshyggjufólks „Vegna þess að ég var orðin þreytt á því að fólk í þessum félagshyggjuflokkum, mið-vinstriflokkum gætu ekki sameinast um grundvallaratriði eins og húsnæðismál. Eins og sanngjarna gjaldtöku á auðlindir og þess háttar. Heldur værum við alltaf að kljúfa okkur í málum eins og til dæmis ESB þar sem það liggur alveg fyrir að er mjög persónulegt mál fyrir fólk.“ Kristrún segist sjálf vera mikill evrópusinni og hún hafi marg sinnis ítrekað það. Kristrún segir Íslendinga þurfa að taka til í garðinum hjá sér og taka djúpa umræðu um evrópumálin áður en ráðist yrði í að sækja á ný um aðild að sambandinu.Vísir/Vilhelm „En þetta snýst ekki um hvað mér finnst. Ég er sett í þessa forystu til að leiða jafnaðarmenn í landinu saman. Veit að þetta er ekki svona mál þar sem þú lofar í kosningum og keyrir í gegn óháð því hver þjóðarviljinn er. Samfylkingin hefur áður verið með þetta á oddinum í mjög vinstrisinnaðri ríkisstjórn frá 2009 til 2013 og kláraði ekki málið,“ segir formaðurinn. Úti í samfélaginu væri hins vegar ungt fólk, tekjulágt fólk og fjölskyldufólk sem væri í fjárhagsvandræðum núna. „Ég væri að segja þeim ósatt ef ég myndi segja; við göngum bara í Evrópusambandið og þetta lagast. Það virkar ekki þannig. Svo er þetta líklega ein stærsta einstaka ákvörðun sem þú getur tekið fyrir þjóðarhag. Þetta er ekki bara eins og að hækka greiðslur í fæðingarorlofskerfinu,“ segir Kristrún. Þjóðin þurfi að bera þetta mál uppi. Svíar hafi til að mynda farið þá leið að láta verkalýðshreyfinguna og atvinnurekendur sameinast um evrópumálin og koma síðan með þau á vettvang stjórnmálanna þegar þjóðin hafi átt mjög þroskaða umræðu. „Fóru með þetta í þjóðaratkvæði þar sem þetta var samþykkt og Svíar eru í Evrópusambandinu í dag. Í Noregi var farin öfug leið. Þar var þessu þrýst á þjóðina, fólk sagði nei, og þetta hefur verið af borðinu í tíu til fimmtán ár. Evrópusinnaðir flokkar þurfa líka að taka það til greina að fólk getur endað á að hafna þessari ákvörðun. Það er mjög stórt skref og ekki léttvægt að segja við fólk; skellum bara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það þarf að undirbúa þetta vel og ég er alveg til í þá vegferð,” segir formaðurinn. Það yrði ekkert erfitt fyrir Samfylkinguna að samþykkja þjóðaratkvæðagreiðslu um evrópusambandsaðild en það skipti öllu máli hvernig staðið yrði að því ferli. „Að það sé langur aðdragandi þar sem alvöru umræða væri tekin. Fólk fái þá í þinginu að greiða atkvæði með sinni sannfæringu.“ Stefnan hefði ekkert breyst hjá Samfylkingunni. Ekki rétt að sækja um ESB í örvæntingu „Ég sagði þegar ég varð formaður að nú ætluðum við að sameinast um ákveðin atriði. Á næsta kjörtímabili ætlum við ekki að eyða púðri í, eins og gerðist frá 2009 til 2013, að takast á um þetta. Heldur undirbúa okkur frekar undir sterkari stjórn efnahagsmála vegna þess að ef við endum svo á að sækja um evrópusambandsaðild stöndum við miklu betur þegar við erum búin að taka til í garðinum hjá okkur,“ segir Kristrún. „Við viljum ekki fara í svona ferli í óeiningu. Viljum ekki gera það af hörku og ekki gera það í örvæntingu heldur. Það sem mér finnst hafa verið neikvætt við Evrópusambands umræðuna er að þetta er einhvern veginn rifið upp þegar öllum líður illa og vilja einhver veginn bara út úr Íslandi. Við verðum að bera ábyrgð á okkar eign málum.“ Það væri heldur ekki þannig að öll lönd í Evrópusambandinu stæðu vel. Það skipti máli hvernig og á hvaða forsendum ríki færu inn í sambandið. Kristrún segir þjóðina kalla á úrbætur í efnahagsmálum, heilbrigðismálum og fleiri málum þar sem Samfylkingin hafi unnið markvissar áætlanir.Vísir/Vilhelm „Það eru bara svo mikil og mörg aðkallandi málefni í dag. Í efnahagsmálum, heilbrigðismálum, orkumálum, auðlindamálum sem hægt er að tala og sameinast um,“ segir Kristrún. Mesta af útgjöldum ríkisins fer til heilbrigðismála þar sem uppi eru margar áskoranir. Fráfarandi ríkisstjórn hefur gripið til alls konar aðgerða á síðustu sjö árum. Enn er hins vegar kvartað undan manneklu og þrengslum á spítulunum. Á Landsspítalanum væri til að mynda stór hópur eldra fólks sem ætti frekar að vera á hjúkrunarheimilum. En það er líka tekist á um rekstrarformið í heilbrigðiskerfinu þar sem ákveðin einkavæðing hefur átt sér stað. Hvernig ætlar Samfylkingin að svara þessum áskorunum, á bara að dæla meiru fé í kerfið? „Þetta snýst auðvitað ekki bara um peninga. Þetta snýst líka um hvar peningarnir eru nýttir. Við fórum í mjög umfangsmikla vinnu sem endaði í útspili sem heitir Örugg skref í heilbrigismálum,“ segir Kristrún. „Þar sem við fórum og töluðum við fólk hringinn í kring um landið sem hefur reynslu af heilbrigðiskerfinu.“ Mikilvægt að gera umbætur á heilbrigðiskerfinu Rætt hafi verið við fjölda sérfræðinga um væntingar og þrár sem byggðar væru á gildum jafnaðarmanna. Vegna þess að flokkurinn vildi ekki vera að lofa upp í ermina á sér hlutum sem annað hvort gengju ekki upp eða tækju miklu lengri tíma. „En það sem kom mér mest á óvart í þessari vinnu er að þorri fólks er ekki að biðja um flókna hluti. Fólk er að biðja um tíma á heilsugæslu, fá fastan heimilislækni, einhvern sem þekkir það og gefur því tengingu við kerfið. Fólk er að biðja um að aldraðir foreldrar þeirra eyði ekki síðustu vikum sínum eða mánuðum einmitt inni á spítalagangi.“ Fólk áttaði sig vel á að þetta væri ekki einfalt úrlausnarefni. „En við verðum líka að tala um að þetta snýst ekki bara um rekstrarform. Einkavæðing er ekki lausn í sjálfu sér. Hluti af kerfinu er einkavæddur í dag og gengur bara fínt. En einkareksturinn er greiddur með almannafé og þeir sem halda því fram að rekstrarformið sé aðalatriðið eru bara að segja hálfa söguna,“ segir Kristrún. Tugir milljarða færu í einkarekstur í heilbrigðiskerfinu í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Það gengi ágætlega þar sem þjónustan væri vel skilgreind. Þar sem fylgst væri með því sem verið væri að kaupa. Annars staðar í kerfnu væri eftirlitið lélegt og illa farið með fé. Þannig að vega þyrfti og meta hvað hentaði til einkareksturs og hvað ekki. „Síðan verðum við líka að horfast í augu við að mesta sóunin sem er í heilbrigðiskerfinu er vegna vanfjárfestingar í innviðum kerfisins. Taktu sjúkraskrárkerfið til dæmis. Þetta er tæknilausn sem er úr sér gengin. Fólk er að eyða allt of miklum tíma í skriffinnsku, vottorðagerð og fleira. Við erum með tölur sem sýna að fimmtíu prósent af tíma heilbrigðisstarfsfólks fer í að vera í samskiptum við hvert annað í stað þess að tala beint við fólk og vera í klínískri vinnu.” Þetta mætti rekja til lélegra innviða. Stafvæðingin væri lítil. Allt of lítið hafi verið byggt af hjúkrunarrýmum sem myndu losa um á dýrustu rýmum heilbrigðiskerfisins. Kristrún segir að sparað hafi verið í viðhaldi og uppbyggingu innviða og einblínt á skyndilausnir í heilbrigðiskerfinu.Vísir/Vilhelm „Vegna þess að það hefur verið sparað í fjárfestingu til að láta hlutina ganga upp innan ársins. Á sama tíma er rekstrarkostnaðurinn að rjúka upp. Þannig að stundum þarf að eyða peningum til að spara þá og það þarf að vera til plan til að draga úr rekstrarútgjöldunum.“ Langstærsti útgjaldaliður heilbrigðiskerfisns er launakostnaður og þúsundir manna vinna í heilbrigðiskerfinu. Mönnunarvandinn verður væntanlega ekki leystur án frekari ráðninga og leið leið meiri útgjöldum? Búum í breyttu samfélagi „Já og nei. Auðvitað er það þannig að við verðum að horfast í augu við að við búum í breyttu samfélagi. Við gerum aðrar kröfur til þjónustunnar. Krefjumst þess að fá ákveðna tegund af þjónustu sem fólki fannst ekki sjálfgefið fyrir tiu til tuttugu árum. Við erum líka með ungt fólk sem er að taka til starfa í þessu kerfi sem vill öðruvísi lífsgæði. Er ekki til í að vinna eins mikið móðir mín til dæmis sem var heimilislæknir og vann á bráðamóttökunni meirihlutann af sínu lífi,“ segir Kristrún. Það fylgdi velsældinni að fólk vildi meiri frítíma. En þarf þá ekki að ráða fleiri og þar með greiða meiri laun? „Það þarf að gera það í þessu tilviki en það þýðir ekki að við getum ekki sparað í kerfinu. Það er fimmfalt dýrara að vera með eldri einstakling í legurými á Landsspítalanum háskólasjúkrahúsi en á hjúkrunarheimili. Það að við höfum skorið við nögl þegar kemur að því að byggja upp hjúkrunarheimili hefur kostað okkur stórkostlega peninga. Þannig að það er hægt að spara mjög víða í kerfinu.“ Það þurfi hins vegar að vera með áætlanir í stað þess að slengja fram 700 milljónum hér og hundrað milljónum þar til að skera niður biðlista. „Það þarf að taka á fyrsta stigs þjónustunni sem er að allir fái heimilislækni.“ Hvernig á að leysa það? „Það þarf til að mynda að fjárfesta í heilsugæslunni, í heimilislæknanáminu. Í dag er það þannig að sérnám í heimilislækningum er vanfjármagnað af ríkinu sem gerir það að verkum að það er erfitt fyrir marga að sækja það nám. Það hefur gengið betur að komast af stað með það en það þarf að standa sig enn betur í því. Það þarf að gefa þessu tíma. Þetta mun taka um átta ár í viðbót að reyna að koma þessu á réttan kjöl,“ segir Kristrún. Setja umönun aldraðra í forgang Það væri hins vegar hægt að byrja á því að forgangsraða fólki með króníska sjúkdóma. Fólki sem væri komið yfir 55 ára aldur eða sextugt. „Við erum með plan í þessum málum og höfum lagt það jög skýrt fram í Öruggum skrefum.“ Í tíð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur voru gerðar breytingar og áhersla lögð á að fyrsti viðkomustaður allra sem þörfnuðust heilbrigðisþjónustu væri heilsugæslan. Þar ættu að vera til staðar heimilislæknar, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður og sálfræðingar. Engu að síður gengur fólki mjög illa að komast að hjá heimilslæknum sem getur tekið marga mánuði. „Þetta er mjög alvarlegt vegna þess að það liggur fyrir að það er miklu líklegra að þú lendir í bráðainnlögn eða þú þróir með þér veikindi eða sjúkdóm sem krefst miklu flóknari þjónustu niður kerfið ef þú ert ekki með heimilislækni sem þekkir þig. Sem þekkir þína sjúkrasögu og getur gripið inn í á réttum tíma. Þetta á sérstaklega við um fólk sem er á seinni árum lífs síns vegna þess að sú þjónusta verður alltaf dýrar og dýrari.“ Þess vegna verið að byrja á að forgangsraða þessum einstaklingum. Til að koma í veg fyrir að þeir endi á bráðamóttökunni og festist þar,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Kristrún segir ekki standa til að hækka skatta á milllistéttina og almennt launafólk. Hins vegar eigi að leggja sanngjörn auðlindagjöld á sjávarútveginn, fiskeldið, ferðaþjónustuna og orkuna.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, einn helsti andstæðingur Samfylkingarinnar, segir ykkur ekki hafa neinar aðrar lausnir en skattahækkanir. Þið ætlið að hækka einhverja skatta, hverjir eru það sem þola að taka á sig skattahækkanir? Verðbólguskattur ríkisstjórnarinnar „Það liggur alveg fyrir að Samfylkingin er ekki að fara að hækka skatta á venjulegt vinnandi fólk. Það er bara þannig. Við erum búin að leggja öll okkar plön fram. Við höfum til dæmis bent á að þessi ríkisstjórn hefur staðið fyrir því að venjulegt vinnandi fólk, fyrst og fremst ungt fólk og fólk með miklar skuldir, borgaði fjörutíu milljörðum meira í vaxtagjöld í fyrra en á árinu á undan,“ segir Kristrún. Þetta væri ekkert annað en risavaxinn verðbólguskattur sem ríkisstjórnin hafi lagt á þjóðina. Sérstaklega á ungt fólk og fólk sem væri að stíga sín fyrstu skref til að eignast þak yfir höfuðið. „Þetta er vegna þess að það hefur ekki verið kjarkur, pólitískt þor, til að taka raunverulegar ákvarðanir í efnahagsmálum. Þess vegna verður fyrsta skrefið að að loka þessum halla sem nú stefnir í að vera í níu ár á ríkisrekstrinum. Þetta er hægt að gera með ýmsum hætti.“ Ríkisstjórnin hafi fyrst og fremst verið í vanfjármögnuðum verkefnum. Það væri hægt að hagræða og fara betur með opinbert fé með til að mynda innri endurskoðun hjá ríkinu. En þetta ekki það sama og fráfarandi ríkisstjórn hefur verið að segja, að það væri hægt að fara betur með opinbert fé? „Jú en þau hafa bara ekki gert það. Þau hafa sagt ýmislegt en ekki verið með plan. Þess vegna erum við í þessari stöðu sem við erum núna.“ Samfylkingin væri með áætlanir um að innheimta tekjur með auðlyndagjöldum. „Við erum að tala um sanngjörn, réttlát, auðlindagjöld á sjávarútveg, fiskeldi, ferðaþjónustu og orku. Þetta eru leiðir sem nágrannar okkar á Norðurlöndunum, sérstaklega í Noregi, hafa farið og samfélagsleg sátt er um. Þetta þykir mér frekar sanngjörn leið til að loka þessu verðbólguhvetjandi gati (á fjárlögum). Við erum líka að tala um að hækka fjármagnstekjuskatt um nokkur prósent sem leggst eingöngu á efstu tekjutíundina í landinu. Fólk sem hefur það einna best.“ Flokkurinn væri með útfærslur sem tryggðu að fólk sem væri með umfram sparnað, eins og margt eldra fólk, muni ekki líða fyrir þessa skattlagningu. Mikil vinna hafi verið lögð í þessa vinnu. Þannig að millistéttin, verkakonur og verkakallar væru ekki að fara að borga hærri skatta? „Þetta fólk er ekki að fara að borga hærri skatta. Langmesta skattahækkunin sem hefur verið lögð á þennan hóp er þessi blessaði verðbólguskattur. Sem hefur orðið til vegna þess að embættismenn, ókjörnir embættismenn í Seðlabankanum, hafa tekið að sér að stýra þjóðarbúinu á meðan ríkisstjórnin hefur setið til hliðar,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Það væri þeirra ákvörðun að dreifa byrðunum með þessum hætti. Þörf á tiltekt í virkjanaferlinu Eitt af því sem rifist var um í ríkisstjórninni sem er að fara frá eru orkumálin. Hvar stendur Samfylkingin varðandi frekari virkjanir. Þarf að virkja meira fyrir atvinnulíf framtíðarinnar? „Við höfum talað um að það sé ekkert óeðlilegt að fara í hóflega aukningu á orkuöflun. Þarna erum við bara að tala um aðgerðir og virkjanir sem eru innan núverandi rammaáætlunar. Samfylkingin kom auðvitað að upprunalega utanumhaldinu þegar kemur að rammanum og virðir niðurstöður í því.“ Vandamálið hafi verið ferlið sem taki við eftir að rammaáætlun ljúki. Það hafi verið allt of svifaseint. „Það er mjög eðlilegt að nærsamfélög, einstaklingar og fólk út um allt land, fái að segja sína skoðun á einstaka virkjanakostum. En það þarf að vera skipulag á því og það þurfa að vera einhverjir tímafrestir. Vegna þess að það kostar líka þegar ferlið er orðið mjög tímafrekt.“ Þannig að þú er sammála Guðlaugi Þór um að það þurfi að taka til í þessu ferli? „Það þarf að taka til í þessu ferli. Auðvitað er ekki eðlilegt að það taki fimmtán til. Tuttugu ár að koma einum virkjanakosti í gegn. Ég held að allir geti verið sammála um það. Fólk vill þá ekki hafa kostinn, þá er betra heima setið en farið af stað. Vegna þess að þetta sóar auðvitað tíma og fjármunum allra.“ Það skipti hins vegar máli hvernig hlutirnir væru gerðir. „Það þarf bara að taka ákvarðanir. Við höfum verið föst í einhverju aðgerðaleysi þar sem verið er að skipa þvílíkt mikið af nefndum og stýrihópum. Okkur og ykkur á fjölmiðlum er að berast endalausar fréttatilkynningar um að ráðuneytisstjórar séu komnir í einhver hóp að skoða málin. Okkur er farið að berast fréttatilkynningar um að fólk sé að vinna vinnuna sína. Eitthvað þarf að fara að gerast í íslensku samfélagi og það þarf auðvitað að stuðla að aukini verðmætasköpun ef við ætlum að styðja við velferðarkerfið okkar,“ sagði Kristrún í Samtalinu. Til þess þurfi í einhverjum tilvikum að afla orku. Eftir að Kristrún tók við formennsku í Samfylkingunni árið 2022 fór hún um landið og boðaði opna fundi, að sögn til að hlusta á fólkið í landinu. Hún fór einnig í heimsóknir til systurflokka Samfylkingarinnar á Norðurlöndunum og víðar. Allt eða ekkert í útlendingamálum Sumir segja að þú hafir heimsótt danska jafnaðarmenn og komið til baka með stefnu Mette Fredriksen í útlendingamálum sem felist í því að hleypa engum hælisleitendum til landsins. Er þetta stefna Samfylkingarinnar? Kristrún segir mikinn hagvöxt undanfarin ár hafa verið rekinn áfram af miklum innflutningi vinnuafls.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrlega mjög mikil einföldun í umræðunni og ég verð að segja að þetta er kannski nákvæmlega það sem er að í umræðunni um útlendingamál. Það er ýmist í ökla eða eyra. Allt eða ekkert. Stærsta áskorunin í útlendingamálum í dag er að við höfum verið að reka atvinnustefnu sem hefur verið ofboðslega vinnuaflsfrek,“ segir Kristrún. Meirihlutinn af fólki af erlendum uppruna á Íslandi hafi komið hingað frá ríkjum Evrópusambandsins, innan EES-svæðisins. „Við höfum bara gert ráð fyrir að þetta fólk hafi ekki tilfinningar, hafi ekki þarfir. Þurfi ekki að búa einhvers staðar, þurfi ekki að nýta heilbrigðisþjónustu. Fólk hefur auðvitað fundið fyrir þessu. Hagvöxturinn hérna hefur fyrst og fremst verið rekinn áfram af fólksfjölgun,“ segir Kristrún. Að auki kæmi hingað fólk í gegnum hælisleitendakerfið. „Og við hljótum öll að geta tekið krítíska umræðu um hvernig þær stofnanir sem fara með það ferli eru fjármagnaðar. Hvort það sé einhver einhvers staðar að misnota kerfið eða ekki nota það á réttum forsendum. Og hvort við séum í stakk búin til að taka á móti öllum þeim sem sækja hér um hæli. Vegna þess að við vitum það vel að ef við gerum þetta illa sköpum við vandamál, líka fyrir alla þá sem hingað koma og treysta á þetta samfélag,“ segir Kristrún. Fráfarandi forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafa sagt að þau vilji fara svipaða leið og Danir. Þar er stefnan að enginn mæti til Danmerkur til að sækja þar um hæli heldur sæki fólk um í þar til gerðum búðum í nágrenni átaka- og hamfarasvæða. Þá ætti að setja upp lokað búsetuúrræði fyrir þá sem engu að síður komi og þá sem hafa fengið synjun og ættu að yfirgefa landið. Vilt þú fara þessa leið? „það hefur alltaf verið stefna Samfylkingarinnar og áhersla víða í málefnum flóttafólks að það sé tekið á móti kvótaflóttafólki. Að það sé tryggt að hópur fólks sem er í mestri neyð um allan heim fái vísa leið til að leita hælis hér á landi. Við höfum hins vegar verið í þeirri stöðu eins og mörg önnur lönd að vera ekki að taka á móti neinu kvótaflóttafólki vegna þess að það eru svo margir sem hafa komið beint að landamærum Íslands.“ Þetta væri algerlega sér umræða og það ætti að taka það mjög alvarlega að íslendingar væru í þeirri stöðu að geta ekki sinnt þessum hópi. „Það breytir því ekki að við erum auðvitað með alþjóðlegar skuldbindingar og fólk á rétt á að sækja hér um hæli,“ segir Kristrún. „Ég er ekki bara að tala hér eitthvað upp úr mér. Er búin að heimsækja fjöldan allan af fólki sem vinnur við þessi úrræði. Meðal annars lögregluna á Suðurnesjum og fólk sem vinnur í landamæraeftirlitinu og ég veit vel að þau hafa miklar áhyggjur af því að ekki er til samræmd móttökumiðstöð fyrir fólk sem hingað kemur. Þegar fólk kemur og sækir um hæli er nánast það fyrsta sem gert er að það er sent með leigubíl í Domus til að fara í einhvers konar móttökuferli. Sem því miður hefur ekki gefist nógu vel,“ segir Kristrún. Þetta hafi ekkert með það að gera að vilja stoppa fólk eða fara illa með það. Það hafi einfaldlega ekki verið fjárfest í ábyrgum kefum til að taka á móti flóttafólki. Staðan á Íslandi nú væri hins vegar ekki sú sama og hún var í Danmörku þegar jafnaðarfólk þar tók sínar ákvarðanir. Kristrún segir mestu frjálshyggjuna felast í því að flytja inn mikinn fjölda af fólki en gera ekki ráð fyrir að þetta fólk þurfi húsnæði og þjónustu.Vísir/Vilhelm „Það hefur verið mikil umræða um flóttafólk á undanförnum árum, fyrst og fremst vegna þess að öllu hefur verið ruglað saman,“ segir Kristrún.Fólk sjái breytt samfélag fyrst og fremst vegna þess að vinnumarkaðurinn hafi tekið stórkostlegum breytingum og ekki hafi verið vilji til að ræða það sem keyrir áfram hagvöxtinn. Frjálshyggja í innflutningi á vinnuafli „Vegna þess að þar er langmesta frjálshyggjan. Að segja bara; það skiptir engu máli hvernig við gerum þetta. Fáum bara eitthvað fólk hingað inn og pælum ekkert í hvort það er partur af samfélaginu. Látum þau bara vinna vinnuna og segjum síðan bless.“ Hvað hælisleitendur varði hafi stjórnvöld farið í breytingar til að mynda varðandi móttöku fólks frá Úkraínu. Ísland hafi verið meðal fárra ríkja, ef einhverra, sem hafi opnað skilyrðislaust fyrir fólk frá Venesuela. „Ákveða síðan að snúa þeirri ákvörðun við. Láta fólk hírast hér í langan tíma á kostnað ríkisins og að lokum er þetta fólk sent úr landi með réttmætar væntingar um að fá að vera hérna. Þetta er fyrst og fremst ástæðan fyrir þeim mikla kostnaði sem hefur skapast hér á landi. Síðan þá, vil ég bara gefa þeim í ríkisstjórninni kredit, hefur orðið mikil breyting á. Það hefur hægt verulega á þeim umsóknum sem hafa komið hingað. Þannig að þessi aðkallandi vandi hefur breyst.“ Ertu með einhverja óska samstarfsflokka í ríkisstjórn? „Við viljum auðvitað að þetta plan sem við erum að leggja fram og höfum verið að leggja fram á undanförnum tveimur árum og síðast í gær í húsnæðismálum, fái brautargengi.“ Viltu verða forsætisráðherra? „Samfylkingin er að bjóða sig fram til forystu. Það liggur alveg fyrir. Við erum að reyna að fá mjög sterkt umboð.“ Hún sem formaður væri forsætisráðherraefni flokksins en væri engu að síður ekki fyrst og fremst að hugsa um embætti. „Ég er að hugsa um að nú erum við á algjörum krossgötum í íslensku samfélagi og ég finn það hjá langflestum sem ég tala við að fólk þráir breytingar.“ Samfylkingin væri með plan til að keyra þessar breytingar áfram. „Nú þurfum við umboð til að klára verkið. Það er auðvitað í höndum þjóðarinnar og maður verður bara að vera auðmjúkur gagnvart því,“ sagði Kristrún Frostadóttir í Samtalinu á Stöð 2 á fimmtudagskvöld.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Samtalið Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Þakklát fyrir að missa ekki sjónina síðar á ævinni Inga Sæland formaður og stofnandi Flokks fólksins gerir lítið úr væringum innan flokksins nú þegar hún leiðir hann í fjórða sinn í kosningum til Alþingis. Tveir áberandi þingmenn í forystu flokksins, Tómas A. Tómasson í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jakob Frímann Magnússon í Norðausturkjördæmi, fengu ekki brautargengi til að leiða flokkinn í kjördæmum sínum. 26. október 2024 08:02 Formaður Framsóknar segir ríkisstjórnina hafa talað sjálfa sig niður Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lagt sjálfan sig að veði í komandi alþingiskosningum með því að taka annað sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þar með baráttusætið því flokkurinn hefur ekki mælst með mann inni úr kjördæminu í nýjustu könnunum. 19. október 2024 08:02 Íslendingar eiga ekki að aðlaga sig innflytjendum heldur öfugt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að vogunarsjóðir hafi hótað honum þegar hann var forsætisráðherra vegna þess að hann vildi láta sjóðina taka skellinn af falli íslensku bankanna. 10. október 2024 22:02 Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn. 5. október 2024 08:00 Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01 Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Sjá meira
Þakklát fyrir að missa ekki sjónina síðar á ævinni Inga Sæland formaður og stofnandi Flokks fólksins gerir lítið úr væringum innan flokksins nú þegar hún leiðir hann í fjórða sinn í kosningum til Alþingis. Tveir áberandi þingmenn í forystu flokksins, Tómas A. Tómasson í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jakob Frímann Magnússon í Norðausturkjördæmi, fengu ekki brautargengi til að leiða flokkinn í kjördæmum sínum. 26. október 2024 08:02
Formaður Framsóknar segir ríkisstjórnina hafa talað sjálfa sig niður Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lagt sjálfan sig að veði í komandi alþingiskosningum með því að taka annað sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þar með baráttusætið því flokkurinn hefur ekki mælst með mann inni úr kjördæminu í nýjustu könnunum. 19. október 2024 08:02
Íslendingar eiga ekki að aðlaga sig innflytjendum heldur öfugt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að vogunarsjóðir hafi hótað honum þegar hann var forsætisráðherra vegna þess að hann vildi láta sjóðina taka skellinn af falli íslensku bankanna. 10. október 2024 22:02
Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn. 5. október 2024 08:00
Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01
Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00