CCP kynnir nýjan leik til sögunnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. október 2024 17:30 Leikurinn var kynntur á EVE Fanfest í fyrra. Aðsend Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur gefið út nýjan farsímaleik. Leikurinn ber nafnið EVE Galaxy Conquest og tilheyrir EVE-leikjaheim fyrirtækisins. Leikurinn var fyrst kynntur á EVE Fanfest í fyrra og hefur hann nú verið gefinn út fyrir bæði Apple- og Android-síma og -spjaldtölvur. Kynningarstiklu fyrir leikinn má sjá hér að neðan. Fram kemur í fréttatilkynningu frá CCP að leikurinn hafi verið þróaður á starfsstöð CCP í Sjanghæ og að hann gerist í sama söguheimi EVE Online, fyrsta og frægasta tölvuleik CCP sem leit dagsins ljós árið 2003. Þó er engin bein tenging á milli leikjanna tveggja. „Sjálfstæð leikjaupplifun Galaxy Conquest býður upp á nýja tengingu við EVE leikjaheiminn í gegnum farsíma. Leikurinn gengur út á hraðvirka atburðarrás þar sem þátttakendur geta náð völdum og árangri með stjórnun auðlinda, diplómatíu og stríðsátökum,“ segir í tilkynningu frá CCP. CCP var stofnað í Reykjavík árið 1997 en er einnig starfrækt í Lundúnum og Sjanghæ. Hjá CCP starfa 432 starfsmenn frá 29 löndum, þar af um þrjú hundruð á Íslandi. Leikjavísir Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Leikurinn var fyrst kynntur á EVE Fanfest í fyrra og hefur hann nú verið gefinn út fyrir bæði Apple- og Android-síma og -spjaldtölvur. Kynningarstiklu fyrir leikinn má sjá hér að neðan. Fram kemur í fréttatilkynningu frá CCP að leikurinn hafi verið þróaður á starfsstöð CCP í Sjanghæ og að hann gerist í sama söguheimi EVE Online, fyrsta og frægasta tölvuleik CCP sem leit dagsins ljós árið 2003. Þó er engin bein tenging á milli leikjanna tveggja. „Sjálfstæð leikjaupplifun Galaxy Conquest býður upp á nýja tengingu við EVE leikjaheiminn í gegnum farsíma. Leikurinn gengur út á hraðvirka atburðarrás þar sem þátttakendur geta náð völdum og árangri með stjórnun auðlinda, diplómatíu og stríðsátökum,“ segir í tilkynningu frá CCP. CCP var stofnað í Reykjavík árið 1997 en er einnig starfrækt í Lundúnum og Sjanghæ. Hjá CCP starfa 432 starfsmenn frá 29 löndum, þar af um þrjú hundruð á Íslandi.
Leikjavísir Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira