Sport

Enginn verð­launa­hafi í fyrra á meðal kepp­enda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hér má sjá þau sem komust á verðlaunapallinn á Íslandsmeistaramótinu í CrossFit í fyrra.
Hér má sjá þau sem komust á verðlaunapallinn á Íslandsmeistaramótinu í CrossFit í fyrra. @crossfit.iceland

Það verður algjör endurnýjun á fólkinu á verðlaunapallinum í bæði karla- og kvennaflokki á Íslandsmeistaramótinu í CrossFit sem fer fram næstu daga og lýkur um helgina.

Íslandsmeistararnir Bergrós Björnsdóttir og Bjarni Leifs Kjartansson eru ekki á keppendalistanum sem birtur var hjá CrossFit á Íslandi.

Keppnin hefst í kvöld og stendur yfir fram á laugardaginn.

Það vantar líka silfurhafa og bronshafa hjá báðum kynjum frá því á Íslandsmeistaramótinu í fyrra.

Guðbjörg Valdimarsdóttir varð í öðru sæti í fyrra og Íslandsmeistari árið áður. Hún er ekki með ekki frekar en Helena Pétursdóttir sem varð í þriðja sætinu í fyrra.

Hjá körlunum eru heldur ekki með þeir Frederik Ægidius og Carlos Fernandez sem urðu í öðru og þriðja sætinu í fyrra.

Þetta er því frábært tækifæri fyrir nýtt fólk að komast í verðlaunasætin.

Fyrsti keppnisdagurinn er í dag en fyrsta greinin byrjar klukkan 18.00 en keppnin fer fram í CrossFit Reykjavík fyrir utan eina grein sem fer fram í Heiðmörkinni á laugardagsmorguninn.

Hér fyrir neðan má sjá upplýsingar um keppnina eins og keppnisdagskrá og keppendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×