Ár frá andláti Ibrahims: „Hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring“ Kristín Ólafsdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 30. október 2024 19:57 Fjölskylda Ibrahims ætlar að halda minningu hans á lofti um ókomna tíð. Fjölmenni kom saman í Hafnarfirði síðdegis í dag til minningar um Ibrahim Shah, átta ára dreng sem lést þegar steypubíl var ekið yfir hann á leið heim af fótboltaæfingu. Í dag, 30. október, er nákvæmlega ár frá slysinu. Nokkur hundruð manns komu saman í dag fyrir utan Haukaheimilið í Hafnarfirði, þar sem Ibrahim æfði fótbolta. Viðstaddir gengu sömu leið og Ibrahim var vanur að ganga heim af æfingum og numu staðar við slysstaðinn, á iðnaðarsvæði við Ásvallalaug. Þar var haldin minningarstund þar sem fólk lagði kerti og blóm á götuna í mikilli kyrrð. Í Haukaheimili ávörpuðu foreldrar Ibrahims viðstadda. Slíkt hið sama gerðu vinir hans og bekkjarfélagar sem töluðu um hvað Ibrahim hafi verið góður, kurteis og góður vinur. Góður í fótbolta, fyndinn og sagt fyndna brandara. Samar E. Zahida systir Ibrahim varð meyr við að sjá fjölmennið á minningarathöfninni. „Hann var elskaður. Þetta er búið að vera fallegt. Ég veit að hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring,“ sagði Samar sem ræddi við fréttastofu að lokinni athöfninni. „Þetta var hugmyndin hennar mömmu. Hún vildi endurtaka daginn hans Ibrahim. Hann hafði komið á æfingu og hún kláraðist klukkan fimm. Þá hjólar hann þessa leið þegar hann verður fyrir steypubílnum. Okkur langaði að heiðra minningu hans á þessum stað.“ Ibrahim hafði mjög gaman af því að spila fótbolta. Hún er þakklát fyrir stuðninginn. „Ég get alveg sagt það að ég þekki ekki allt þetta fólk. Það er mjög fallegt að sjá hversu margir hafa fundið til og hvað þetta hefur snert marga. Þau komu hingað til að standa með okkur. Maður getur ekki beðið um betra bakland.“ Sheikh Aamir, faðir Ibrahims og eigandi veitingastaðarins Shalimar, ræddi sömuleiðis við fréttastofu þann 9. janúar síðastliðinn, þegar Ibrahim hefði orðið níu ára. Þá ákváðu foreldrar hans að bjóða upp á uppáhaldsrétti Ibrahim á sérstöku verði. Ibrahim langaði að starfa á veitingastað foreldra sinna þegar hann yrði eldri. „Þetta hefur verið mjög erfitt. Ég veit ekki hvernig maður á að útskýra þetta. Mjög þungt. Ég hef ekkert verið að vinna. Ég er bara hér í dag til að hjálpa. Það er of erfitt að gera hvað sem er. Ég elska hann svo mikið,“ sagði Sheikh. Frá minningarstundinni.vísir/sigurjón Kveikt var á kertum til minningar um Ibrahim.vísir/sigurjón Banaslys á Ásvöllum Hafnarfjörður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Nokkur hundruð manns komu saman í dag fyrir utan Haukaheimilið í Hafnarfirði, þar sem Ibrahim æfði fótbolta. Viðstaddir gengu sömu leið og Ibrahim var vanur að ganga heim af æfingum og numu staðar við slysstaðinn, á iðnaðarsvæði við Ásvallalaug. Þar var haldin minningarstund þar sem fólk lagði kerti og blóm á götuna í mikilli kyrrð. Í Haukaheimili ávörpuðu foreldrar Ibrahims viðstadda. Slíkt hið sama gerðu vinir hans og bekkjarfélagar sem töluðu um hvað Ibrahim hafi verið góður, kurteis og góður vinur. Góður í fótbolta, fyndinn og sagt fyndna brandara. Samar E. Zahida systir Ibrahim varð meyr við að sjá fjölmennið á minningarathöfninni. „Hann var elskaður. Þetta er búið að vera fallegt. Ég veit að hann er með okkur í hjarta og alls staðar í kring,“ sagði Samar sem ræddi við fréttastofu að lokinni athöfninni. „Þetta var hugmyndin hennar mömmu. Hún vildi endurtaka daginn hans Ibrahim. Hann hafði komið á æfingu og hún kláraðist klukkan fimm. Þá hjólar hann þessa leið þegar hann verður fyrir steypubílnum. Okkur langaði að heiðra minningu hans á þessum stað.“ Ibrahim hafði mjög gaman af því að spila fótbolta. Hún er þakklát fyrir stuðninginn. „Ég get alveg sagt það að ég þekki ekki allt þetta fólk. Það er mjög fallegt að sjá hversu margir hafa fundið til og hvað þetta hefur snert marga. Þau komu hingað til að standa með okkur. Maður getur ekki beðið um betra bakland.“ Sheikh Aamir, faðir Ibrahims og eigandi veitingastaðarins Shalimar, ræddi sömuleiðis við fréttastofu þann 9. janúar síðastliðinn, þegar Ibrahim hefði orðið níu ára. Þá ákváðu foreldrar hans að bjóða upp á uppáhaldsrétti Ibrahim á sérstöku verði. Ibrahim langaði að starfa á veitingastað foreldra sinna þegar hann yrði eldri. „Þetta hefur verið mjög erfitt. Ég veit ekki hvernig maður á að útskýra þetta. Mjög þungt. Ég hef ekkert verið að vinna. Ég er bara hér í dag til að hjálpa. Það er of erfitt að gera hvað sem er. Ég elska hann svo mikið,“ sagði Sheikh. Frá minningarstundinni.vísir/sigurjón Kveikt var á kertum til minningar um Ibrahim.vísir/sigurjón
Banaslys á Ásvöllum Hafnarfjörður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira