Scholes segir að Amorim minni sig á Ten Hag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. október 2024 12:02 Rúben Amorim hefur gert góða hluti með Sporting undanfarin fjögur ár. getty/Gualter Fatia Paul Scholes, einn leikja- og markahæsti leikmaður í sögu Manchester United, er ekki alveg sannfærður um ágæti Rúbens Amorim sem félagið vill fá sem næsta knattspyrnustjóra. United er í stjóraleit eftir að Erik ten Hag var látinn taka pokann sinn á mánudaginn. Amorim, sem hefur stýrt Sporting í Portúgal síðan 2020, er efstur á blaði forráðamanna United og félagið hefur sett sig í samband við Sporting. United ku vera tilbúið að greiða tíu milljóna evra riftunarákvæði í samningi Amorims við Sporting. Scholes finnst umræðan um Amorim og væntanlega ráðningu hans minna á þegar Ten Hag var ráðinn stjóri United fyrir tveimur árum. „Ég er sammála um Rúben Amorim. Umtalið minnir um margt á Erik ten Hag,“ sagði Scholes í The Overlap á Sky. „Við á Englandi horfum ekki mikið á portúgalskan fótbolta svo við vitum ekki mikið. Við höfum séð þá smá í Evrópukeppni og allt sem við höfum heyrt er gott - spennandi fótbolti, þrír í vörn og halda boltanum - eitthvað sem United gerir ekki. Ef hann kemur inn og innleiðir þetta gæti það verið spennandi,“ sagði Scholes við. Staðfesti áhuga United Amorim tjáði sig aðeins um áhuga United eftir leik Sporting og Nacional í portúgalska deildabikarnum í gær. „Það er áhugi frá Manchester United en þetta er og þarf að vera mín ákvörðun. Áður en allt er komið á hreint þá mun ég ekki ræða þetta. Ég hef ekkert að segja,“ sagði Amorim meðal annars. „Ég geri bara það sem ég vil gera og hef alltaf gert. Það er félag sem er áhugasamt og hefur haft samband við klúbbinn. Þeir eru tilbúnir að kaupa mig út úr samningi mínum hér. Ég stjórna ekki því. Við sjáum til hvað gerist á næstu dögun. Mín einbeiting er á það að undirbúa liðið mitt fyrir leikinn á móti Estreia Armadora á föstudaginn,“ sagði bætti Portúgalinn við. Amorim tók við Sporting í mars 2020. Undir hans stjórn hefur liðið unnið portúgalska meistaratitilinn í tvígang og deildabikarinn tvisvar. Hann stýrði Braga einnig til sigurs í deildabikarnum skömmu áður en hann tók við Sporting. Amorim stýrði Braga aðeins í þrettán leikjum en það var nóg til að heilla forráðamenn Sporting. Ruud van Nistelrooy, sem var aðstoðarmaður Ten Hags, stýrir United gegn Leicester City í 4. umferð enska deildabikarsins í kvöld. Enski boltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu Sjá meira
United er í stjóraleit eftir að Erik ten Hag var látinn taka pokann sinn á mánudaginn. Amorim, sem hefur stýrt Sporting í Portúgal síðan 2020, er efstur á blaði forráðamanna United og félagið hefur sett sig í samband við Sporting. United ku vera tilbúið að greiða tíu milljóna evra riftunarákvæði í samningi Amorims við Sporting. Scholes finnst umræðan um Amorim og væntanlega ráðningu hans minna á þegar Ten Hag var ráðinn stjóri United fyrir tveimur árum. „Ég er sammála um Rúben Amorim. Umtalið minnir um margt á Erik ten Hag,“ sagði Scholes í The Overlap á Sky. „Við á Englandi horfum ekki mikið á portúgalskan fótbolta svo við vitum ekki mikið. Við höfum séð þá smá í Evrópukeppni og allt sem við höfum heyrt er gott - spennandi fótbolti, þrír í vörn og halda boltanum - eitthvað sem United gerir ekki. Ef hann kemur inn og innleiðir þetta gæti það verið spennandi,“ sagði Scholes við. Staðfesti áhuga United Amorim tjáði sig aðeins um áhuga United eftir leik Sporting og Nacional í portúgalska deildabikarnum í gær. „Það er áhugi frá Manchester United en þetta er og þarf að vera mín ákvörðun. Áður en allt er komið á hreint þá mun ég ekki ræða þetta. Ég hef ekkert að segja,“ sagði Amorim meðal annars. „Ég geri bara það sem ég vil gera og hef alltaf gert. Það er félag sem er áhugasamt og hefur haft samband við klúbbinn. Þeir eru tilbúnir að kaupa mig út úr samningi mínum hér. Ég stjórna ekki því. Við sjáum til hvað gerist á næstu dögun. Mín einbeiting er á það að undirbúa liðið mitt fyrir leikinn á móti Estreia Armadora á föstudaginn,“ sagði bætti Portúgalinn við. Amorim tók við Sporting í mars 2020. Undir hans stjórn hefur liðið unnið portúgalska meistaratitilinn í tvígang og deildabikarinn tvisvar. Hann stýrði Braga einnig til sigurs í deildabikarnum skömmu áður en hann tók við Sporting. Amorim stýrði Braga aðeins í þrettán leikjum en það var nóg til að heilla forráðamenn Sporting. Ruud van Nistelrooy, sem var aðstoðarmaður Ten Hags, stýrir United gegn Leicester City í 4. umferð enska deildabikarsins í kvöld.
Enski boltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu Sjá meira