Scholes segir að Amorim minni sig á Ten Hag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. október 2024 12:02 Rúben Amorim hefur gert góða hluti með Sporting undanfarin fjögur ár. getty/Gualter Fatia Paul Scholes, einn leikja- og markahæsti leikmaður í sögu Manchester United, er ekki alveg sannfærður um ágæti Rúbens Amorim sem félagið vill fá sem næsta knattspyrnustjóra. United er í stjóraleit eftir að Erik ten Hag var látinn taka pokann sinn á mánudaginn. Amorim, sem hefur stýrt Sporting í Portúgal síðan 2020, er efstur á blaði forráðamanna United og félagið hefur sett sig í samband við Sporting. United ku vera tilbúið að greiða tíu milljóna evra riftunarákvæði í samningi Amorims við Sporting. Scholes finnst umræðan um Amorim og væntanlega ráðningu hans minna á þegar Ten Hag var ráðinn stjóri United fyrir tveimur árum. „Ég er sammála um Rúben Amorim. Umtalið minnir um margt á Erik ten Hag,“ sagði Scholes í The Overlap á Sky. „Við á Englandi horfum ekki mikið á portúgalskan fótbolta svo við vitum ekki mikið. Við höfum séð þá smá í Evrópukeppni og allt sem við höfum heyrt er gott - spennandi fótbolti, þrír í vörn og halda boltanum - eitthvað sem United gerir ekki. Ef hann kemur inn og innleiðir þetta gæti það verið spennandi,“ sagði Scholes við. Staðfesti áhuga United Amorim tjáði sig aðeins um áhuga United eftir leik Sporting og Nacional í portúgalska deildabikarnum í gær. „Það er áhugi frá Manchester United en þetta er og þarf að vera mín ákvörðun. Áður en allt er komið á hreint þá mun ég ekki ræða þetta. Ég hef ekkert að segja,“ sagði Amorim meðal annars. „Ég geri bara það sem ég vil gera og hef alltaf gert. Það er félag sem er áhugasamt og hefur haft samband við klúbbinn. Þeir eru tilbúnir að kaupa mig út úr samningi mínum hér. Ég stjórna ekki því. Við sjáum til hvað gerist á næstu dögun. Mín einbeiting er á það að undirbúa liðið mitt fyrir leikinn á móti Estreia Armadora á föstudaginn,“ sagði bætti Portúgalinn við. Amorim tók við Sporting í mars 2020. Undir hans stjórn hefur liðið unnið portúgalska meistaratitilinn í tvígang og deildabikarinn tvisvar. Hann stýrði Braga einnig til sigurs í deildabikarnum skömmu áður en hann tók við Sporting. Amorim stýrði Braga aðeins í þrettán leikjum en það var nóg til að heilla forráðamenn Sporting. Ruud van Nistelrooy, sem var aðstoðarmaður Ten Hags, stýrir United gegn Leicester City í 4. umferð enska deildabikarsins í kvöld. Enski boltinn Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
United er í stjóraleit eftir að Erik ten Hag var látinn taka pokann sinn á mánudaginn. Amorim, sem hefur stýrt Sporting í Portúgal síðan 2020, er efstur á blaði forráðamanna United og félagið hefur sett sig í samband við Sporting. United ku vera tilbúið að greiða tíu milljóna evra riftunarákvæði í samningi Amorims við Sporting. Scholes finnst umræðan um Amorim og væntanlega ráðningu hans minna á þegar Ten Hag var ráðinn stjóri United fyrir tveimur árum. „Ég er sammála um Rúben Amorim. Umtalið minnir um margt á Erik ten Hag,“ sagði Scholes í The Overlap á Sky. „Við á Englandi horfum ekki mikið á portúgalskan fótbolta svo við vitum ekki mikið. Við höfum séð þá smá í Evrópukeppni og allt sem við höfum heyrt er gott - spennandi fótbolti, þrír í vörn og halda boltanum - eitthvað sem United gerir ekki. Ef hann kemur inn og innleiðir þetta gæti það verið spennandi,“ sagði Scholes við. Staðfesti áhuga United Amorim tjáði sig aðeins um áhuga United eftir leik Sporting og Nacional í portúgalska deildabikarnum í gær. „Það er áhugi frá Manchester United en þetta er og þarf að vera mín ákvörðun. Áður en allt er komið á hreint þá mun ég ekki ræða þetta. Ég hef ekkert að segja,“ sagði Amorim meðal annars. „Ég geri bara það sem ég vil gera og hef alltaf gert. Það er félag sem er áhugasamt og hefur haft samband við klúbbinn. Þeir eru tilbúnir að kaupa mig út úr samningi mínum hér. Ég stjórna ekki því. Við sjáum til hvað gerist á næstu dögun. Mín einbeiting er á það að undirbúa liðið mitt fyrir leikinn á móti Estreia Armadora á föstudaginn,“ sagði bætti Portúgalinn við. Amorim tók við Sporting í mars 2020. Undir hans stjórn hefur liðið unnið portúgalska meistaratitilinn í tvígang og deildabikarinn tvisvar. Hann stýrði Braga einnig til sigurs í deildabikarnum skömmu áður en hann tók við Sporting. Amorim stýrði Braga aðeins í þrettán leikjum en það var nóg til að heilla forráðamenn Sporting. Ruud van Nistelrooy, sem var aðstoðarmaður Ten Hags, stýrir United gegn Leicester City í 4. umferð enska deildabikarsins í kvöld.
Enski boltinn Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti