Innlent

Bein út­sending: Vítt og breitt um almannavarnamál

Árni Sæberg skrifar
Ráðstefnan fer fram á Hilton Reykjavík Nordica.
Ráðstefnan fer fram á Hilton Reykjavík Nordica. Vísir/Hanna

Árleg ráðstefna almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra verður haldin í dag á milli klukkan 13:00 og 16:15, á Hilton Reykjavík Nordica. Á ráðstefnunni, sem haldin er í þriðja sinn verður eins og áður fjallað vítt og breitt um almannavarnarmál á Íslandi. Sjá má ráðstefnuna í beinni útsendingu hér á Vísi.

Í tilkynningu um ráðstefnuna segir að farið verði yfir endurbætt lög um almannavarnir og hlutverk og ábyrgð sveitafélaga þegar váin bankar á dyrnar. Hvaða áhrif hamfarir geti haft á börn til lengri tíma og mikilvægi þess að bregðast rétt við.

Einnig verði rætt hvernig loftslagsbreytingar eru byrjaðar að breyta náttúrufari og lífsskilyrðum fólks á Íslandi með vaxandi áskorunum. Allt þetta kalli á viðbrögð, ekki bara viðbragðsaðila heldur yfirvalda og almannavarnarkerfisins eins og það leggur sig. Undir lok dags segji tveir félagar úr lögreglunni frá sinni upplifun frá Flateyri og Súðavík eftir að snjóflóð féllu þar árið 1995 og bera saman við stöðuna í dag.

Öll sem hafa áhuga á almannavarnamálum séu velkomin á ráðstefnuna. Aðgangur sé ókeypis en sætafjöldi takmarkaður og því sé skráning nauðsynleg.

Beina útsendingu frá ráðstefnunni má sjá í spilaranum hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×