Innlent

Reynir að sam­eina starfið á Samstöðinni og fram­boð

Árni Sæberg skrifar
Gunnar Smári leiðir Sósíalista í reykjavíkurkjördæmi norður.
Gunnar Smári leiðir Sósíalista í reykjavíkurkjördæmi norður. Vísir/Arnar

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og Samstöðvarinnar, verður oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Í tilkynningu þess efnis á Facebook segist hann gera það að beiðni Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, formanns kjörstjórnar og pólitísks leiðtoga Sósíalistaflokksins á sviði Alþingis og sveitastjórna. 

Tillaga um það hafi verið borin upp á félagsfundi í gærkvöldi og samþykkt.

„Ég mun reyna að sameina starf mitt á Samstöðinni og framboðið næstu vikur, halda áfram að þjóna samfélaginu með mikilvægri greiningu og umræðu. Samfélag okkar er á tímamótum. Það er óendanlega mikilvægt að okkur takist að breyta stjórnarstefnunni sem hefur skaðað samfélagið illa. Ef okkur tekst ekki að knýja fram breytingar leið mun samfélagið brotna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×