Innherji

Evrópa er að segja að hún verði að fara ís­lensku leiðina í orku­málum

Hörður Ægisson skrifar
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir það vera alrangt að halda því fram að það sé endalaus eftirspurn eftir raforku á Íslandi. „Þeir sem halda því fram hafa þá ekki unnið við að reyna selja raforku, því það er mjög erfitt,“ fullyrti hann.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir það vera alrangt að halda því fram að það sé endalaus eftirspurn eftir raforku á Íslandi. „Þeir sem halda því fram hafa þá ekki unnið við að reyna selja raforku, því það er mjög erfitt,“ fullyrti hann. Vísir/Vilhelm

Ný skýrsla um samkeppnishæfni Evrópu, sem leiddi meðal annars í ljós að sveiflukennt orkuverð er ein helsta ástæða efnahagsvanda álfunnar, undirstrikar að „íslenska leiðin“ með áherslu á langtímasamninga við stórnotendur er forsenda fjárfestinga og öflugs atvinnulífs, að mati forstjóra Landsvirkjunar. Hann telur að umræða um að grípa mögulega inn í tvíhliða samninga milli Landsvirkjunar og stórra viðskiptavina í tengslum við heimildir til endursölu, með því að kippa þeim úr sambandi eða breyta með lagasetningu, endurspegla „ótrúlega skammsýni og algjört þekkingarleysi.“


Tengdar fréttir

Verið að taka úr sam­bandi mikil­væg skila­boð til neyt­enda um raf­orku­skort

Með því að veita ráðherra heimild til að ráðstafa forgangsraforku er verið að draga úr hvatanum til að auka framleiðslu og eins kippa úr sambandi mikilvægum skilaboðum til neytenda um raforkuskort, að sögn varaforseta hagfræðideildar Háskóla Íslands og varaformanns Viðreisnar, sem kallar eftir því að komið sé á skilvirkari samkeppnismarkaði með raforku. Framkvæmdastjóri Samorku líkir framkvæmd rammaáætlunar í dag, sem hann segir vera „háð pólitísku valdi,“ við bankakerfið fyrir um hundrað árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×