Erlent

Spor­vagn af sporinu í Osló og inn í verslun

Samúel Karl Ólason skrifar
Mikið fólk kom að vettvangi slyssins en svo mikill var fjöldinn að lögreglan þurfti að biðja fólk um að fara.
Mikið fólk kom að vettvangi slyssins en svo mikill var fjöldinn að lögreglan þurfti að biðja fólk um að fara. AP/Terje Pedersen

Sporvagn fór af sporinu við Stórugötu í Osló í morgun. Vagninn endaði inn í verslun og fólk sagt hafa slasast í slysinu. Þá skemmdist húsnæðið mikið.

Í frétt NRK segir að fjórir séu slasaðir en enginn þeirra mun vera alvarlega slasaður. Um tuttugu manns voru í sporvagninum þegar slysið varð, um klukkan tíu í morgun, að íslenskum tíma. Klukkan var ellefu í Noregi.

Mikil óreiða er sögð ríkja á svæðinu og lögreglan segir að það verði lokað um langt skeið.

Byggingin sem sporvagni lenti á var rýmd og þurfa verkfræðingar að kanna þær skemmdir sem hún varð fyrir. Engan sakaði í byggingunni.

Um tuttugu manns voru í sporvagninum þegar hann fór af sporinu og inn í bygginguna.AP/Terje Pedersen



Fleiri fréttir

Sjá meira


×