Fótbolti

Rodri bestur í heimi 2024

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rodri fer heim með Gullboltann.
Rodri fer heim með Gullboltann. Crystal Pix/Getty Images

Spænski miðjumaðurinn Rodri hlýtur Gullboltans árið 2024. Það þýðir að hann er besti leikmaður í heimi að mati franska tímaritsins France Football. Það hefur verðlaunað besta knattspyrnumanns heims ár hvert frá árinu 1956.

Rodri var mikilvægur hlekkur í liði Manchester City sem varð Englandsmeistari fjórða árið í röð síðasta vor. Hann gat ekki fagnað lengi þar sem miðjumaðurinn öflugi, sem nú er frá vegna meiðsla, var einnig í stóru hlutverki þegar Spánn varð Evrópumeistari í sumar. 

Fyrir daginn í dag var talið að brasilíski framherjinn Vinícius Júnior myndi fara heim með Gullboltann en í dag var því lekið að Rodri mynda vinna. Í kjölfarið hættu allir leikmenn Real Madríd, sem og þjálfari liðsins Carlo Ancelotti, við að mæta á athöfnina.

Vini Jr. var í 2. sæti en hann stóð uppi sem Spánar- og Evrópumeistari með Real Madríd síðasta vor. Liðsfélagi hans Jude Bellingham var svo í 3. sæti eftir frábært fyrsta tímabil hjá Real. 


Tengdar fréttir

Real Madríd og Barcelona lið ársins

Real Madríd hlaut í kvöld verðlaun sem lið ársins í karlaflokki á meðan Barcelona hlaut sömu verðlaun í kvennaflokki. Markvörður ársins er Emi Martínez á meðan þjálfarar ársins eru Emma Hayes og Carlo Ancelotti.

Yamal besti ungi leik­maður heims

Evrópumeistarinn Lamine Yamal vann í kvöld Kopa-verðlaunin sem eru hluti af verðlaunahátíðinni þegar Gullboltinn er tilkynntur. Verðlaunin hlýtur besti leikmaður heims undir 21 árs aldri.

Gló­dís Perla í 22. sæti yfir bestu leikmenn heims

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Þýskalandsmeistara Bayern München og íslenska landsliðsins í fótbolta, er 22. besta knattspyrnukona heims samkvæmt franska tímaritinu France Football. Tímaritið hefur veitt Gullboltann í kvennaflokki frá árinu 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×