Fótbolti

Gló­dís Perla í 22. sæti yfir bestu leik­menn heims

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Glódís Perla fagnar vel og innilega eftir sigur Íslands á Þýskalandi.
Glódís Perla fagnar vel og innilega eftir sigur Íslands á Þýskalandi. Hulda Margrét/Vísir

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Þýskalandsmeistara Bayern München og íslenska landsliðsins í fótbolta, er 22. besta knattspyrnukona heims samkvæmt franska tímaritinu France Football. Tímaritið hefur veitt Gullboltann í kvennaflokki frá árinu 2018.

Síðan 1956 hefur France Football veitt Gullboltann (e. Ballon d‘Or) í karlaflokki og frá árinu 2018 hóf tímaritið einnig að verðlauna bestu kvenkyns leikmenn heims.

Hin 29 ára gamla Glódís Perla var meðal þeirra sem voru tilnefndar í ár eftir frábært tímabil með Bayern á síðustu leiktíð sem og íslenska landsliðinu. Nú er ljóst að hún er í 22. sæti listans.

Talið er næsta öruggt að Aitana Bonmatí, miðjumaður Barcelona og Spánar, „verji“ titilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×