Erlent

Bæjar­stjóri austurrísks bæjar skotinn til bana

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglan í Austurríki leitar veiðimanns sem er talinn hafa myrt að minnsta kosti tvo vegna ágreinings um veiðileyfi.
Lögreglan í Austurríki leitar veiðimanns sem er talinn hafa myrt að minnsta kosti tvo vegna ágreinings um veiðileyfi. Vísir/Getty

Óþekktur byssumaður er sagður hafa skotið tvo menn til bana, þar á meðal bæjarstjóra austurrísks smábæjar í morgun. Morðinginn gengur enn laus og reyna þungvopnaðir lögreglumenn nú að elta hann uppi.

Lík tveggja manna fundust í bænum Altenfelden í Rohrbach-héraði í Austurríki í morgun. Annar þeirra var 64 ára gamall bæjarstjóri Kirchberg við Dóná, um þúsund manna bæjar í Rohrbach-héraði. Hann heitir Franz Hofer úr Þjóðarflokknum ef marka má Wikipedia-síðu bæjarins.

Austurríski ríkisfjölmiðillinn ORF í Efra-Austurríki, syðsta sambandslandi landsins, segir að fréttir hafi borist um annars manns til viðbótar hafi fundist en lögreglan hefur ekki staðfest það.

Morðinginn er talinn vera veiðimaður og er sagður á flótta. Vopnaðir lögreglumenn á brynvörðum bílum hafa leitað í kringum Altenfelden og Kirchberg í morgun. Vísbendingar eru taldar um að morðin tengist ágreiningi um veiðileyfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×