Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2024 09:04 Vilija Blinkeviciute, leiðtogi litháískra Jafnaðarmanna, fagnaði í gær. AP Jafnaðarmannaflokkurinn í Litháen, sem hefur verið í stjórnarandstöðu síðustu ár, hlaut flest atkvæði í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Kristilegir demókratar, með formanninn Gabrielius Landsbergis í broddi fylkingar, hefur viðurkennt ósigur. Samkvæmt tölum frá landskjörstjórn í Litháen hafa Jafnaðarmenn tryggt sér 52 þingsæti þegar búið er að telja um 99 prósent atkvæða, en alls á 141 þingmaður sæti á þinginu. Kristilegir demókratar hafa á sama tíma tryggt sér 28 þingsæti. Í frétt DW segir að kosningabaráttan hafi að stórum hluta snúist um stríðið í Úkraínu og aukinn framfærslukostnað almennings. Vilija Blinkeviciute, leiðtogi Jafnaðarmanna, segir að hún telji að Jafnaðarmenn muni ná að mynda meirihluta á þinginu með öðrum flokkum – Fyrir Litháen, Bændaflokknum og Græningjum. Hún segir niðurstöður kosninganna sýna fram á að Litháar, hvort sem þeir búi í stórborgum eða landsbyggð, vilji breytingar. Hún stefni sjálf að því að verða næsti forsætisráðherra landsins. Í Litháen fara þingkosningar þannig fram að helmingur þingsins er valinn í hlutfallskosningum og hinn helmingurinn er valinn í öðrum kosningum þar sem kosið er milli tveggja efstu innan kjördæmis. Fyrri umferð kosninganna fóru fram 13. október síðastliðinn. Ingrida Šimonytė hefur verið forsætisráðherra landsins frá árinu 2020. Vinsældir stjórnar hennar hafa minnkað jafnt og þétt síðustu ár, sér í lagi vegna óánægju almennings með háar verðbólgutölur, ýmis pólitísk hneykslismál og sömuleiðis hvernig brugðist var við í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Litháen Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Samkvæmt tölum frá landskjörstjórn í Litháen hafa Jafnaðarmenn tryggt sér 52 þingsæti þegar búið er að telja um 99 prósent atkvæða, en alls á 141 þingmaður sæti á þinginu. Kristilegir demókratar hafa á sama tíma tryggt sér 28 þingsæti. Í frétt DW segir að kosningabaráttan hafi að stórum hluta snúist um stríðið í Úkraínu og aukinn framfærslukostnað almennings. Vilija Blinkeviciute, leiðtogi Jafnaðarmanna, segir að hún telji að Jafnaðarmenn muni ná að mynda meirihluta á þinginu með öðrum flokkum – Fyrir Litháen, Bændaflokknum og Græningjum. Hún segir niðurstöður kosninganna sýna fram á að Litháar, hvort sem þeir búi í stórborgum eða landsbyggð, vilji breytingar. Hún stefni sjálf að því að verða næsti forsætisráðherra landsins. Í Litháen fara þingkosningar þannig fram að helmingur þingsins er valinn í hlutfallskosningum og hinn helmingurinn er valinn í öðrum kosningum þar sem kosið er milli tveggja efstu innan kjördæmis. Fyrri umferð kosninganna fóru fram 13. október síðastliðinn. Ingrida Šimonytė hefur verið forsætisráðherra landsins frá árinu 2020. Vinsældir stjórnar hennar hafa minnkað jafnt og þétt síðustu ár, sér í lagi vegna óánægju almennings með háar verðbólgutölur, ýmis pólitísk hneykslismál og sömuleiðis hvernig brugðist var við í heimsfaraldri kórónuveirunnar.
Litháen Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira