Fótbolti

Lést eftir á­rás frá bullum erkifjendanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúta stuðningsmannanna sést hér í ljósum logum eftir árásina.
Rúta stuðningsmannanna sést hér í ljósum logum eftir árásina. @perfilcombrasil

Brasilísk yfirvöld segja að stuðningsmaður Cruzeiro fótboltaliðsins hafi látist eftir árás á rútu stuðningsmannanna um helgina.

Þetta er enn eitt dæmið um ofbeldi í kringum fótboltaleiki í Brasilíu og margir þar í landi hafa miklar áhyggjur af þróun mála.

Alls slösuðust að minnsta kosti sautján manns í þessari árás en ráðist var á rútuna þegar hún var á heimleið eftir útileik Cruzeiro.

Gerendurnir voru bullur frá erkifjendunum í Palmeiras. Þeir sátu fyrir rútunni og réðust á hana með þessum hryllilegu afleiðingum. Talið er að um 150 manns hafi mætt á svæðið úr hópi Mancha Verde, sem er öfgastuðningsmannasveit erkifjendanna.

Fótboltaáhugamaðurinn lést á sjúkrahúsi í borginni Mairipora sem er 46 kílómetrum norður af Sao Paulo. Hann er sagður þrítugur karlmaður en ekki var meira gefið upp.

Cruzeiro hafði þar tapað 3-0 á móti Athletico Paranaense.

Brasilískar sjónvarpsstöðvar sýndu frá því þegar rútan var í ljósum logum sem og slasað fólk á gangstéttinni við hlið hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×