Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. október 2024 22:33 Carlos Sainz fagnaði sigri í mexíkóska kappakstrinum í Formúlu 1 í kvöld. Mark Thompson/Getty Images Carlos Sainz, ökumaður Ferrari, fagnaði sigri í mexíkóska kappakstrinum sem fram fór í Formúlu 1 í kvöld. Sainz hóf keppnina á ráspól og eftir að hafa misst fremsta sætið um stundarsakir snemma í keppninni kom hann sér aftur á toppinn og leiddi til loka. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles Leclerc, var annar stærstan hluta keppninnar, en gerði mistök undir lokin og missti Lando Norris á McLaren fram úr sér. Norris kom því annar í mark og Leclerc þriðji. Mercedes-mennirnir Lewis Hamilton og George Russell höfnuðu í fjórða og fimmta sæti, en heimsmeistarinn Max Verstappen þurfti að gera sér sjötta sætið að góðu eftir að hafa þurft að taka út tvær refsingar í keppninni. CARLOS SAINZ WINS THE MEXICO CITY GRAND PRIX!!! 🏆🇲🇽FERRARI MAKE IT BACK-TO-BACK WINS!! #F1 #MexicoGP pic.twitter.com/YsZkarpYNe— Formula 1 (@F1) October 27, 2024 Þrátt fyrir að hafa hafnað í sjötta sæti hefur Max Verstappen en nokkuð öruggt forskot á toppi heimsmeistarakeppni ökuþóra. Hann er með 362 stig þegar fjórar keppnir eru eftir, en er nú aðeins 47 stigum á undan Lando Norris sem hefur jafnt og þétt verið að saxa á hollenska meistarann. Akstursíþróttir Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sainz hóf keppnina á ráspól og eftir að hafa misst fremsta sætið um stundarsakir snemma í keppninni kom hann sér aftur á toppinn og leiddi til loka. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles Leclerc, var annar stærstan hluta keppninnar, en gerði mistök undir lokin og missti Lando Norris á McLaren fram úr sér. Norris kom því annar í mark og Leclerc þriðji. Mercedes-mennirnir Lewis Hamilton og George Russell höfnuðu í fjórða og fimmta sæti, en heimsmeistarinn Max Verstappen þurfti að gera sér sjötta sætið að góðu eftir að hafa þurft að taka út tvær refsingar í keppninni. CARLOS SAINZ WINS THE MEXICO CITY GRAND PRIX!!! 🏆🇲🇽FERRARI MAKE IT BACK-TO-BACK WINS!! #F1 #MexicoGP pic.twitter.com/YsZkarpYNe— Formula 1 (@F1) October 27, 2024 Þrátt fyrir að hafa hafnað í sjötta sæti hefur Max Verstappen en nokkuð öruggt forskot á toppi heimsmeistarakeppni ökuþóra. Hann er með 362 stig þegar fjórar keppnir eru eftir, en er nú aðeins 47 stigum á undan Lando Norris sem hefur jafnt og þétt verið að saxa á hollenska meistarann.
Akstursíþróttir Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira