Enski boltinn

Chris Wood á­fram sjóð­heitur og Forest upp í fimmta sæti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chris Wood fagnar hér öðru marki sínu fyrir Nottingham Forest í kvöld ásamt liðsfélaga sínum Anthony Elanga.
Chris Wood fagnar hér öðru marki sínu fyrir Nottingham Forest í kvöld ásamt liðsfélaga sínum Anthony Elanga. Getty/Carl Recine

Nottingham Forest, spútniklið haustsins, komst upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótobolta eftir 3-1 útisigur á Leicester City í kvöld.

Chris Wood tryggði Forest sigurinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik eftir að það var jafnt í hálfleik, 1-1.

Forest liðið hefur aðeins tapað einu sinni í fyrstu níu umferðunum og er komið með sextán stig. Liðið gæti dottið neðar í töfluna því liðin í kring eiga eftir að spila um helgina.

Chris Wood hefur verið sjóðandi heitur í framlínu liðsins og er ekkert að kólna. Hann er kominn með sjö mörk í aðeins níu deildarleikjum á þessu tímabili.

Ryan Yates kom Forest yfir á sextándu mínútu en Jamie Vardy jafnaði eftir stoðsendingu á Harry Winks sjö mínútum síðar.

Wood skoraði fyrra markið sitt á 47. mínútu en það síðara kom með skalla á 60. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×