Augljóslega veikir einstaklingar verði veikari í fangelsi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. október 2024 21:08 Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. vísir/vilhelm „Þetta eru auðvitað hræðilegir atburðir sem eru að gerast og uggvænleg þróun. Við höfum auðvitað tekið eftir miklum breytingum í fangahópnum og erum að sjá að það eru veikari einstaklingar sem eru að koma inn í fangelsin og veikari einstaklingar sem verða til inni í fangelsunum.“ Þetta segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félag fanga, í samtali við fréttastofu í kvöld um mál manns sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær vegna rannsóknar á andláti móður hans, konu á sjötugsaldri, sem fannst látin í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti í gærnótt. Maðurinn sem er á fertugsaldri hafði áður stungið föður sinn í bakið og hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Verða veikari í fangelsinu Guðmundur segir það augljóst að fleiri og fleiri séu metnir sakhæfir fyrir dómstólum þó að augljóst sé að svo ætti ekki að vera sökum andlegra veikinda. „Þeir fá ekki viðeigandi þjónustu og verða veikari í fangelsinu. Þeir eru einnig meira í einangrun, þeir fá ekki reynslulausn vegna þess að það er ekki búið að útbúa fyrir þá úrræði og það má segja að þeirra andlega heilsa hrakar enn frekar.“ Ítrekað varað fjölmarga við Afstaða hafði ítrekað varað við manninum sem var dæmdur í gæsluvarðhald í gær og því úrræðaleysi sem tæki við er hann losnaði úr fangelsi fyrir skömmu. Guðmundur segir að félagið hafi reynt að vekja athygli á þessari þróun í mörg ár. „Geðheilbrigðismálin eru helsta áskorunin í fangelsismálunum í dag og verður næsta áratugi. Við vorum í sambandi við fangelsismálastofnun, ríkislögreglustjóra, öll ráðuneytin sem koma að þessu og sveitarfélögin. Alls staðar þar sem við komum að berum við okkar áhyggjur á borð. Við segjum hreinlega að ef það er ekki tekið á þessum málum hjá þessum einstaklingi þá mun þetta gerast og það erum við að sjá að raungerast í dag.“ Átta til tíu í svipaðri stöðu Þetta eru fleiri einstaklingar? Þekkið þið þennan hóp? „Við þekkjum hópinn mjög vel og erum í miklum samskiptum við þennan hóp og erum í mjög miklum samskiptum við þennan hóp. Þeir treysta okkur og því höfum við verið að vinna í þessum málum. Sérstaklega því við erum að sjá í hvað stefnir. Hópurinn er kannski átta til tíu hverju sinni sem eru í þessari stöðu. Þeir geta líka verið nýlausir úr fangelsi. Við erum með fólk í dag sem að hafa verið að losna úr afplánun eða hafa verið lausir í smá tíma eða eru að fara losna og eru allir í þessari stöðu. Ef ekki er brugðist við munu atburðir sem þessir halda áfram að gerast.“ Guðmundur segir mikilvægt að bregðast við með sérstökum og sérhæfðum úrræðum. Með sérhæfðu starfsfólki sé hægt að taka á þessum málum en hann ítrekar að einnig þurfi að taka á geðheilbrigðismálunum. „Geðheilbrigðismálin eru í molum og sérstaklega þegar það kemur að fangelsunum. Það hefur verið samtal í gangi og einhverjir vinnufundir komnir af stað en það hefur ekkert í raun og veru gerst. Við verðum að vekja athygli á þessu og segja okkar áhyggjur með hvert þetta er að stefna. Það er tekin meðvituð ákvörðun um að gera ekki neitt í þessum málum og þetta er niðurstaðan.“ Fangelsismál Geðheilbrigði Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Þetta segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félag fanga, í samtali við fréttastofu í kvöld um mál manns sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær vegna rannsóknar á andláti móður hans, konu á sjötugsaldri, sem fannst látin í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti í gærnótt. Maðurinn sem er á fertugsaldri hafði áður stungið föður sinn í bakið og hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Verða veikari í fangelsinu Guðmundur segir það augljóst að fleiri og fleiri séu metnir sakhæfir fyrir dómstólum þó að augljóst sé að svo ætti ekki að vera sökum andlegra veikinda. „Þeir fá ekki viðeigandi þjónustu og verða veikari í fangelsinu. Þeir eru einnig meira í einangrun, þeir fá ekki reynslulausn vegna þess að það er ekki búið að útbúa fyrir þá úrræði og það má segja að þeirra andlega heilsa hrakar enn frekar.“ Ítrekað varað fjölmarga við Afstaða hafði ítrekað varað við manninum sem var dæmdur í gæsluvarðhald í gær og því úrræðaleysi sem tæki við er hann losnaði úr fangelsi fyrir skömmu. Guðmundur segir að félagið hafi reynt að vekja athygli á þessari þróun í mörg ár. „Geðheilbrigðismálin eru helsta áskorunin í fangelsismálunum í dag og verður næsta áratugi. Við vorum í sambandi við fangelsismálastofnun, ríkislögreglustjóra, öll ráðuneytin sem koma að þessu og sveitarfélögin. Alls staðar þar sem við komum að berum við okkar áhyggjur á borð. Við segjum hreinlega að ef það er ekki tekið á þessum málum hjá þessum einstaklingi þá mun þetta gerast og það erum við að sjá að raungerast í dag.“ Átta til tíu í svipaðri stöðu Þetta eru fleiri einstaklingar? Þekkið þið þennan hóp? „Við þekkjum hópinn mjög vel og erum í miklum samskiptum við þennan hóp og erum í mjög miklum samskiptum við þennan hóp. Þeir treysta okkur og því höfum við verið að vinna í þessum málum. Sérstaklega því við erum að sjá í hvað stefnir. Hópurinn er kannski átta til tíu hverju sinni sem eru í þessari stöðu. Þeir geta líka verið nýlausir úr fangelsi. Við erum með fólk í dag sem að hafa verið að losna úr afplánun eða hafa verið lausir í smá tíma eða eru að fara losna og eru allir í þessari stöðu. Ef ekki er brugðist við munu atburðir sem þessir halda áfram að gerast.“ Guðmundur segir mikilvægt að bregðast við með sérstökum og sérhæfðum úrræðum. Með sérhæfðu starfsfólki sé hægt að taka á þessum málum en hann ítrekar að einnig þurfi að taka á geðheilbrigðismálunum. „Geðheilbrigðismálin eru í molum og sérstaklega þegar það kemur að fangelsunum. Það hefur verið samtal í gangi og einhverjir vinnufundir komnir af stað en það hefur ekkert í raun og veru gerst. Við verðum að vekja athygli á þessu og segja okkar áhyggjur með hvert þetta er að stefna. Það er tekin meðvituð ákvörðun um að gera ekki neitt í þessum málum og þetta er niðurstaðan.“
Fangelsismál Geðheilbrigði Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira