Arteta fyrir Liverpool leikinn: Ætlum ekki að vorkenna okkur sjálfum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2024 08:02 Mikel Arteta er án margra öflugra leikmanna fyrir leik Arsenal á móti toppliði Liverpool. Getty/Crystal Pix Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, ætlar ekki að fara í einhverja sjálfsvorkunn fyrir stórleikinn á móti Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Arsenal liðið verður án margra öflugra leikmanna í leiknum. William Saliba er í leikbanni og þeir Bukayo Saka, Riccardo Calafiori og Jurriën Timber eru meiddir. Fyrirliðinn Martin Ödegaard og Takehiro Tomiyasu verða heldur ekki með. Arteta viðurkenndi það á blaðamannafundi að hann vissi ekki enn hvernig hann ætlar að stilla upp liði sínu á morgun. „Ég veit ekki hvernig liðið mitt verður fyrr en á morgun [laugardag]. Við munum skoða allt vel og það eru margir möguleikar í stöðunni,“ sagði Mikel Arteta. Arteta skoraði líka á sína leikmenn að stíga fram og taka meiri ábyrgð í forföllum liðsfélaga sinna. „Þetta kemur upp í hverri viku. Við verðum að undirbúa okkur fyrir allar aðstæður. Við verðum að vera tilbúnir fyrir allt og gerum þær breytingar sem þarf til. Hver sé tilbúinn í níutíu mínútur og hver er ekki klár? Það er alltaf þannig,“ sagði Arteta. „Auðvitað vildum við ekki vera í þessari stöðu en við erum líka heppnir með það að búa að þeim leikmannahópi sem við eigum. Að hafa þessa leikmenn og leikmenn með þetta hugarfar,“ sagði Arteta. „Þegar kemur að því að bregðast við krefjandi aðstæðum þá er eitt klárt. Við ætlum ekki að vorkenna okkur sjálfum. Við erum lið sem vitum hvað við getum og hvaða vandræðum við getum komið mótherjum okkur í. Við höfum þetta miskunnarlausa hugarfar sem ég elska,“ sagði Arteta. „Ég elska að sjá leikmenn og lið bregðast við krefjandi aðstæðum. Við höldum bara áfram og sýnum tennurnar. Við ætlum að sýna hvað okkur langar þetta mikið. Það eru aðrir í liðinu að fá tækifæri og við þurfum stuðning sem aldrei fyrr,“ sagði Arteta. Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira
Arsenal liðið verður án margra öflugra leikmanna í leiknum. William Saliba er í leikbanni og þeir Bukayo Saka, Riccardo Calafiori og Jurriën Timber eru meiddir. Fyrirliðinn Martin Ödegaard og Takehiro Tomiyasu verða heldur ekki með. Arteta viðurkenndi það á blaðamannafundi að hann vissi ekki enn hvernig hann ætlar að stilla upp liði sínu á morgun. „Ég veit ekki hvernig liðið mitt verður fyrr en á morgun [laugardag]. Við munum skoða allt vel og það eru margir möguleikar í stöðunni,“ sagði Mikel Arteta. Arteta skoraði líka á sína leikmenn að stíga fram og taka meiri ábyrgð í forföllum liðsfélaga sinna. „Þetta kemur upp í hverri viku. Við verðum að undirbúa okkur fyrir allar aðstæður. Við verðum að vera tilbúnir fyrir allt og gerum þær breytingar sem þarf til. Hver sé tilbúinn í níutíu mínútur og hver er ekki klár? Það er alltaf þannig,“ sagði Arteta. „Auðvitað vildum við ekki vera í þessari stöðu en við erum líka heppnir með það að búa að þeim leikmannahópi sem við eigum. Að hafa þessa leikmenn og leikmenn með þetta hugarfar,“ sagði Arteta. „Þegar kemur að því að bregðast við krefjandi aðstæðum þá er eitt klárt. Við ætlum ekki að vorkenna okkur sjálfum. Við erum lið sem vitum hvað við getum og hvaða vandræðum við getum komið mótherjum okkur í. Við höfum þetta miskunnarlausa hugarfar sem ég elska,“ sagði Arteta. „Ég elska að sjá leikmenn og lið bregðast við krefjandi aðstæðum. Við höldum bara áfram og sýnum tennurnar. Við ætlum að sýna hvað okkur langar þetta mikið. Það eru aðrir í liðinu að fá tækifæri og við þurfum stuðning sem aldrei fyrr,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira