Jón Daði spilar fyrir Hollywood-liðið Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2024 16:33 Jón Daði Böðvarsson er orðinn leikmaður Wrexham í Englandi. Wrexham Jón Daði Böðvarsson, sem verið hefur í hléi frá fótbolta síðan samningur hans við Bolton rann út í sumar, hefur skrifað undir skammtímasamning við enska knattspyrnufélagið Wrexham. Wrexham, sem er staðsett í Wales, leikur í C-deild Englands, sömu deild og Jón Daði lék í með Bolton. Wrexham er í baráttu um að komast upp í næstefstu deild og er sem stendur í næstefsta sæti með 24 stig eftir tólf leiki, fjórum stigum á eftir Birmingham en þar spila þeir Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted. Wrexham er í eigu Hollywood-stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney, sem eignuðust félagið árið 2020, þegar það var í E-deild. Það hefur svo einnig skapað sér miklar vinsældir um allan heim með heimildaþáttunum Welcome to Wrexham. „Það er frábært að vera kominn í félag eins og Wrexham. Núna þekkja allir sögu félagsins og þetta er bara mjög spennandi félag til að tilheyra. Ég er himinlifandi með að vera hér og vonandi get ég hjálpað félaginu að ná enn frekari árangri,“ sagði Jón Daði sem hefur verið á Íslandi síðustu mánuði. Hann er feginn að vera mættur aftur í boltann. View this post on Instagram A post shared by Wrexham AFC (@wrexham_afc) „Það er gott að vera mættur aftur í búningsklefann, ég hef saknað þess. Ég held að konan mín hafi verið að klikkast! Ég hef æft og haldið mér í standi en það er gott að vera kominn aftur í þetta umhverfi til að ná aftur fram mínu besta.“ Jón Daði, sem á að baki 64 A-landsleiki og tvö stórmót, hefur spilað á Englandi frá árinu 2016, með Wolves, Reading, Millwall og Bolton. Áður lék hann með Kaiserslautern í Þýskalandi og Viking í Noregi, en hann hóf ferilinn heima á Selfossi. Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira
Wrexham, sem er staðsett í Wales, leikur í C-deild Englands, sömu deild og Jón Daði lék í með Bolton. Wrexham er í baráttu um að komast upp í næstefstu deild og er sem stendur í næstefsta sæti með 24 stig eftir tólf leiki, fjórum stigum á eftir Birmingham en þar spila þeir Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted. Wrexham er í eigu Hollywood-stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney, sem eignuðust félagið árið 2020, þegar það var í E-deild. Það hefur svo einnig skapað sér miklar vinsældir um allan heim með heimildaþáttunum Welcome to Wrexham. „Það er frábært að vera kominn í félag eins og Wrexham. Núna þekkja allir sögu félagsins og þetta er bara mjög spennandi félag til að tilheyra. Ég er himinlifandi með að vera hér og vonandi get ég hjálpað félaginu að ná enn frekari árangri,“ sagði Jón Daði sem hefur verið á Íslandi síðustu mánuði. Hann er feginn að vera mættur aftur í boltann. View this post on Instagram A post shared by Wrexham AFC (@wrexham_afc) „Það er gott að vera mættur aftur í búningsklefann, ég hef saknað þess. Ég held að konan mín hafi verið að klikkast! Ég hef æft og haldið mér í standi en það er gott að vera kominn aftur í þetta umhverfi til að ná aftur fram mínu besta.“ Jón Daði, sem á að baki 64 A-landsleiki og tvö stórmót, hefur spilað á Englandi frá árinu 2016, með Wolves, Reading, Millwall og Bolton. Áður lék hann með Kaiserslautern í Þýskalandi og Viking í Noregi, en hann hóf ferilinn heima á Selfossi.
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira