Lífið

Big sexy og Jói Fel tókust á í bjórþambi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Félagarnir létu það ekki stöðva sig að klukkan væri ekki einu sinni orðin níu.
Félagarnir létu það ekki stöðva sig að klukkan væri ekki einu sinni orðin níu.

Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson, betur þekktur sem Big Sexy og bakarinn Jói Fel tókust á í æsispennandi bjórþambskeppni í Brennslunni á FM957 í morgun, allt fyrir klukkan níu. Þar lýsti útvarpsmaðurinn Rikki G öllu saman í beinni útsendingu.

Sjá má keppnina hér fyrir neðan en tilefnið eru Októberfest-leikarnir sem fram fara annað kvöld í Minigarðinum. Þar verður keppt í bjórþampi og Októberfest réttstöðu, með beinan handlegg og eru ýmsir vinningar í boði.

Í bjórþambinu tóku þeir Big Sexy og Jói Fel lítra af bjór. Þá var tíminn tekinn á þeim báðum og vilja þeir félagar meina að Íslandsmet hafi verið slegið í keppninni.

Ropað í kór

Félagarnir mættu á Bítið í Bylgjunni stuttu eftir keppni. Þar voru þeir spurðir hvernig þeim liði eftir að hafa þambað lítra af bjór og það allt saman fyrir klukkan níu að morgni.

„Við erum báðir búnir að ropa svolítið í kór. Það er mikið loft í maganum eftir þetta þegar maður drekkur svona mikið á stuttum tíma,“ segir útvarpsmaðurinn. Jói Fel tekur fram að þeir séu báðir miklir bjórdrykkjumenn.

Þá skipti líka máli hvernig bjór sé drukkinn. „Ég held þú viljir hafa hann frekar léttan. Jólabjór er frekar þungur í svona þambi og það líður örugglega yfir þig ef þú prófar Guinness-inn í þessu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.