Selma um draumamarkið: „Langt síðan ég skoraði með vinstri“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2024 10:32 Selma Sól Magnúsdóttir fagnar með samherjum sínum eftir að hafa jafnað í 1-1 gegn Bandaríkjunum. getty/Darren Carroll Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta laut í lægra haldi fyrir Bandaríkjunum í nótt, 3-1. Markaskorari Íslendinga segir þá geta tekið margt jákvætt út úr leiknum gegn Ólympíumeisturunum og efsta liði heimslistans. Selma Sól Magnúsdóttir skoraði mark Íslands á 56. mínútu. Hún fékk þá boltann hægra megin fyrir utan vítateig Bandaríkjanna, lék á varnarmann og skoraði með frábæru vinstri fótar skoti í fjærhornið. What a strike from Magnúsdóttir to level it up for Iceland 🚀Watch USA vs. Iceland live on TBS and Max 📺 pic.twitter.com/9qFW9tTk6C— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Selma jafnaði metin í 1-1 en undir lokin tryggði bandaríska liðið sér sigurinn með mörkum varamannanna Jaedyns Shaw og Sophiu Smith. Lokatölur 3-1, bandarísku Ólympíumeisturunum í vil. „Það er margt jákvætt hægt að taka út úr leiknum. Við stóðum vel í þeim en urðum svo helvíti þreyttar seinustu tíu mínúturnar; bara óvanar. En mér fannst við standa vel í þeim og það er hægt að taka margt jákvætt út úr leiknum,“ sagði Selma í viðtali á miðlum KSÍ eftir leikinn í Austin, Texas í nótt. „Ég held við séum nokkuð sáttar. Auðvitað vill maður alltaf vinna og allt það en þetta er klárlega eitthvað til að byggja ofan á.“ Aðspurð út í markið sem hún skoraði sagði Selma að það hefði verið góð tilfinning að sjá boltann í netinu. „Það var langt síðan ég skoraði með vinstri, hvað þá fyrir utan teig,“ sagði Selma í léttum dúr. „Það var mjög gott að skora og ná að standa aðeins í þeim í leiknum.“ 🎙️#viðerumísland pic.twitter.com/VgQpL4F43p— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 25, 2024 Það er skammt stórra högga milli hjá íslenska liðinu sem ferðast núna til Nashville, Tennessee þar sem það mætir Bandaríkjunum öðru sinni á sunnudagskvöldið. „Það er spennandi. Það er gaman að fá að spila á móti þeim og bera okkur saman við þær. Ég er bara spennt að spila á móti þeim á sunnudaginn og gera ennþá betur,“ sagði Selma. Selma hefur nú skorað fimm mörk í 42 landsleikjum. Tvö þeirra hafa komið í Bandaríkjunum en hún skoraði í 2-1 sigri á Tékklandi á SheBelieves Cup fyrir tveimur árum. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Selma Sól Magnúsdóttir skoraði mark Íslands á 56. mínútu. Hún fékk þá boltann hægra megin fyrir utan vítateig Bandaríkjanna, lék á varnarmann og skoraði með frábæru vinstri fótar skoti í fjærhornið. What a strike from Magnúsdóttir to level it up for Iceland 🚀Watch USA vs. Iceland live on TBS and Max 📺 pic.twitter.com/9qFW9tTk6C— B/R Football (@brfootball) October 25, 2024 Selma jafnaði metin í 1-1 en undir lokin tryggði bandaríska liðið sér sigurinn með mörkum varamannanna Jaedyns Shaw og Sophiu Smith. Lokatölur 3-1, bandarísku Ólympíumeisturunum í vil. „Það er margt jákvætt hægt að taka út úr leiknum. Við stóðum vel í þeim en urðum svo helvíti þreyttar seinustu tíu mínúturnar; bara óvanar. En mér fannst við standa vel í þeim og það er hægt að taka margt jákvætt út úr leiknum,“ sagði Selma í viðtali á miðlum KSÍ eftir leikinn í Austin, Texas í nótt. „Ég held við séum nokkuð sáttar. Auðvitað vill maður alltaf vinna og allt það en þetta er klárlega eitthvað til að byggja ofan á.“ Aðspurð út í markið sem hún skoraði sagði Selma að það hefði verið góð tilfinning að sjá boltann í netinu. „Það var langt síðan ég skoraði með vinstri, hvað þá fyrir utan teig,“ sagði Selma í léttum dúr. „Það var mjög gott að skora og ná að standa aðeins í þeim í leiknum.“ 🎙️#viðerumísland pic.twitter.com/VgQpL4F43p— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 25, 2024 Það er skammt stórra högga milli hjá íslenska liðinu sem ferðast núna til Nashville, Tennessee þar sem það mætir Bandaríkjunum öðru sinni á sunnudagskvöldið. „Það er spennandi. Það er gaman að fá að spila á móti þeim og bera okkur saman við þær. Ég er bara spennt að spila á móti þeim á sunnudaginn og gera ennþá betur,“ sagði Selma. Selma hefur nú skorað fimm mörk í 42 landsleikjum. Tvö þeirra hafa komið í Bandaríkjunum en hún skoraði í 2-1 sigri á Tékklandi á SheBelieves Cup fyrir tveimur árum.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira