Vopnaðir lögreglumenn og lokaðar götur í næstu viku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. október 2024 13:21 Vopnaðir lögreglumenn komu að umfangsmikilli öryggisgæslu vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins sem haldinn var í Hörpu á síðasta ári. Hið sama verður uppi á teningnum í næstu viku, vegna þings Norðurlandaráðs. Vísir/Vilhelm Umfangsmiklar götulokanir verða í Reykjavík í næstu viku, vegna þings Norðurlandaráðs, auk þess sem vopnaðir lögreglumenn munu sinna öryggisgæslu. Verulegar takmarkanir verða einnig á umferð um Þingvelli á mánudag. Greint er frá götulokunum í miðborg Reykjavíkur á vef lögreglunnar. Þar segir að á þinginu, sem fer fram 28. til 31. október, komi saman 87 þingmenn Norðurlandaráðs, forsætisráðherrar, utanríkisráðherrar, samstarfsráðherrar Norðurlanda og ýmsir aðrir ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum, auk fjölda gesta frá löndum utan Norðurlanda. Íslenska ríkið hafi ákveðnum skuldbindingum að gegna þegar tekið er á móti þjóðarleiðtogum erlendra ríkja. Öryggi þjóðarleiðtoga erlendra ríkja sem hingað koma sé á ábyrgð íslenska ríkisins. Víðtækar götulokanir voru í miðborg Reykjavíkur í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Fram kemur í tilkynningu lögreglu að mikil öryggisgæsla verði í og við hið lokaða svæði meðan þingið stendur yfir. Þeir lögreglumenn sem komi að þeirri gæslu verði vopnaðir. Skemmst er að minnast víðtækra götulokana í miðborginni og vopnaðra lögreglumanna vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins, sem haldinn var í Hörpu í maí á síðasta ári. Lokanirnar nú eru þó ekki jafn umfangsmiklar og þá. Ráðhúsið lokað Þær götulokanir sem um ræðir eru eftirfarandi: Í miðborg Reykjavíkur verður Vonarstræti lokað milli Lækjargötu og Suðurgötu. Templarasund og Kirkjustræti frá Pósthússtræti verður einnig lokað, auk þess sem Tjarnargötu á milli Vonarstrætis og Kirkjustrætis verður lokað. Svæðið sem um ræðir sést hér á korti.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Bílastæðahúsi við Ráðhús Reykjavíkur verður lokað fyrir allri umferð en Tjarnargata frá Skothúsvegi verður opin að Tjarnargötu 14, þar sem tvístefnuakstur verður um opna hlutann á Tjarnargötu. Bílastæðahúsinu verður lokað mánudaginn 28. október kl. 8:00 og götulokanir taka gildi á sama tíma. Lokunum verður aflétt á miðvikudeginum 30. október kl. 16:00. Þá verður Ráðhús Reykjavíkur lokað almenningi frá laugardeginum 26. október til og með fimmtudeginum 31. október. Engin gangandi umferð um Þingvelli Vegna þingsins verða einnig verulegar takmarkanir á umferð ökutækja og hjólandi vegfarenda um Þingvelli næstkomandi mánudag, 28. október, og öll umferð gangandi vegfarenda bönnuð. „Það verður heimilt að aka til austurs um Þingvallaveg en lokað verður fyrir umferð til vesturs frá gatnamótum Þingvallavegar/Lyngdalsheiðar að gatnamótum Þingvallavegar/Grafningsvegar. Allri umferð til vesturs um Lyngdalsheiði frá Laugarvatni verður beint til suðurs við áðurnefnd gatnamót og niður á Biskupstungnabraut Þjónustumiðstöð á Leirum verður opin en Vallavegur frá þjónustumiðstöð verður lokaður. Öll umferð um Þinghelgi verður óheimil, auk þess sem aðkoma að Haki og Silfru verða lokuð. Lokanir taka gildi kl. 07:00 mánudaginn 28. október og gilda til miðnættis,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi. Ferðamenn ganga um Þingvelli. Það verður ekki í boði á mánudaginn.Vísir/Arnar Lögreglan Þingvellir Norðurlandaráð Reykjavík Umferð Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Innlent Fleiri fréttir „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Sjá meira
Greint er frá götulokunum í miðborg Reykjavíkur á vef lögreglunnar. Þar segir að á þinginu, sem fer fram 28. til 31. október, komi saman 87 þingmenn Norðurlandaráðs, forsætisráðherrar, utanríkisráðherrar, samstarfsráðherrar Norðurlanda og ýmsir aðrir ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum, auk fjölda gesta frá löndum utan Norðurlanda. Íslenska ríkið hafi ákveðnum skuldbindingum að gegna þegar tekið er á móti þjóðarleiðtogum erlendra ríkja. Öryggi þjóðarleiðtoga erlendra ríkja sem hingað koma sé á ábyrgð íslenska ríkisins. Víðtækar götulokanir voru í miðborg Reykjavíkur í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Fram kemur í tilkynningu lögreglu að mikil öryggisgæsla verði í og við hið lokaða svæði meðan þingið stendur yfir. Þeir lögreglumenn sem komi að þeirri gæslu verði vopnaðir. Skemmst er að minnast víðtækra götulokana í miðborginni og vopnaðra lögreglumanna vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins, sem haldinn var í Hörpu í maí á síðasta ári. Lokanirnar nú eru þó ekki jafn umfangsmiklar og þá. Ráðhúsið lokað Þær götulokanir sem um ræðir eru eftirfarandi: Í miðborg Reykjavíkur verður Vonarstræti lokað milli Lækjargötu og Suðurgötu. Templarasund og Kirkjustræti frá Pósthússtræti verður einnig lokað, auk þess sem Tjarnargötu á milli Vonarstrætis og Kirkjustrætis verður lokað. Svæðið sem um ræðir sést hér á korti.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Bílastæðahúsi við Ráðhús Reykjavíkur verður lokað fyrir allri umferð en Tjarnargata frá Skothúsvegi verður opin að Tjarnargötu 14, þar sem tvístefnuakstur verður um opna hlutann á Tjarnargötu. Bílastæðahúsinu verður lokað mánudaginn 28. október kl. 8:00 og götulokanir taka gildi á sama tíma. Lokunum verður aflétt á miðvikudeginum 30. október kl. 16:00. Þá verður Ráðhús Reykjavíkur lokað almenningi frá laugardeginum 26. október til og með fimmtudeginum 31. október. Engin gangandi umferð um Þingvelli Vegna þingsins verða einnig verulegar takmarkanir á umferð ökutækja og hjólandi vegfarenda um Þingvelli næstkomandi mánudag, 28. október, og öll umferð gangandi vegfarenda bönnuð. „Það verður heimilt að aka til austurs um Þingvallaveg en lokað verður fyrir umferð til vesturs frá gatnamótum Þingvallavegar/Lyngdalsheiðar að gatnamótum Þingvallavegar/Grafningsvegar. Allri umferð til vesturs um Lyngdalsheiði frá Laugarvatni verður beint til suðurs við áðurnefnd gatnamót og niður á Biskupstungnabraut Þjónustumiðstöð á Leirum verður opin en Vallavegur frá þjónustumiðstöð verður lokaður. Öll umferð um Þinghelgi verður óheimil, auk þess sem aðkoma að Haki og Silfru verða lokuð. Lokanir taka gildi kl. 07:00 mánudaginn 28. október og gilda til miðnættis,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi. Ferðamenn ganga um Þingvelli. Það verður ekki í boði á mánudaginn.Vísir/Arnar
Lögreglan Þingvellir Norðurlandaráð Reykjavík Umferð Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Innlent Fleiri fréttir „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent