Ugla og Eldur mætast í Norðvestur Árni Sæberg skrifar 24. október 2024 10:48 Eldur Smári og Ugla Stefanía eru ekki sammála um margt. Vísir Áhugaverður slagur er að teiknast upp í Norðvesturkjördæmi, þar sem oddviti eins flokks er trans kona og oddviti annars er yfirlýstur baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks, en hefur mótmælt réttindabaráttu trans fólks ötullega. Lýðræðisflokkurinn kynnti í morgun þau sem munu skipa efstu sætin á listum flokksins í komandi þingkosningum. Arnar Þór Jónsson, lögmaður og stofnandi flokksins, leiðir í Suðvesturkjördæmi, Baldur Borgþórsson, ráðgjafi og fyrrverandi varaborgarfulltrúi, í Reykjavíkurkjördæmi norður, Kári Allanson, lögfræðingur og tónlistarmaður, í Reykjavíkurkjördæmi suður, Elvar Eyvindsson bóndi í Suðurkjördæmi, Gunnar Viðar Þórarinsson framkvæmdastjóri í Norðausturkjördæmi og Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22, í Norðvesturkjördæmi. Gagnrýninn á Samtökin '78 Sá síðastnefndi á listanum, Eldur Smári, sem einnig hefur gengið undir nafninu Eldur Deville, hefur vakið talsverða athygli undanfarin ár fyrir innlegg hans í umræðuna um málefni hinsegin fólks. Hann leiðir Samtökin 22, sem hafa það yfirlýsta markmið að berjast fyrir réttindum samkynhneigðra. Hann hefur gagnrýnt Samtökin '78 harðlega fyrir fræðslustarfsemi samtakanna og skipulagt mótmæli á Austurvelli, þar sem nokkrir komu saman og mótmæltu til að mynda kynleiðréttingum barna. Uppfært: Upphaflega stóð að yfirlýst markmið Samtakanna 22 væri að berjast fyrir réttindum samkynhneigðra en ekki trans fólks. Það segir Eldur ekki rétt, í tölvubréfi til blaðamanns. „Hinsvegar er alveg rétt að við höfum gagnrýnt fræðslustarfsemi Samtakanna ´78 og vissulega mótmælum við hástöfum þegar börn verða fórnarlömb tilraunastarfsemi og ógagnreyndra meðferða í heilbrigðiskerfinu. Það er borgaraleg skylda sérhvers manns.“ Trans kona í sama kjördæmi Þetta vekur helst athygli nú þar sem annar oddviti í Norðvesturkjördæmi er Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, trans kona og einn öflugasti málsvari trans fólks á Íslandi og reyndar þótt víðar væri leitað. Lýðræðisflokkurinn Píratar Hinsegin Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Málefni trans fólks Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Lýðræðisflokkurinn kynnti í morgun þau sem munu skipa efstu sætin á listum flokksins í komandi þingkosningum. Arnar Þór Jónsson, lögmaður og stofnandi flokksins, leiðir í Suðvesturkjördæmi, Baldur Borgþórsson, ráðgjafi og fyrrverandi varaborgarfulltrúi, í Reykjavíkurkjördæmi norður, Kári Allanson, lögfræðingur og tónlistarmaður, í Reykjavíkurkjördæmi suður, Elvar Eyvindsson bóndi í Suðurkjördæmi, Gunnar Viðar Þórarinsson framkvæmdastjóri í Norðausturkjördæmi og Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22, í Norðvesturkjördæmi. Gagnrýninn á Samtökin '78 Sá síðastnefndi á listanum, Eldur Smári, sem einnig hefur gengið undir nafninu Eldur Deville, hefur vakið talsverða athygli undanfarin ár fyrir innlegg hans í umræðuna um málefni hinsegin fólks. Hann leiðir Samtökin 22, sem hafa það yfirlýsta markmið að berjast fyrir réttindum samkynhneigðra. Hann hefur gagnrýnt Samtökin '78 harðlega fyrir fræðslustarfsemi samtakanna og skipulagt mótmæli á Austurvelli, þar sem nokkrir komu saman og mótmæltu til að mynda kynleiðréttingum barna. Uppfært: Upphaflega stóð að yfirlýst markmið Samtakanna 22 væri að berjast fyrir réttindum samkynhneigðra en ekki trans fólks. Það segir Eldur ekki rétt, í tölvubréfi til blaðamanns. „Hinsvegar er alveg rétt að við höfum gagnrýnt fræðslustarfsemi Samtakanna ´78 og vissulega mótmælum við hástöfum þegar börn verða fórnarlömb tilraunastarfsemi og ógagnreyndra meðferða í heilbrigðiskerfinu. Það er borgaraleg skylda sérhvers manns.“ Trans kona í sama kjördæmi Þetta vekur helst athygli nú þar sem annar oddviti í Norðvesturkjördæmi er Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, trans kona og einn öflugasti málsvari trans fólks á Íslandi og reyndar þótt víðar væri leitað.
Lýðræðisflokkurinn Píratar Hinsegin Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Málefni trans fólks Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira