„Við þurftum aðeins bara að ná andanum“ Siggeir Ævarsson skrifar 23. október 2024 21:41 Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, einbeittur á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvíkingar unnu öruggan 57-79 á toppliði Hauka í Bónus-deild kvenna í kvöld. Leikurinn fór þó brösulega af stað fyrir gestina en eftir leikhlé sem Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur tók, breyttist allt. „Eins og við töluðum um fyrir leik. Þær eru bara mjög „agressívar“ og eru að pressa mjög hátt á vellinum. Þær voru náttúrulega bara að „gambla“ með því að setja tvær á Brittany. Við þurftum aðeins bara að ná andanum og fá smá yfirvegun í það sem við vorum að gera.“ Njarðvíkingar náðu heldur betur andanum, breyttu stöðunni úr 9-2 í 11-12 og smám saman tóku þær öll völd á vellinum. „Eftir að það kom, eftir að við komum þessu í fimm á fimm leik, þá vorum við miklu betri. Það er bara þannig, á báðum endum vallarins. Við náðum að „covera transition“ vörn og spila fimm á fimm, gerðum við vel og náðum stoppum. Fráköstuðum frábærlega. Og í fimm á fimm á hálfum velli sóknarlega fannst mér þetta líka bara virkilega gott.“ Brittany Dinkins var frábær í liði Njarðvíkur í kvöld. Skoraði 30 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Þá setti hún fimm þrista í sjö skotum og áttu Haukar í miklum vandræðum með hana í vörninni. Einar sagði að það ætti þó ekki að koma neinum á óvart hversu öflugur leikmaður hún er. „Hún er geggjaður leikmaður og það er ekkert nýtt fyrir aðdáendur íslensks körfubolta, hún er þekkt stærð. Gerði náttúrulega hrikalega vel með allan þennan djöfulgang í kringum sig. Spilar í rúmar 39 mínútur. Hún er vél, það er bara þannig og gerði feiki vel.“ „En við þurfum að gera þetta sem lið. Stigaskorið kannski dreifðist ekkert frábærlega. Hún er með 30 og Em er í 15 stigum. En það eru margir leikmenn að leggja í púkkið. Sara hugrökk, Bo setur stóra þrista, Anna setur stóra þrista. Þetta er það sem við þurfum, við þurfum að fá hluti úr öllum áttum.“ Bo var hvergi bangin í kvöld og setti tvo stóra þristaVísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvíkingar skoruðu fimm þrista í röð í upphafi seinni hálfleiks og það virtist slá Hauka algjörlega út af laginu. „Ég er sammála því. Eftir það fannst mér við einhvern veginn lofttæma þær. Fórum kannski í það að reyna að sigla þessu heim, lengja sóknirnar okkar og spila kannski ekki skemmtilegasta körfuboltann. En vorum bara skynsamar og ég er hrikalega ánægður með stelpurnar þar.“ Njarðvíkingar hafa farið brösulega af stað í deildinni í haust og sigurinn í kvöld því kærkominn, en Einar er í langhlaupi. „Ég er alveg með það í hnakkanum að á löngum köflum er ég hérna með þrjár 16 ára stelpur inn á. Ég bara geri ráð fyrir því að þær geri á einhverjum tímapunkti það sem við köllum „rookie mistake“ og læri. Á sama tíma erum við með leiðtoga sem leiða og mér fannst Britt og Em báðar geggjaðar í dag. Bara góður liðssigur. Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
„Eins og við töluðum um fyrir leik. Þær eru bara mjög „agressívar“ og eru að pressa mjög hátt á vellinum. Þær voru náttúrulega bara að „gambla“ með því að setja tvær á Brittany. Við þurftum aðeins bara að ná andanum og fá smá yfirvegun í það sem við vorum að gera.“ Njarðvíkingar náðu heldur betur andanum, breyttu stöðunni úr 9-2 í 11-12 og smám saman tóku þær öll völd á vellinum. „Eftir að það kom, eftir að við komum þessu í fimm á fimm leik, þá vorum við miklu betri. Það er bara þannig, á báðum endum vallarins. Við náðum að „covera transition“ vörn og spila fimm á fimm, gerðum við vel og náðum stoppum. Fráköstuðum frábærlega. Og í fimm á fimm á hálfum velli sóknarlega fannst mér þetta líka bara virkilega gott.“ Brittany Dinkins var frábær í liði Njarðvíkur í kvöld. Skoraði 30 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Þá setti hún fimm þrista í sjö skotum og áttu Haukar í miklum vandræðum með hana í vörninni. Einar sagði að það ætti þó ekki að koma neinum á óvart hversu öflugur leikmaður hún er. „Hún er geggjaður leikmaður og það er ekkert nýtt fyrir aðdáendur íslensks körfubolta, hún er þekkt stærð. Gerði náttúrulega hrikalega vel með allan þennan djöfulgang í kringum sig. Spilar í rúmar 39 mínútur. Hún er vél, það er bara þannig og gerði feiki vel.“ „En við þurfum að gera þetta sem lið. Stigaskorið kannski dreifðist ekkert frábærlega. Hún er með 30 og Em er í 15 stigum. En það eru margir leikmenn að leggja í púkkið. Sara hugrökk, Bo setur stóra þrista, Anna setur stóra þrista. Þetta er það sem við þurfum, við þurfum að fá hluti úr öllum áttum.“ Bo var hvergi bangin í kvöld og setti tvo stóra þristaVísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvíkingar skoruðu fimm þrista í röð í upphafi seinni hálfleiks og það virtist slá Hauka algjörlega út af laginu. „Ég er sammála því. Eftir það fannst mér við einhvern veginn lofttæma þær. Fórum kannski í það að reyna að sigla þessu heim, lengja sóknirnar okkar og spila kannski ekki skemmtilegasta körfuboltann. En vorum bara skynsamar og ég er hrikalega ánægður með stelpurnar þar.“ Njarðvíkingar hafa farið brösulega af stað í deildinni í haust og sigurinn í kvöld því kærkominn, en Einar er í langhlaupi. „Ég er alveg með það í hnakkanum að á löngum köflum er ég hérna með þrjár 16 ára stelpur inn á. Ég bara geri ráð fyrir því að þær geri á einhverjum tímapunkti það sem við köllum „rookie mistake“ og læri. Á sama tíma erum við með leiðtoga sem leiða og mér fannst Britt og Em báðar geggjaðar í dag. Bara góður liðssigur.
Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira