Innlent

Karl­maður á ní­ræðis­aldri lést í Bláa lóninu

Lovísa Arnardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi.
Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á níræðisaldri lést í Bláa lóninu í kvöld. Í tilkynningu frá Bláa lóninu kemur fram að viðbragðsaðilar voru kallaðir að Bláa Lóninu á sjöunda tímanum í kvöld vegna erlends ferðamanns á níræðisaldri sem hafði misst meðvitund. 

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurnesjum er enn unnið á vettvangi. Ekki fengust frekari upplýsingar frá embættinu. Lögreglan er með málið til rannsóknar og mun samkvæmt tilkynningu Bláa lónsins hafa uppi á aðstandendum mannsins.

„Endurlífgunartilraunir hófust strax á vettvangi en maðurinn var úrskurðaður látinn um klukkustund síðar,“ segir í tilkynningunni.

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, rekstar og þjónustusviðs Bláa lónsins segir í samtali við fréttastofu að lóninu hafi verið lokað fyrir nýjum gestum eftir að maðurinn missti meðvitund, og að það sé nú lokað.

Aðspurð segist hún ekki telja að rannsókn lögreglu á málinu muni hafa frekari áhrif á starfsemi lónsins eða opnunartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×