AC Milan komið á blað og Mónakó skoraði fimm Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. október 2024 19:16 Leikmenn AC Milan fagna. EPA-EFE/DANIEL DAL ZENNARO Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. AC Milan vann 3-1 sigur á Club Brugge og Mónakó fór létt með Rauðu Stjörnuna. AC Milan hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni svo það var vel séð þegar Christian Pulisic kom Mílanó-liðinu yfir eftir rúman hálftíma leik. Raphael Onyedika fékk svo beint rautt spjald í liði Club Brugge áður en fyrri hálfleik lauk. Gestirnir létu það ekki á sig á fá og jöfnuðu metin eftir aðeins sex mínútna leik í síðari hálfleik. Kyriani Sabbe með markið eftir undirbúning Hugo Vetlesen. Tijjani Reijnders kom AC Milan til bjargar með mörkum á 61. og 71. mínútu leiksins. Staðan orðin 3-1 og reyndust það lokatölur leiksins. AC Milan sem stendur í 18. sæti með þrjú stig á meðan Club Brugge er í 24. sæti með jafn mörg stig. Reijnders inspires Milan 🔴⚫#UCL pic.twitter.com/YNYyOizSAg— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 22, 2024 Í Mónakó var það Takumi Minamino sem kom heimaliðinu yfir en Cherif Ndiaye jafnaði metin fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu. Breel Embolo kom Mónakó 2-1 yfir á fjórðu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiksins og heimamenn því með yfirhöndina þegar síðari hálfleikur hófst. Wilfried Singo bætti við þriðja marki Mónakó á 54. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Embolo mark sem var dæmt af. Minamino var svo aftur á ferðinni þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka, eftir undirbúning Emboli, og staðan orðin 4-1. Minamino sjálfur átti svo stoðsendinguna í síðasta marki leiksins en það skoraði Maghnes Akliouche í uppbótartíma, lokatölur 5-1. What a win for Monaco 👏#UCL pic.twitter.com/QUVEF2zuaA— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 22, 2024 Mónakó fer með sigrinum á topp Meistaradeildarinnar með 7 stig að loknum þremur umferðum en fjöldi liða getur náð toppsætinu að loknum leikjum umferðarinnar. Rauða stjarnan er á botninum án stiga en liðið hefur fengið á sig 11 mörk í leikjunum þremur til þessa. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira
AC Milan hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni svo það var vel séð þegar Christian Pulisic kom Mílanó-liðinu yfir eftir rúman hálftíma leik. Raphael Onyedika fékk svo beint rautt spjald í liði Club Brugge áður en fyrri hálfleik lauk. Gestirnir létu það ekki á sig á fá og jöfnuðu metin eftir aðeins sex mínútna leik í síðari hálfleik. Kyriani Sabbe með markið eftir undirbúning Hugo Vetlesen. Tijjani Reijnders kom AC Milan til bjargar með mörkum á 61. og 71. mínútu leiksins. Staðan orðin 3-1 og reyndust það lokatölur leiksins. AC Milan sem stendur í 18. sæti með þrjú stig á meðan Club Brugge er í 24. sæti með jafn mörg stig. Reijnders inspires Milan 🔴⚫#UCL pic.twitter.com/YNYyOizSAg— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 22, 2024 Í Mónakó var það Takumi Minamino sem kom heimaliðinu yfir en Cherif Ndiaye jafnaði metin fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu. Breel Embolo kom Mónakó 2-1 yfir á fjórðu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiksins og heimamenn því með yfirhöndina þegar síðari hálfleikur hófst. Wilfried Singo bætti við þriðja marki Mónakó á 54. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Embolo mark sem var dæmt af. Minamino var svo aftur á ferðinni þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka, eftir undirbúning Emboli, og staðan orðin 4-1. Minamino sjálfur átti svo stoðsendinguna í síðasta marki leiksins en það skoraði Maghnes Akliouche í uppbótartíma, lokatölur 5-1. What a win for Monaco 👏#UCL pic.twitter.com/QUVEF2zuaA— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 22, 2024 Mónakó fer með sigrinum á topp Meistaradeildarinnar með 7 stig að loknum þremur umferðum en fjöldi liða getur náð toppsætinu að loknum leikjum umferðarinnar. Rauða stjarnan er á botninum án stiga en liðið hefur fengið á sig 11 mörk í leikjunum þremur til þessa.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira