Viðskipti innlent

Bein út­sending: Um­hverfis­dagur at­vinnu­lífsins – At­vinnu­lífið leiðir

Atli Ísleifsson skrifar
Dagskráin stendur milli klukkan 13 og 16 í dag.
Dagskráin stendur milli klukkan 13 og 16 í dag.

„Atvinnulífið leiðir“ er yfirskrift Umhverfisdags atvinnulífsins 2024 sem haldinn er á Hilton Nordica í dag.

Dagskráin stendur milli 13 og 16 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi.

Í tilkynningu segir að dagurinn sé sameiginlegt verkefni SA, SAF, Samorku, SFF, SFS, SI og SVÞ.

„Dagurinn í ár er tileinkaður leiðandi atvinnulífi á sviði grænna lausna. Hin árlegu Umhverfisverðlaun atvinnulífsins verða veitt hátíðlega fyrir Umhverfisfyrirtæki ársins og Framtak ársins.

Í kjölfarið taka við tvær lotur af lifandi og skemmtilegum málstofum og í ár gefst gestum tækifæri til að velja um eina af fjórum málstofum í hvorri lotu. Þar munu fjölbreyttir fulltrúar aðildarsamtaka koma saman til að ræða stöðu atvinnulífsins, áskoranir og horfur til framtíðar. Kaffi og tengslamyndum verður á milli málstofa,“ segir í tilkynningunni.

Hægt er að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×