Fá annað tækifæri: Lengd framlengingar kærð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. október 2024 21:32 Stjarnan getur enn orðið Íslandsmeistari í 4. flokki drengja í C-liða keppni. Vísir/Diego/Samsett Á miðvikudag mætast KA og Stjarnan að nýju á Akureyri í leik um Íslandsmeistaratitilinn í C-liða keppni 4. flokks drengja en þar spila drengir fæddir 2010 og 2011. Ekki verður allur leikurinn leikinn upp á nýtt heldur aðeins framlenging leiksins. Þá þarf KA að greiða ferðakostnað Stjörnunnar. Úrslitaleikurinn fór fram 14. september síðastliðinn og var staðan 3-3 að loknum venjulegum leiktíma en heimamenn komust 3-0 yfir. Í kjölfarið var framlengt en aðeins voru spilaðar tíu mínútur (2x5 mínútur) frekar en 2x10 mínútur eins og reglurnar kveða á um. Þar sem ekki var skorað í framlengingu þurfti að útkljá leikinn með vítaspyrnukeppni og þar hafði KA betur. Nú greinir Akureyri.net frá því að Stjarnan hafi kært úrslit leiksins til aga- og úrskurðarnefndar Knattspyrnusambands Íslands þegar félagið áttaði sig á mistökum dómarans og að framlengingin hafi átt að vera samtals 20 mínútur en ekki aðeins 10 mínútur. Þar kemur einnig fram að í leiknum hafi hvort lið aðeins tekið þrjár vítaspyrnur en í vítakeppni er það liðið sem er yfir eftir fimm spyrnur sem vinnur. Það er ef það er ekki ljóst hver vinnur áður en fimmta spyrnan er tekin. Stjarnan fór fram á að úrslit leiksins yrðu dæmd ógild og að framlengingin, og vítaspyrnukeppnin ef til hennar kæmi, færi fram á heimavelli Stjörnunnar. Til vara gerðu Garðbæingar sömu kröfu nema ef leikið yrði á Akureyri þá þyrfti KA að greiða ferðakostnað. Kæra Stjörnunnar er á þessa leið: Þegar venjulegum leiktíma lauk og áður en framlenging hófst yfirgaf dómarinn leikstað og afhenti öðrum flautuna og þar með stjórn leiksins. Sá sem tók við flautunni þekkti ekki reglugerðina og var framlengingin 2x5 mínútur en ekki 2x10 mínútur. Þjálfarateymi Stjörnunnar mótmælti og lét vita hversu langur leikurinn ætti að vera. Jafnt var með liðum eftir framlengingu og þá var farið í vítaspyrnukeppni sem var þrjár spyrnur á hvort lið í stað fimm. Aftur lét þjálfarateymi Stjörnunnar í sér heyra. KA kom eftirfarandiá framfæri við aga- og úrskurðarnefnd KSÍ: Dómarinn var viðstaddur eftir að venjulegum leiktíma lauk og tók sjálfur ákvörðun að lengd framlengingar yrði 2x5 mínútur en ekki 2x10 mínútur. Dómarinn upplýsti bæði þjálfarateymi um ákvörðun sína. Engin mótmæli né mótbárur komu frá þjálfarateymi Stjörnunnar. Myndbandsupptaka staðfestir það. Dómarinn þurfti að yfirgefa leikstað þar sem hann var hluti af dómarateymi í leik sem byrjaði á Dalvík klukkan 16.30. Fól hann þá öðrum að taka við hlutverki dómara. Þótt framkvæmd leiksins hafi ekki verið í samræmi við reglugerð KSÍ bitnuðu mistök dómara á báðum liðum. Í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ segir meðal annars: Óumdeilt er að dómari leiksins upplýsti um og ákvað að framlenging skyldi vera 2 x 5 mínútur. Að henni lokinni fór fram vítaspyrnukeppni þar sem hvort lið tók aðeins þrjár spyrnur til að ráða fram úrslit í leiknum. Samkvæmt reglugerðar KSÍ skal leiktími framlengingar í 4. flokki karla vera 20 mín (2 x 10 mín). Sé enn jafnt að lokinni framlengingu skal fara fram vítaspyrnukeppni þar sem hvort lið tekur fimm spyrnur. Ef staðan er jöfn þegar hvort lið hefur tekið fimm spyrnur, skal spyrnum haldið áfram þar til annað liðið hefur skorað marki meira en hitt úr jafn mörgum spyrnum. Að mati aga- og úrskurðarnefndar eru ákvæði knattspyrnulaganna og reglugerðar ófrávíkjanleg og því ljóst að dómarinn gerði mistök varðand leiktímann. Engu breytir hvort mistök dómara hafi haft áhrif á báða aðila eða hafi verið framkvæmd með vitund beggja liða. Fallist er á kröfu Stjörnunnar að: Framlengingin skal fara fram að nýju, nú í 2 x 10 mínútur. Verði jafnt eftir framlengingu skal fara fram vítaspyrnukeppni, 5 spyrnur á hvort lið. Leikið skal á heimavelli KA. KA er gert að greiða ferðakostnað Stjörnunnar til Akureyrar og heim aftur. Tekið er fram að gæta skuli hagkvæmni í ferðakostnaði. Hann getur „aldrei numið hærri upphæð en sem nemur fargjaldi frá viðurkenndu rútufyrirtæki á umræddri leið. Sé ferðakostnaður hærri skal aðkomulið bera kostnað af mismun.“ Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan KA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Úrslitaleikurinn fór fram 14. september síðastliðinn og var staðan 3-3 að loknum venjulegum leiktíma en heimamenn komust 3-0 yfir. Í kjölfarið var framlengt en aðeins voru spilaðar tíu mínútur (2x5 mínútur) frekar en 2x10 mínútur eins og reglurnar kveða á um. Þar sem ekki var skorað í framlengingu þurfti að útkljá leikinn með vítaspyrnukeppni og þar hafði KA betur. Nú greinir Akureyri.net frá því að Stjarnan hafi kært úrslit leiksins til aga- og úrskurðarnefndar Knattspyrnusambands Íslands þegar félagið áttaði sig á mistökum dómarans og að framlengingin hafi átt að vera samtals 20 mínútur en ekki aðeins 10 mínútur. Þar kemur einnig fram að í leiknum hafi hvort lið aðeins tekið þrjár vítaspyrnur en í vítakeppni er það liðið sem er yfir eftir fimm spyrnur sem vinnur. Það er ef það er ekki ljóst hver vinnur áður en fimmta spyrnan er tekin. Stjarnan fór fram á að úrslit leiksins yrðu dæmd ógild og að framlengingin, og vítaspyrnukeppnin ef til hennar kæmi, færi fram á heimavelli Stjörnunnar. Til vara gerðu Garðbæingar sömu kröfu nema ef leikið yrði á Akureyri þá þyrfti KA að greiða ferðakostnað. Kæra Stjörnunnar er á þessa leið: Þegar venjulegum leiktíma lauk og áður en framlenging hófst yfirgaf dómarinn leikstað og afhenti öðrum flautuna og þar með stjórn leiksins. Sá sem tók við flautunni þekkti ekki reglugerðina og var framlengingin 2x5 mínútur en ekki 2x10 mínútur. Þjálfarateymi Stjörnunnar mótmælti og lét vita hversu langur leikurinn ætti að vera. Jafnt var með liðum eftir framlengingu og þá var farið í vítaspyrnukeppni sem var þrjár spyrnur á hvort lið í stað fimm. Aftur lét þjálfarateymi Stjörnunnar í sér heyra. KA kom eftirfarandiá framfæri við aga- og úrskurðarnefnd KSÍ: Dómarinn var viðstaddur eftir að venjulegum leiktíma lauk og tók sjálfur ákvörðun að lengd framlengingar yrði 2x5 mínútur en ekki 2x10 mínútur. Dómarinn upplýsti bæði þjálfarateymi um ákvörðun sína. Engin mótmæli né mótbárur komu frá þjálfarateymi Stjörnunnar. Myndbandsupptaka staðfestir það. Dómarinn þurfti að yfirgefa leikstað þar sem hann var hluti af dómarateymi í leik sem byrjaði á Dalvík klukkan 16.30. Fól hann þá öðrum að taka við hlutverki dómara. Þótt framkvæmd leiksins hafi ekki verið í samræmi við reglugerð KSÍ bitnuðu mistök dómara á báðum liðum. Í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ segir meðal annars: Óumdeilt er að dómari leiksins upplýsti um og ákvað að framlenging skyldi vera 2 x 5 mínútur. Að henni lokinni fór fram vítaspyrnukeppni þar sem hvort lið tók aðeins þrjár spyrnur til að ráða fram úrslit í leiknum. Samkvæmt reglugerðar KSÍ skal leiktími framlengingar í 4. flokki karla vera 20 mín (2 x 10 mín). Sé enn jafnt að lokinni framlengingu skal fara fram vítaspyrnukeppni þar sem hvort lið tekur fimm spyrnur. Ef staðan er jöfn þegar hvort lið hefur tekið fimm spyrnur, skal spyrnum haldið áfram þar til annað liðið hefur skorað marki meira en hitt úr jafn mörgum spyrnum. Að mati aga- og úrskurðarnefndar eru ákvæði knattspyrnulaganna og reglugerðar ófrávíkjanleg og því ljóst að dómarinn gerði mistök varðand leiktímann. Engu breytir hvort mistök dómara hafi haft áhrif á báða aðila eða hafi verið framkvæmd með vitund beggja liða. Fallist er á kröfu Stjörnunnar að: Framlengingin skal fara fram að nýju, nú í 2 x 10 mínútur. Verði jafnt eftir framlengingu skal fara fram vítaspyrnukeppni, 5 spyrnur á hvort lið. Leikið skal á heimavelli KA. KA er gert að greiða ferðakostnað Stjörnunnar til Akureyrar og heim aftur. Tekið er fram að gæta skuli hagkvæmni í ferðakostnaði. Hann getur „aldrei numið hærri upphæð en sem nemur fargjaldi frá viðurkenndu rútufyrirtæki á umræddri leið. Sé ferðakostnaður hærri skal aðkomulið bera kostnað af mismun.“
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan KA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira