Íslenski boltinn

Miða­sala fyrir úr­slita­leikinn í Víkinni fer fram á morgun

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það má búast við fullri stúku á sunnudaginn kemur.
Það má búast við fullri stúku á sunnudaginn kemur. Vísir/Diego

Víkingur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um sigur í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudaginn kemur. Miðasala fyrir þennan stærsta leik sumarsins hefst á morgun og reikna má með að færri komist að en vilja.

Víkingar hafa gefið út hvernig miðasölu verður háttað. Reiknað er með 2500 manns en Breiðablik fær 10 prósent af þeim miðum eða 250 talsins. Miðasala til stuðningsfólks Breiðabliks fer fram hjá Breiðablik.

Miðasalan á leikinn gegn Breiðablik fer svo af stað kl. 12:00 á morgun, þriðjudaginn 22.október og fyrirkomulagið er sem hér segir:

  • 12:00 – Ársmiðahafar fá sent SMS með hlekk á miðasölu í númeruð sæti í stúku.
  • 13:00 – Ársmiðahafar fá sent SMS hlekk á miðasölu í stæði.
  • 14:00 – Almenn miðasala til Víkinga hefst, séu miðar enn til.

Á vef Víkings má finna frekari upplýsingar um hvað er mikilvægt að hafa í huga þegar miðar eru keyptir.

Hvað leikinn varðar þá dugir Víkingum jafntefli til að halda Íslandsmeistaratitlinum í Víkinni en Blikar þurfa sigur til að fara með hann upp í Kópavog á nýjan leik.

Leikurinn á sunnudaginn kemur, 27. október, er að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst 17.45 og leikurinn kl. 18.30. Stúkan gerir svo leikinn og tímabilið upp kl. 21.15.


Tengdar fréttir

Arnar Gunnlaugsson í banni í úrslitaleiknum

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, mun ekki stýra liði sínu þegar liðið mætir Breiðabliki í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudag þar sem hann tekur út leikbann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×