Innlent

Ný könnun, frægir á þing og Ís­lands­met í aug­sýn

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá. Stöð 2

Samkvæmt nýrri könnun Maskínu vill þjóðin sjá formenn flokka sem ekki voru í síðustu ríkisstjórn leiða þá næstu. Við förum yfir glænýja könnun í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við þau sem flestir vilja sjá í embættinu – og fæstir.

Þá heyrum við í leiðtogum flokka sem gætu komið nýir inn á Alþingi. Tveir fyrrverandi forsetaframbjóðendur gefa kost á sér fyrir Lýðræðisflokkinn og Græningjar leita að þjóðþekktum einstaklingi. Sósíalistar hafa augastað á Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar.

Viðskiptaráð birti í dag úttekt á skólakerfinu sem ráðið segir renna stoðum undir orð borgarstjóra um kennara sem vöktu hörð viðbrögð. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs mætir í myndver og fer yfir málið í beinni.

Við kynnum okkur einnig endurbætur á Stuðlum eftir brunann, kíkjum til Grindavíkur sem var opnuð upp á gátt í dag og ræðum við jarðfræðing í beinni um næsta eldgos sem styttist líklega í.

Í Sportpakkanum verðum við í beinni frá bakgarðshlaupinu þar sem Íslandsmet er í sjónmáli og í Íslandi í dag kíkir Sindri Sindrason í morgunkaffi til seðlabankastjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×