Alma og Guðmundur Ari leiða í Kraganum Árni Sæberg skrifar 21. október 2024 17:12 Alma og Guðmundur Ari leiða Samfylkinguna í Kraganum. Vísir Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, mun skipa annað sætið á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Alma Möller verður í því fyrsta og Þórunn Sveinbjarnardóttir í því þriðja. Markmið Guðmundar er að ná sama árangri á landsvísu og hann náði í sveitarstjórnarkosningunum árið 2022 á Seltjarnarnesi, fjörutíu prósent atkvæða. Þetta staðfestir Guðmundur Ari í samtali við Vísi. Hann segir að sátt hafi skapast milli þeirra sem sóttust eftir sætum ofarlega á lista Samfylkingarinnar í Kraganum en Þórunn hafði þegar tilkynnt að hún myndi eftirláta Ölmu fyrsta sætið. Þá verði Árni Rúnar Þorvaldsson, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, í fjórða sætinu. Þessi listi sé háður endanlegu samþykki kjördæmisráðs flokksins í Kraganum. Hefur unnið náið með formanninum Guðmundur Ari segist mjög spenntur fyrir verkefninu framundan í korningabaráttunni. „Ég hef verið formaður framkvæmdastjórnar síðustu tíu ár, búinn að taka þátt í þessari vegferð með Kristrúnu [Frostadóttur], þar sem við höfum verið að kjarna málflutning Samfylkingarinnar utan um þessi mál sem sameina þjóðina. Nú er kominnn tími á að fara með okkar málflutning, okkar helstu áhersluatriði fyrir þjóðina.“ Þar vísar Guðmundur Ari meðal annars til þegar kynntra útspila Samfylkingarinnar í hinum ýmsu málaflokkum. Markmiðið fjörutíu prósent og Kristrún í forystu ríkisstjórnar Guðmundur Ari segir markmiðið að sameina þjóðina um áherslumálin, efnahagsmál, heilbrigðismál og húsnæðismál og að koma Kristrúnu í forystu nýrrar ríkisstjórnar. Ætlar þú að koma Samfylkingunni í fjörutíu prósent í Kraganum eins og á Seltjarnarnesi? „Það er bara markmiðið. Ég hef alveg sagt það reglulega að ég sé mikinn samhljóm með þessu verkefni Samfylkingarinnar á landsvísu síðustu tvö ár og þess verkefnis sem ég hef verið að vinna síðustu tvö ár á Seltjarnarnesi. Það var þetta, að hætta að rífast um málin á ystu jöðrunum og sameinast um mál sem eru mikilvæg fyrir samfélagið, heillamál, hvernig við getum byggt upp grunnkerfin okkar. Fólk er orðið þreytt á því að það sé endalaust verið að tala um pólitík á pólunum en sjá engar lausnir. Ég vona að við náum svipuðum árangri í kraganum og á landsvísu, að sameina fólk um þessi kjarnamál.“ Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Samfylkingin Alþingi Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Þetta staðfestir Guðmundur Ari í samtali við Vísi. Hann segir að sátt hafi skapast milli þeirra sem sóttust eftir sætum ofarlega á lista Samfylkingarinnar í Kraganum en Þórunn hafði þegar tilkynnt að hún myndi eftirláta Ölmu fyrsta sætið. Þá verði Árni Rúnar Þorvaldsson, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, í fjórða sætinu. Þessi listi sé háður endanlegu samþykki kjördæmisráðs flokksins í Kraganum. Hefur unnið náið með formanninum Guðmundur Ari segist mjög spenntur fyrir verkefninu framundan í korningabaráttunni. „Ég hef verið formaður framkvæmdastjórnar síðustu tíu ár, búinn að taka þátt í þessari vegferð með Kristrúnu [Frostadóttur], þar sem við höfum verið að kjarna málflutning Samfylkingarinnar utan um þessi mál sem sameina þjóðina. Nú er kominnn tími á að fara með okkar málflutning, okkar helstu áhersluatriði fyrir þjóðina.“ Þar vísar Guðmundur Ari meðal annars til þegar kynntra útspila Samfylkingarinnar í hinum ýmsu málaflokkum. Markmiðið fjörutíu prósent og Kristrún í forystu ríkisstjórnar Guðmundur Ari segir markmiðið að sameina þjóðina um áherslumálin, efnahagsmál, heilbrigðismál og húsnæðismál og að koma Kristrúnu í forystu nýrrar ríkisstjórnar. Ætlar þú að koma Samfylkingunni í fjörutíu prósent í Kraganum eins og á Seltjarnarnesi? „Það er bara markmiðið. Ég hef alveg sagt það reglulega að ég sé mikinn samhljóm með þessu verkefni Samfylkingarinnar á landsvísu síðustu tvö ár og þess verkefnis sem ég hef verið að vinna síðustu tvö ár á Seltjarnarnesi. Það var þetta, að hætta að rífast um málin á ystu jöðrunum og sameinast um mál sem eru mikilvæg fyrir samfélagið, heillamál, hvernig við getum byggt upp grunnkerfin okkar. Fólk er orðið þreytt á því að það sé endalaust verið að tala um pólitík á pólunum en sjá engar lausnir. Ég vona að við náum svipuðum árangri í kraganum og á landsvísu, að sameina fólk um þessi kjarnamál.“
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Samfylkingin Alþingi Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira