Vilja skýrari svör um afgreiðslu fjárlaga og þingslit Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2024 15:51 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Arnar Formaður Viðreisnar segir að starfsstjórnin verði að leggja fram skýrari svör um afgreiðslu fjárlaga og þingslit en þau sem komu fram á fundi formanna flokkanna á Alþingi í dag. Ríkur vilji sé hjá flokkunum að klára þau mál sem eðlilegt sé að klára. Formenn flokkanna á Alþingi hittust á fundi í hádeginu þar sem leggja átti drög að því hvernig gengið yrði frá málum áður en þingi verður slitið í aðdraganda þingkosninga í lok nóvember. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að farið hafi verið yfir nokkur mál á fundinum en henni hafi fundist svör starfandi fjármála- og forsætisráðherra nokkuð óljós um áherslur þeirra. „Við þurfum að fá betri útskýringar á ákveðnum hlutum sem voru settir þarna fram,“ segir hún og nefnir atriði úr fjáraukalögum og mál sem varða tekjuhlið ríkissjóðs. Þá þurfi frekari upplýsingar um framkvæmdir eins og Ölfusárbrú. Á meðan línur eru ekki orðnar skýrari segir Þorgerður að formennirnir hafi rætt um að tilgangslaust væri fyrir fjárlaganefnd Alþingis að funda. Ríkur vilji sé hjá allflestum flokkum að afgreiða þau mál sem eðlilegt sé að kára. Þorgerður segir að sér hafi komið á óvart að fundurinn hafi ekki verið betur undirbúinn en að hún sé einnig þakklát fyrir að hann hafi verið haldinn og að formennirnir hafi getað rætt saman opinskátt. „Við þurfum að fá betri svör við okkar spurningum og að er alveg sjálfsagt að gefa ráðherrum þann frest að vinna betur svörin inn í þær spurningar sem við settum fram á fundinum,“ segir Þorgerður. Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannsson, starfandi fjármálaráðherra, við vinnslu fréttarinnar. Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Formenn flokkanna á Alþingi hittust á fundi í hádeginu þar sem leggja átti drög að því hvernig gengið yrði frá málum áður en þingi verður slitið í aðdraganda þingkosninga í lok nóvember. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að farið hafi verið yfir nokkur mál á fundinum en henni hafi fundist svör starfandi fjármála- og forsætisráðherra nokkuð óljós um áherslur þeirra. „Við þurfum að fá betri útskýringar á ákveðnum hlutum sem voru settir þarna fram,“ segir hún og nefnir atriði úr fjáraukalögum og mál sem varða tekjuhlið ríkissjóðs. Þá þurfi frekari upplýsingar um framkvæmdir eins og Ölfusárbrú. Á meðan línur eru ekki orðnar skýrari segir Þorgerður að formennirnir hafi rætt um að tilgangslaust væri fyrir fjárlaganefnd Alþingis að funda. Ríkur vilji sé hjá allflestum flokkum að afgreiða þau mál sem eðlilegt sé að kára. Þorgerður segir að sér hafi komið á óvart að fundurinn hafi ekki verið betur undirbúinn en að hún sé einnig þakklát fyrir að hann hafi verið haldinn og að formennirnir hafi getað rætt saman opinskátt. „Við þurfum að fá betri svör við okkar spurningum og að er alveg sjálfsagt að gefa ráðherrum þann frest að vinna betur svörin inn í þær spurningar sem við settum fram á fundinum,“ segir Þorgerður. Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannsson, starfandi fjármálaráðherra, við vinnslu fréttarinnar.
Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira