Innlent

Þau taka þátt í próf­kjöri Pírata

Atli Ísleifsson skrifar
Flestir bjóða sig fram í sameiginlegu prófkjöri fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö.
Flestir bjóða sig fram í sameiginlegu prófkjöri fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö. Vísir/Vilhelm

Framboðsfrestur í prófkjöri Pírata rann út klukkan 16 og hófst prófkjörið á sama tíma. Kosningin mun standa til klukkan 16 á þriðjudag en alls eru 69 í framboði.

Tuttugu og níu bjóða sig fram í sameiginlegu prófkjöri fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö, fimmtán í Suðvesturkjördæmi, níu í Suðurkjördæmi, níu í Norðausturkjördæmi og sjö í Norðvesturkjördæmi.

Í hópi frambjóðenda eru þingmennirnir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Halldóra Mogensen, Björn Leví Gunnarsson, Gísli Rafn Ólafsson og svo borgarfulltrúarnir Dóra Björt Guðjónsdóttir og Alexandra Briem.

Kosið er á heimasíðu Pírata en að neðan má sjá þá sem hafa boðið sig fram,

Reykjavíkurkjördæmi norður og suður:

  • Derek Terell Allen
  • Dóra Björt Guðjónsdóttir
  • Eva Sjöfn Helgadóttir
  • Eyþór Máni
  • Halldóra Mogensen
  • Haraldur Tristan Gunnarsson
  • Haukur Viðar Alfreðsson
  • Illugi Kristinsson
  • Ingimar Þór Friðriksson
  • Kjartan Jónsson
  • Kristin Vala Ragnarsdottir
  • KristinnÁ
  • Leifur A. Benediktsson
  • Lenya Rún Taha Karim
  • Matthías Freyr Matthíasson
  • Nói Kristinsson
  • Sara Oskarsson
  • sigruntinna
  • Sæmundur Gunnar Ámundason
  • Steinar Jónsson
  • Tinna Helgadóttir
  • Valgerður Árnadóttir
  • Wiktoria Joanna Ginter
  • Alexandra Briem
  • Andrés Ingi Jónsson
  • Arna Sigrún Haraldsdóttir
  • Ásta Kristín Marteinsdóttir
  • Baldur Vignir Karlsson
  • Björn Leví Gunnarsson

Suðvesturkjördæmi

  • Bjartur Thorlacius
  • Elín Kona Eddudóttir
  • Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir
  • Gísli Rafn Ólafsson
  • Helga Finnsdóttir
  • Indriði Ingi Stefánsson
  • Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir
  • Lárus Vilhjálmsson
  • Leifur Eysteinn Kristjánsson
  • Þorgeir Lárus Árnason
  • Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
  • Siggigisli
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
  • Stefan Eagle Gilkerson
  • Stefán Snær Ágústsson

Suðurkjördæmi:

  • Axel Pétur Axelsson
  • Bergþór H. Þórðarson
  • Elísabet Kjárr Ólafsdóttir
  • Hans Alexander Margrétarson Hansen
  • Jason Steinþórsson
  • Linda Björg Arnheiðardóttir
  • Mummi Týr
  • Þórir Hilmarsson
  • Alfheidur Eymarsdottir

Norðausturkjördæmi:

  • Viktor Traustason
  • Aðalbjörn Jóhannsson
  • Adda Steina
  • Bjarni Arason
  • Guðrún Ágústa Þórdísardóttir
  • Júlíus Blómkvist Friðriksson
  • Lena Sólborg Valgarðsdóttir
  • Rúnar Gunnarsson
  • Theodór Ingi Ólafsson

Norðvesturkjördæmi:

  • Agga Ragnheiður Steina Ólafsdóttir
  • Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir
  • Sunna Einarsdóttir
  • Sigríður Elsa Álfhildardóttir
  • Pétur Óli Þorvaldsson
  • Magnús Kr Guðmundsson
  • Herbert Snorrason

Tengdar fréttir

Píratar halda prófkjör

Kjörstjórn Pírata fyrir alþingiskosningar 2024 hefur boðað til prófkjörs dagana 20.–22. október næstkomandi þar sem kosið verður um sæti á framboðslista flokksins í öllum kjördæmum.

Lenya vill for­ystu­sæti hjá Pírötum í Reykja­vík

Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, sækist eftir fyrsta sæti í prófkjöri Pírata í Reykjavíkurkjördæmunum. Það tilkynnti Lenya á Facebook í færslu í gær. Hún hefur síðustu þrjú ár sinnt varaþingmennsku fyrir flokkinn en segir tíma til kominn að hleypa nýju fólki að borðinu.

Halldóra vill vera áfram á þingi

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hyggst áfram gefa kost á sér til að gegna þingmennsku í komandi alþingiskosningum. Þannig hafa þrír af sex sitjandi þingmönnum flokksins gefið það út að þeir hyggi aftur á framboð. Auk Halldóru ætla Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson að gefa kost á sér áfram, en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir ætlar hins vegar ekki fram aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×