Messi kom inn á í hálfleik og skoraði þrennu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2024 09:32 Lionel Messi fagnar einu marka sinna ásamt Jordi Alba. Messi skoraði þrennu á aðeins ellefu mínútum. Getty/Carmen Mandato Lionel Messi er nýkominn heim úr landsliðsverkefni þar sem hann skoraði þrennu og byrjaði því á bekknum í bandaríska fótboltanum í nótt. Hann kom hins vegar inn á í hálfleik og skoraði í þrennu í 6-2 sigri Inter Miami á New England Revolution. Með þessum sigri þá sló Inter Miami stigametið í bandarísku deildinni en þetta var lokaleikur deildarkeppninnar. Miami menn enduðu með 74 stig í 34 leikjum en New England Revolution átti einmitt stigametið áður sem voru 73 stig frá árinu 2021. Messi og félagar unnu 22 af 34 leikjum sínum og töpuðu aðeins fjórum leikjum en átta af leikjunum enduðu með jafntefli. 2️⃣ GOALS IN 3️⃣ MINUTES FOR MESSI ✨ pic.twitter.com/t8yqu8FLBP— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) October 19, 2024 Án Messi þá lenti Inter Miami tveimur mörkum undir á móti New England Revolution í leiknum í nótt. Mörkin komu á 2. og 34. mínútu. Luis Suárez var hins vegar búinn að jafna metin fyrir hálfleik. Messi kom síðan inn í hálfleik og eftir aðeins eina mínútu var hann búinn að leggja upp mark ásamt Jordi Alba en Benjamin Cremaschi skoraði það mark. Messi skoraði síðan þrennu á aðeins ellefu mínútum frá 78. mínútu til 89. mínútu. Suárez átti stoðsendinguna í tveimur markanna og Alba í einu. No caption needed 🔟🐐 pic.twitter.com/J0kgXx5rkA— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) October 20, 2024 Messi endaði deildarkeppnina með tuttugu mörk og sautján stoðsendingar í aðeins nítján leikjum. Hann missti af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla. Messi varð engu að síður næstmarkahæstur í deildarkeppninni ásamt þeim Suárez og Denis Bouanga hjá Los Angeles en allir skoruðu þeir tuttugu mörk. Markahæstur var Christian Benteke hjá DC United með 23 mörk. Messi varð einnig þriðji í stoðsendingum. Dagur Dan Þórhallsson spilaði fyrstu áttatíu mínúturnar þegar Orlando City tapaði 2-1 á heimavelli á móti Atlanta United. Orlando City endaði í fjórða sæti Austurdeildarinnar, 22 stigum á eftir toppliði Inter Miami. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira
Með þessum sigri þá sló Inter Miami stigametið í bandarísku deildinni en þetta var lokaleikur deildarkeppninnar. Miami menn enduðu með 74 stig í 34 leikjum en New England Revolution átti einmitt stigametið áður sem voru 73 stig frá árinu 2021. Messi og félagar unnu 22 af 34 leikjum sínum og töpuðu aðeins fjórum leikjum en átta af leikjunum enduðu með jafntefli. 2️⃣ GOALS IN 3️⃣ MINUTES FOR MESSI ✨ pic.twitter.com/t8yqu8FLBP— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) October 19, 2024 Án Messi þá lenti Inter Miami tveimur mörkum undir á móti New England Revolution í leiknum í nótt. Mörkin komu á 2. og 34. mínútu. Luis Suárez var hins vegar búinn að jafna metin fyrir hálfleik. Messi kom síðan inn í hálfleik og eftir aðeins eina mínútu var hann búinn að leggja upp mark ásamt Jordi Alba en Benjamin Cremaschi skoraði það mark. Messi skoraði síðan þrennu á aðeins ellefu mínútum frá 78. mínútu til 89. mínútu. Suárez átti stoðsendinguna í tveimur markanna og Alba í einu. No caption needed 🔟🐐 pic.twitter.com/J0kgXx5rkA— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) October 20, 2024 Messi endaði deildarkeppnina með tuttugu mörk og sautján stoðsendingar í aðeins nítján leikjum. Hann missti af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla. Messi varð engu að síður næstmarkahæstur í deildarkeppninni ásamt þeim Suárez og Denis Bouanga hjá Los Angeles en allir skoruðu þeir tuttugu mörk. Markahæstur var Christian Benteke hjá DC United með 23 mörk. Messi varð einnig þriðji í stoðsendingum. Dagur Dan Þórhallsson spilaði fyrstu áttatíu mínúturnar þegar Orlando City tapaði 2-1 á heimavelli á móti Atlanta United. Orlando City endaði í fjórða sæti Austurdeildarinnar, 22 stigum á eftir toppliði Inter Miami.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira