Körfubolti

„Hún er hjartað og lungað í liðinu“

Siggeir Ævarsson skrifar
Maddie Sutton sækir frákast í bikarúrslitunum í vor
Maddie Sutton sækir frákast í bikarúrslitunum í vor Vísir/Hulda Margrét

Maddie Sutton, leikmaður Þórs frá Akureyri, hefur heillað Pálínu Gunnlaugsdóttur, sérfræðing Körfuboltakvölds, upp úr skónum það sem af er hausti.

„Hún er að mínu mati hjartað og lungað í liðinu og það gefur manni oft svo mikið ef þú ert með erlendan leikmann sem er tilbúinn. Henni er alveg sama þótt hún skori núll stig. Hún er alveg tilbúin bara að deyja fyrir stelpurnar. Taka fráköst. Henni finnst það bara ógeðslega gaman.“

Sutton rífur fráköst niður í bunkum en hún var næst frákastahæst í deildinni í fyrra með 13,8 slík í leik. Hörður Unnsteinsson benti svo á að hún sé núna stoðsendingahæst í deildinni. Það hefur reyndar breyst síðan þátturinn var sendur út en hún er engu að síður þriðja hæst, með 6,7 stoðsendingar í leik.

„Maddie er stoðsendingahæst í deildinni. Hún var með níu stoðsendingar í gær. Var með átta í öðrum leiknum. Hún er með einhverjar sjö eða átta stoðsendingar í leik. [...] Hún gefur liðinu alveg ofboðslega mikið þó hún sé ekki að skora.“

Helena Sverrisdóttir tók undir orð þeirra Pálínu og Harðar og bætti við:

„Það er einhver svona baráttusjarmi yfir henni. Hún rífur allar stelpurnar með sér.“

Innslagið í heild má sjá hér að neðan.

Klippa: Maddie Sutton dugnaðarforkur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×