Átti samtal við Höllu Hrund fyrir stjórnarslitin Rafn Ágúst Ragnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. október 2024 11:46 Formaðurinn vermir annað sæti framboðslista Framsóknar í Suðurkjördæmi og segir mikilvægt að hugsa út fyrir kassann þegar knappur tími er til kosninga. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist sjálfur hafa ákveðið að óska eftir því við kjörstjórn að Halla Hrund Logadóttir fengi oddvitasætið á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Hann segir að þegar efnt sé til kosninga með stuttum fyrirvara þurfi að hafa hraðar hendur og þar sem Framsóknarflokkurinn hafi ekki verið að mælast ásættanlega þurfi að horfa til djarfari lausna. Stuttur fyrirvari „Ég átti von á því að kosningar yrðu næsta vor eða jafnvel næsta haust en á hverjum tíma þarf stjórnmálaflokkur að horfa í kring um sig, hvar hann gæti styrkt sig, með hverjum hann gæti unnið. Við höfum auðvitað átt samtal meðal annars um orkumál og auðlindanýtingu, við Halla Hrund, og síðan núna í haust áður en að þetta var komið til hafði ég tekið samtal við hana um þessi mál,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Sjá einnig: Halla Hrund gengin til liðs við Framsókn og tekur sæti formannsins „En síðan þegar hlutirnir gerast með þessum hætti, það var á sunnudaginn fyrir sex dögum sem að formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra einhliða ákvað að slíta ríkisstjórninni og nú sex dögum síðar er þetta niðurstaðan,“ segir hann þá. Sigurður segist ekki vera hræddur um að detta sjálfur af þingi en formaðurinn hefur sjálfur ekki mælst inni á þingi sem kjördæmakjörinn þingmaður. „Ég er ekki hræddur. Kjósendur ráða en ég vildi með þessu búa til öflugan valkost og segja einfaldlega að ef formaðurinn þorir ekki að taka slaginn með sínu fólki þá er hann ekki mikill leiðtogi,“ segir Sigurður. Hvergi af baki dottinn Hann segir engan bilbug finna á sér og að hann stefni ekki að því að hætta í íslenskum stjórnmálum í bráð. „Ég er formaður flokksins og við höfum fulla trú á því að við getum snúið þessu tafli við á næstu vikum og komið út sem sigurvegarar kosninganna eins og við gerðum 2021 og verið mikilsvert afl í íslenskum stjórnmálum á næstu árum. Þar ætla ég að vera,“ segir Sigurður Ingi. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Framsóknarflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Hann segir að þegar efnt sé til kosninga með stuttum fyrirvara þurfi að hafa hraðar hendur og þar sem Framsóknarflokkurinn hafi ekki verið að mælast ásættanlega þurfi að horfa til djarfari lausna. Stuttur fyrirvari „Ég átti von á því að kosningar yrðu næsta vor eða jafnvel næsta haust en á hverjum tíma þarf stjórnmálaflokkur að horfa í kring um sig, hvar hann gæti styrkt sig, með hverjum hann gæti unnið. Við höfum auðvitað átt samtal meðal annars um orkumál og auðlindanýtingu, við Halla Hrund, og síðan núna í haust áður en að þetta var komið til hafði ég tekið samtal við hana um þessi mál,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Sjá einnig: Halla Hrund gengin til liðs við Framsókn og tekur sæti formannsins „En síðan þegar hlutirnir gerast með þessum hætti, það var á sunnudaginn fyrir sex dögum sem að formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra einhliða ákvað að slíta ríkisstjórninni og nú sex dögum síðar er þetta niðurstaðan,“ segir hann þá. Sigurður segist ekki vera hræddur um að detta sjálfur af þingi en formaðurinn hefur sjálfur ekki mælst inni á þingi sem kjördæmakjörinn þingmaður. „Ég er ekki hræddur. Kjósendur ráða en ég vildi með þessu búa til öflugan valkost og segja einfaldlega að ef formaðurinn þorir ekki að taka slaginn með sínu fólki þá er hann ekki mikill leiðtogi,“ segir Sigurður. Hvergi af baki dottinn Hann segir engan bilbug finna á sér og að hann stefni ekki að því að hætta í íslenskum stjórnmálum í bráð. „Ég er formaður flokksins og við höfum fulla trú á því að við getum snúið þessu tafli við á næstu vikum og komið út sem sigurvegarar kosninganna eins og við gerðum 2021 og verið mikilsvert afl í íslenskum stjórnmálum á næstu árum. Þar ætla ég að vera,“ segir Sigurður Ingi.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Framsóknarflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira