Segja loforð svikin á meðan karfan fær stærsta íþróttahús landsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2024 12:32 Fimleikadeild Keflavíkur er næst stærsta íþróttadeildin á Suðurnesjum með hátt í sex hundruð iðkendur en aðstaðan í Íþróttaakademíunni í Krossmóa er löngu sprungin. Fimleikadeild Keflavikur Stjórn Fimleikadeildar Keflavíkur segir að upp sé komin óásættanleg staða fyrir fimleikadeildina en þetta kemur fram í pistli frá stjórninni sem birtist hér inn á Vísi. Í pistlinum er farið yfir aðstöðuleysi fimleikadeildar Keflavíkur og þá staðreynd að á meðan er verið að láta körfuboltalið Njarðvíkur fá nýja og glæsilega aðstöðu þá er ekki staðið við loforð við fimleikadeildina. Fimleikadeild Keflavíkur er næst stærsta íþróttadeildin á Suðurnesjum með hátt í sex hundruð iðkendur en aðstaðan í Íþróttaakademíunni í Krossmóa er löngu sprungin. Ástandið versnaði síðan enn frekar þegar Myllubakkaskóli fékk hluta af húsnæðinu vegna myglu þar. Sú ráðstöfun átti að vera tímabundin en hefur nú staðið yfir í næstum fjögur ár. Fimleikadeildin vekur athygli á því að Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur sé aðeins með þrjú hundruð iðkendur, eða helming þess sem er í fimleikum, en að hún hafi nýlega fengið afhent stærsta íþróttahús landsins. Af því að fimleikadeildinni lofað tíma í íþróttahúsinu í Akurskóla á álagstímum var farið í að fjárfesta í nýju hópfimleikagólfi, svo hægt væri að létta á álaginu í fimleikasalnum með því að bjóða upp á dansæfingar hópfimleika í Akurskóla. „Nú hefur þetta loforð verið svikið, þar sem Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hyggst halda áfram að fullnýta bæði Ljónagryfjuna og íþróttahúsið í Akurskóla samhliða fullnýtingu nýrrar Stapagryfju, og tímarnir sem fimleikadeildinni eru boðnir eru seint á kvöldin eða um helgar en ekki álagstímar í fimleikasalnum eins og lagt var upp með. Þetta gerir það að verkum að við sitjum uppi með hópfimleikagólf sem við getum ekki nýtt,“ segir í greininni. Stjórn fimleikadeildarinnar hefur farið yfir æfingatöflur Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur og segir það augljóst að nýting þessa þriggja íþróttamannvirkja er langt undir þeirri pressu sem aðrar íþróttagreinar á Suðurnesjum búa við. „Við teljum að þessi ákvörðun sé tekin með hagsmuni fárra í huga og á kostnað iðkenda fimleikadeildarinnar og hindrar okkur í að stunda okkar starfsemi á eðlilegan hátt,“ segir í greininni en hana má sjá hér fyrir ofan eða með því að smella hér. Fimleikar Körfubolti UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Í pistlinum er farið yfir aðstöðuleysi fimleikadeildar Keflavíkur og þá staðreynd að á meðan er verið að láta körfuboltalið Njarðvíkur fá nýja og glæsilega aðstöðu þá er ekki staðið við loforð við fimleikadeildina. Fimleikadeild Keflavíkur er næst stærsta íþróttadeildin á Suðurnesjum með hátt í sex hundruð iðkendur en aðstaðan í Íþróttaakademíunni í Krossmóa er löngu sprungin. Ástandið versnaði síðan enn frekar þegar Myllubakkaskóli fékk hluta af húsnæðinu vegna myglu þar. Sú ráðstöfun átti að vera tímabundin en hefur nú staðið yfir í næstum fjögur ár. Fimleikadeildin vekur athygli á því að Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur sé aðeins með þrjú hundruð iðkendur, eða helming þess sem er í fimleikum, en að hún hafi nýlega fengið afhent stærsta íþróttahús landsins. Af því að fimleikadeildinni lofað tíma í íþróttahúsinu í Akurskóla á álagstímum var farið í að fjárfesta í nýju hópfimleikagólfi, svo hægt væri að létta á álaginu í fimleikasalnum með því að bjóða upp á dansæfingar hópfimleika í Akurskóla. „Nú hefur þetta loforð verið svikið, þar sem Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hyggst halda áfram að fullnýta bæði Ljónagryfjuna og íþróttahúsið í Akurskóla samhliða fullnýtingu nýrrar Stapagryfju, og tímarnir sem fimleikadeildinni eru boðnir eru seint á kvöldin eða um helgar en ekki álagstímar í fimleikasalnum eins og lagt var upp með. Þetta gerir það að verkum að við sitjum uppi með hópfimleikagólf sem við getum ekki nýtt,“ segir í greininni. Stjórn fimleikadeildarinnar hefur farið yfir æfingatöflur Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur og segir það augljóst að nýting þessa þriggja íþróttamannvirkja er langt undir þeirri pressu sem aðrar íþróttagreinar á Suðurnesjum búa við. „Við teljum að þessi ákvörðun sé tekin með hagsmuni fárra í huga og á kostnað iðkenda fimleikadeildarinnar og hindrar okkur í að stunda okkar starfsemi á eðlilegan hátt,“ segir í greininni en hana má sjá hér fyrir ofan eða með því að smella hér.
Fimleikar Körfubolti UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira