Lárus leiðir uppstillingarnefnd Framsóknar í Reykjavík Lovísa Arnardóttir skrifar 17. október 2024 14:45 Lárus Sigurður segir fólk geta haft samband vilji það bjóða sig fram fyrir Framsókn. Aðsend Lárus Sigurður Lárusson lögmaður leiðir kjörnefnd í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir Framsóknarflokkinn. Með honum í nefndinni eru þau Haukur Logi Karlsson, Fanný Gunnarsdóttir, Ásta Björg Ólafsdóttir, Teitur Erlendsson, Björn Ívar Björnsson og Unnur Þöll Benediktsdóttir Teitur Erlendsson starfar núna sem aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar ráðherra flokksins og oddvita í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu kosningum. Haukur Logi Karlsson er dósent við háskólann að Bifröst, Fanný Gunnarsdóttir sinnti varaþingmennsku fyrir flokkinn 2006 og 2015. Björn Ívar Björnsson er í nefndarmaður í Íbúaráði Vesturbæjar fyrir Framsóknarflokkinn og Unnur Þöll Benediktsdóttir er varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík. Í pósti sem sendur var á félagsmenn í morgun kom fram að Framsókn í Reykjavík leiti að öflugu og áhugasömu fólki á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir komandi Alþingiskosningar. Þar kemur einnig fram að framboðsfrestur er til klukkan 22:00 á sunnudag hinn 20. október 2024. Mikill áhugi „Það hefur ekki staðið á viðbrögðunum,“ segir Lárus Sigurður í samtali við fréttastofu um póstinn sem sendur var á félagsmenn. Í síðustu kosningum leiddu Ásmundur Einar Daðason og Lilja Dögg Alfreðsdóttur ráðherrar flokksins lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Þau voru einu þingmenn kjördæmanna sem komust á þing. „Það var kjördæmaþing hjá Reykjavíkurkjördæmunum í gærkvöldi. Það var tvöfalt kjördæmaþing þar sem endurnýjað var kjör kjörnefndarinnar sem ég leiði,“ segir Lárus Sigurður. Kjörnefndin mun stilla upp á lista sem er svo sendur til stjórnar kjördæmasambandanna sem þarf svo að samþykkja listann á sérstöku auka kjördæmaþingi. Lárus gerir ráð fyrir að það verði haldið í kringum 26. eða 27. október. Svo að tími fáist til að klára málið áður en skila þarf framboðunum inn þann 31. október. Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir Minnihlutastjórn tekur væntanlega við völdum á morgun Allt útlit er fyrir að tveggja flokka minnihluta starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taki við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun. Þar með lýkur stjórnartíð ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar sem skipuð var í apríl, og eftir atvikum tveggja daga stjórn starfsstjórnar undir hans forsæti. 16. október 2024 21:11 Sigurður Ingi fær innviðaráðuneytið og Bjarni hin tvö Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna komu saman til ríkisstjórnarfundar í síðasta sinn síðdegis í dag. 16. október 2024 15:30 Þingflokkarnir funda hver í sínu horni Þingflokkar Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins komu saman til funda hver í sínu horni klukkan 13 í dag. Ráðherrar flokkanna mæta á ríkisstjórnarfund sem boðað hefur verið til klukkan 16 í dag. 16. október 2024 13:36 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Teitur Erlendsson starfar núna sem aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar ráðherra flokksins og oddvita í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu kosningum. Haukur Logi Karlsson er dósent við háskólann að Bifröst, Fanný Gunnarsdóttir sinnti varaþingmennsku fyrir flokkinn 2006 og 2015. Björn Ívar Björnsson er í nefndarmaður í Íbúaráði Vesturbæjar fyrir Framsóknarflokkinn og Unnur Þöll Benediktsdóttir er varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík. Í pósti sem sendur var á félagsmenn í morgun kom fram að Framsókn í Reykjavík leiti að öflugu og áhugasömu fólki á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir komandi Alþingiskosningar. Þar kemur einnig fram að framboðsfrestur er til klukkan 22:00 á sunnudag hinn 20. október 2024. Mikill áhugi „Það hefur ekki staðið á viðbrögðunum,“ segir Lárus Sigurður í samtali við fréttastofu um póstinn sem sendur var á félagsmenn. Í síðustu kosningum leiddu Ásmundur Einar Daðason og Lilja Dögg Alfreðsdóttur ráðherrar flokksins lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Þau voru einu þingmenn kjördæmanna sem komust á þing. „Það var kjördæmaþing hjá Reykjavíkurkjördæmunum í gærkvöldi. Það var tvöfalt kjördæmaþing þar sem endurnýjað var kjör kjörnefndarinnar sem ég leiði,“ segir Lárus Sigurður. Kjörnefndin mun stilla upp á lista sem er svo sendur til stjórnar kjördæmasambandanna sem þarf svo að samþykkja listann á sérstöku auka kjördæmaþingi. Lárus gerir ráð fyrir að það verði haldið í kringum 26. eða 27. október. Svo að tími fáist til að klára málið áður en skila þarf framboðunum inn þann 31. október.
Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir Minnihlutastjórn tekur væntanlega við völdum á morgun Allt útlit er fyrir að tveggja flokka minnihluta starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taki við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun. Þar með lýkur stjórnartíð ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar sem skipuð var í apríl, og eftir atvikum tveggja daga stjórn starfsstjórnar undir hans forsæti. 16. október 2024 21:11 Sigurður Ingi fær innviðaráðuneytið og Bjarni hin tvö Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna komu saman til ríkisstjórnarfundar í síðasta sinn síðdegis í dag. 16. október 2024 15:30 Þingflokkarnir funda hver í sínu horni Þingflokkar Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins komu saman til funda hver í sínu horni klukkan 13 í dag. Ráðherrar flokkanna mæta á ríkisstjórnarfund sem boðað hefur verið til klukkan 16 í dag. 16. október 2024 13:36 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Minnihlutastjórn tekur væntanlega við völdum á morgun Allt útlit er fyrir að tveggja flokka minnihluta starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taki við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun. Þar með lýkur stjórnartíð ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar sem skipuð var í apríl, og eftir atvikum tveggja daga stjórn starfsstjórnar undir hans forsæti. 16. október 2024 21:11
Sigurður Ingi fær innviðaráðuneytið og Bjarni hin tvö Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna komu saman til ríkisstjórnarfundar í síðasta sinn síðdegis í dag. 16. október 2024 15:30
Þingflokkarnir funda hver í sínu horni Þingflokkar Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins komu saman til funda hver í sínu horni klukkan 13 í dag. Ráðherrar flokkanna mæta á ríkisstjórnarfund sem boðað hefur verið til klukkan 16 í dag. 16. október 2024 13:36