Telja árásir sænskra unglinga runnar undan rifjum Írana Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2024 09:35 Mikill viðbúnaður var þegar skotum var hleypt af við ísraelskt fyrirtæki í Gautaborg í síðustu viku. Skotmaðurinn reyndist þrettán ára piltur. Vísir/EPA Sænska öryggislögreglan telur að írönsk stjórnvöld hafi fengið þarlend glæpagengi til þess að ráðast á ísraels fyrirtæki og sendiskrifstofur á Norðurlöndum undanfarnar vikur. Gengin hafa notað unglinga sem handbendi sín í þeim árásum. Skotum var hleypt af við hergagnaverksmiðju dótturfélags ísraelsks fyrirtækis í Gautaborg í síðustu viku. Skotmaðurinn var þrettán ára gamall piltur. Lögreglan rannsakar málið sem tilraun til manndráps. Árásin var ekki einsdæmi. Fyrr í þessum mánuði voru sænskir unglingar handteknir eftir sprengingar við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn. Talið er að þeir hafi sprengt tvær handsprengjur nærri sendiráðinu. Daginn áður hafði skotum verið hleypt af við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi. Sænska öryggislögreglan Säpo sagði strax að Íranir gætu hafa komið nálægt árásunum. Hún hafði raunar sakar írönsk yfirvöld um að fá sænska glæpamenn til þess að fremja árásir stofnanir sem tengdust Ísrael eða gyðingum nokkrum mánuðum fyrr en stjórnvöld í Teheran brugðust ókvæða við. Írönsk stjónvöld styðja Hezbollah-samtökin í Líbanon sem hafa skotið eldflaugum á Ísrael sem hefur svarað fyrir sig með meiriháttar hernaðaraðgerð í sunnanverðu landinu á síðustu vikum. Höfuðpaur talinn vinna fyrir írönsk stjórnvöld Skipulögð glæpastarfsemi er vaxandi vandamál í Svíþjóð. Ofbeldisfull gengi hafa í mörgum tilfellum fengið unglinga til þess að sjá um skítverk fyrir sig, þar á meðal skotárásir, sprengjuárásir og jafnvel leigumorð. Ofbeldisalda vegna gengjanna stigmagnaðist í fyrra þegar móðir höfuðpaurs eins þeirra var myrt á heimili sínu í Uppsölum. Morðið tengdist hatrömmum deilum höfuðpaursins við Rawa Majid, leiðtoga Foxtrot, alræmdasta gengis Svíþjóðar. Morðingjarnir voru fimmtán og nítján ára gamlir. Majid flúði land og er eftirlýstur. Hann fæddist í Íran en flutti til Svíþjóðar með foreldrum sínum sem voru írakskir kúrdar þegar hann var barn að aldri. Majid er talinn hafa flutt til Írans í fyrra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC sem fjallar ítarlega um málið. Ísraelska leyniþjónustan Mossad sakaði Majid um að vinna með írönskum stjórnvöldum og Säpo sagði síðar að hún hefði staðfest að Íranir notuðu sænsk glæpagengi sem leppa sína. Eru bara að vinna verk Unglingarnir sem fremja voðaverk fyrir glæpin eru sagðir málaliðar sem fá greitt fyrir viðvik eins og þeir væru pítsusendlar. „Þeir eru ekkert sérstaklega færir í því, þeir eru ekki knúnir áfram af innra hatri eða átökum þannig lagað. Þeir eru bara að vinna verk,“ hefur BBC eftir David Sausdal, afbrotafræðingi við háskólann í Lundi. Þessi verktakamenning í undirheiminum er sögð torvelda lögreglu að fylgjast með starfsemi gengjanna. Hún virðist einnig teygja anga sína út fyrir Svíþjóð eins og sprengingarnar við sendiráðið í Kaupmannahöfn benda til. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, sagði sænskum fjölmiðlum nýlega að sænsk glæpagengi hefðu sent fólk til Íslands til þess að fremja afbrot. Nú er talið að um fjórtán þúsund manns tilheyri glæpagengjum í Svíþjóð og allt að 48.000 til viðbótar hafi tengsl við þau. Hlutfallslega margir gengjafélagar hafa verið karlmenn af innflytjendaættum. Í seinni tíð hefur „innfæddum“ Svíum, bæði unglingum og fullorðnum, í röðum gengjanna. Svíþjóð Ísrael Erlend sakamál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Skotum var hleypt af við hergagnaverksmiðju dótturfélags ísraelsks fyrirtækis í Gautaborg í síðustu viku. Skotmaðurinn var þrettán ára gamall piltur. Lögreglan rannsakar málið sem tilraun til manndráps. Árásin var ekki einsdæmi. Fyrr í þessum mánuði voru sænskir unglingar handteknir eftir sprengingar við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn. Talið er að þeir hafi sprengt tvær handsprengjur nærri sendiráðinu. Daginn áður hafði skotum verið hleypt af við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi. Sænska öryggislögreglan Säpo sagði strax að Íranir gætu hafa komið nálægt árásunum. Hún hafði raunar sakar írönsk yfirvöld um að fá sænska glæpamenn til þess að fremja árásir stofnanir sem tengdust Ísrael eða gyðingum nokkrum mánuðum fyrr en stjórnvöld í Teheran brugðust ókvæða við. Írönsk stjónvöld styðja Hezbollah-samtökin í Líbanon sem hafa skotið eldflaugum á Ísrael sem hefur svarað fyrir sig með meiriháttar hernaðaraðgerð í sunnanverðu landinu á síðustu vikum. Höfuðpaur talinn vinna fyrir írönsk stjórnvöld Skipulögð glæpastarfsemi er vaxandi vandamál í Svíþjóð. Ofbeldisfull gengi hafa í mörgum tilfellum fengið unglinga til þess að sjá um skítverk fyrir sig, þar á meðal skotárásir, sprengjuárásir og jafnvel leigumorð. Ofbeldisalda vegna gengjanna stigmagnaðist í fyrra þegar móðir höfuðpaurs eins þeirra var myrt á heimili sínu í Uppsölum. Morðið tengdist hatrömmum deilum höfuðpaursins við Rawa Majid, leiðtoga Foxtrot, alræmdasta gengis Svíþjóðar. Morðingjarnir voru fimmtán og nítján ára gamlir. Majid flúði land og er eftirlýstur. Hann fæddist í Íran en flutti til Svíþjóðar með foreldrum sínum sem voru írakskir kúrdar þegar hann var barn að aldri. Majid er talinn hafa flutt til Írans í fyrra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC sem fjallar ítarlega um málið. Ísraelska leyniþjónustan Mossad sakaði Majid um að vinna með írönskum stjórnvöldum og Säpo sagði síðar að hún hefði staðfest að Íranir notuðu sænsk glæpagengi sem leppa sína. Eru bara að vinna verk Unglingarnir sem fremja voðaverk fyrir glæpin eru sagðir málaliðar sem fá greitt fyrir viðvik eins og þeir væru pítsusendlar. „Þeir eru ekkert sérstaklega færir í því, þeir eru ekki knúnir áfram af innra hatri eða átökum þannig lagað. Þeir eru bara að vinna verk,“ hefur BBC eftir David Sausdal, afbrotafræðingi við háskólann í Lundi. Þessi verktakamenning í undirheiminum er sögð torvelda lögreglu að fylgjast með starfsemi gengjanna. Hún virðist einnig teygja anga sína út fyrir Svíþjóð eins og sprengingarnar við sendiráðið í Kaupmannahöfn benda til. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, sagði sænskum fjölmiðlum nýlega að sænsk glæpagengi hefðu sent fólk til Íslands til þess að fremja afbrot. Nú er talið að um fjórtán þúsund manns tilheyri glæpagengjum í Svíþjóð og allt að 48.000 til viðbótar hafi tengsl við þau. Hlutfallslega margir gengjafélagar hafa verið karlmenn af innflytjendaættum. Í seinni tíð hefur „innfæddum“ Svíum, bæði unglingum og fullorðnum, í röðum gengjanna.
Svíþjóð Ísrael Erlend sakamál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira