Enski boltinn

Labbar mest af öllum í ensku úr­vals­deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erling Braut Haaland á göngu í leik með Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Menn ráða þó lítið við hann á sprettinum.
Erling Braut Haaland á göngu í leik með Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Menn ráða þó lítið við hann á sprettinum. Getty/ James Gill

Enska úrvalsdeildin í fótbolta hefst á ný um helgina eftir landsleikjahlé en búnar eru sjö umferðir af tímabilinu.

Norski framherjinn Erling Braut Haaland er langmarkahæstur í ensku úrvalsdeildinni með tíu mörk í fyrstu sjö leikjunum.

Haaland er líka efstur á öðrum lista eins og kemur fram í samantekt breska ríkisútvarpsins á tölfræði deildarinnar.

Norðmaðurinn hefur nefnilega labbað mest af öllum útileikmönnum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Haaland hefur alls verið labbað 28,2 mílur í þessum fyrstu sjö leikjum City eða 45,4 kílómetra.

Í samantekt BBC er jafnframt vakið athygli á því að Haaland er líka efstur hjá City í teknum sprettum sem eru 96 talsins hjá honum.

Það er ekkert einsdæmi í deildinni að þeir sem gangi mest í leikjum taki líka flesta spretti. Það er einnig svo hjá Anthony Gordon hjá Newcastle, Antonee Robinson hjá Fulham, Antoine Semenyo hjá Bournemouth, Leif Davis hjá Ispwich og hjá Manchester United leikmanninum Diogo Dalot.

Virgil van Dijk hefur labbað mest hjá Liverpool, Cole Palmer labbar mest hjá Chelsea og Gabriel er efstur á þessum lista af leikmönnum Arsenal.

Þegar kemur að mönnum sem hafa hlaupið mest í fyrstu sjö umferðunun þá er Southampton maðurinn Flynn Downes efstur en næstur kemur Bruno Guimaraes hjá Newcastle en Kai Havertz hjá Arsenal er síðan þriðji.

Ryan Gravenberch hefur hlaupið mest af Liverpool mönnum, Kobbie Mainoo er efstur Manchester United manna og Cole Palmer hefur hlaupið mest hjá Chelsea. 

Palmer hefur þannig labbað mest hjá Chelsea en einnig komist yfir flesta kílómetra af öllum leikmönnum liðsins.

Hér má nálgast þessa samantekt á tölfræði leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×