Innlent

Sigurður Ingi fær inn­viða­ráðu­neytið og Bjarni hin tvö

Kolbeinn Tumi Daðason og Jón Þór Stefánsson skrifa
Svandís Svavarsdóttir og Bjarni Benediktsson að loknum síðasta ríkisstjórnarfundi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, og VG.
Svandís Svavarsdóttir og Bjarni Benediktsson að loknum síðasta ríkisstjórnarfundi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, og VG. Vísir/Vilhelm

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna komu saman til ríkisstjórnarfundar í síðasta sinn síðdegis í dag. 

Að fundinum loknum var tilkynnt hvernig ráðuneytum Vinstri grænna yrði skipt þar sem þeir ætla að hætta í samstarfinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra, mun taka við innviðaráðuneytinu og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mun taka við félags- og vinnumarkaðráðuneytinu sem og matvælaráðuneytinu.

Þannig mun ríkisstjórnin verða fram að kosningunum 30. nóvember næstkomandi.

Hægt er að horfa á beina útsendingu í spilara hér að neðan. Þá verður hægt að fylgjast með helstu tíðindum í vaktinni þar fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×