Bjarni leggur mesta áherslu á afgreiðslu fjárlagafrumvarps Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2024 19:21 Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við sem forsætisráðherra í starfsstjórn. Hún mun starfa til bráðabirgða fram að kosningum hinn 30. nóvember. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra til bráðabirgða í nýrri starfsstjórn leggur áherslu á að fátt annað en fjárlagafrumvarpið verði afgreitt frá Alþingi fyrir kosningar. Ný ríkisstjórn geti síðan ákveðið að gera breytingar á því. Aðeins tveimur sólarhringum eftir að Bjarni Benediktsson boðaði til fréttamannafundar í forsætisráðuneytinu á sunnudag og tilkynnti að stjórnarsamstarfinu væri lokið kom hann til Bessastaða í klukkan fjögur í dag til að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Halla Tómasdóttir forseti Íslands varð bæði við þingrofsbeiðni Bjarna Benediktssonar og lausnarbeiðni hans í dag. Að því loknu bað hún hann og ráðuneyti hans að starfa áfram fram að kosningum.Vísir/Vilhelm „Þetta er ekki spurning lengur um meirihluta eða minnihluta. Þetta er bara sú ríkisstjórn sem er tilbráðabirgða þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Meirihlutasamstarfi er lokið og ráðherrar eru beðnir um að sinna starfsskyldum sínum þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð,“ sagði Bjarni á tröppum Bessastaða á leið til fundar við Höllu Tómasdóttur forseta Íslands til að biðjast lausnar. Ráðherrar Vinstri grænna segja af sér Eftir að forsætisráðherra baðst formlega lausnar tilkynnti Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna á Facebook síðu sinni að fráfarandi stjórn hefði lokið erindi sínu. „Ráðherrar VG verði frá og með morgundeginum almennir þingmenn og muni nálgast þau brýnu mál sem nauðsynlegt væri að ljúka á Alþingi af ábyrgð og skyldurækni,“ sagði Svandís á Facebook. Svandís Svavarsdóttir formaður VGtilkynnti í dag að ráðherrar Vinstri grænna muni allir þrír segja af sér ráðherradómi.Vísir/Vilhelm Forsetinn tilkynnti að loknum rúmlega hálftíma fundi hennar og Bjarna að hún hefði fallist á þingrofstillögu forsætisráðherra frá í gær. „Ég tók við þeirri tillögu en gaf mér jafnframt tíma og svigrúm til að gaumgæfa stöðuna. Ég hef nú rætt við formenn samstarfsflokkanna í ríkisstjórn og formenn annarra flokka og kannað hug þeirra til þingrofs og kosninga. Núna í morgun ræddi ég jafnframt við forseta Alþingis,“ sagði Halla. Forsetinn segir heillavænlegast að kjósa Heillavænlegast væri fyrir þing og þjóð að gengið verði til kosninga sem fari fram hinn 30. nóvember. Þingrofið verði tilkynnt á fundi Alþingis á morgun. Sömuleiðis hefði hún fallist á lausnarbeiðni forsætisráðherra fyrir hann og ráðuneyti hans. „Í samræmi við stjórnskipunarvenju bað ég fráfarandi ríkisstjórn að sitja áfram sem starfsstjórn uns tekist hefur að mynda nýja ríkisstjórn,“ sagði forsetinn. Það væri frumskylda forseta Íslands að tryggja að í landinu væri starfhæf stjórn. „Ríkisstjórn sem beðist hefur lausnar situr sem starfsstjórn til bráðabirgða. Í því felst að hún gegnir þeim störfum sem nauðsynleg eru við daglega stjórn landsins. Þingmenn halda umboði sínu til kjördags og geta því lokið mikilvægum málum sem fyrir þinginu liggja,“ las Halla Tómasdóttir upp úr yfirlýsingu sinni en gaf ekki kost á spurningum frá fréttamönnum. Ný stjórn getur breytt fjárlögum Bjarni Benediktsson leggur mikla áherslu á að Alþingi afgreiði fjárlagafrumvarpið enda væri það ein af forsendum Seðlabankans fyrir lækkun vaxta.Vísir/Vilhelm Bjarni leggur áherslu á að þingmenn haldi umboði sínu fram að kosningum og því geti þingið hvenær sem er komið saman. Hins vegar búist hann ekki við að þingið geri mikið meira en að afgreiða fjárlagafrumvarpið. En er eitthvað sem segir að að þurfi endilega að afgreiða fjárlög. Árið er ekki liðið og kosið 30. nóvember. Getur ný ríkisstjórn ekki lagt fram fjárlagafrumvarp? “Það er engin spurning í mínum huga að það er langskynsamlegast, ekki síst með tilliti til efnhagsmála að klára fjárlögin. Það er stutt síðan að það var breiður meirihluti fyrir því fjárlagafrumvarpi sem er á þinginu. Það kemur mér á óvart ef þeir sem stóðu að baki því fjárlagafrumvarpi væru allir komnir á nýja og aðra skoðun,” sagði Bjarni eftir fundinn með forseta. Það aðhald sem væri boðað í frumvarpinu væri ein forsenda þess að Seðlabankinn hafi lækkað vexti og von væri á að vextir haldi áfram að lækka. „Þannig að fara að skapa nýja óvissu um þetta væri óráð. Hins vegar, eftir kosningar, ný ríkisstjórnhún gæti ákveðið að gera breytingar á fjárlagafrumvarpi sem þá þegar liggur fyrir vegna ársins 2025. Það eru aðrir sálmar og ekki tímabært að fara út í þá,“ sagði Bjarni Benediktsson nýskipaður forsætisráðherra til bráðabirgða. Forseti Íslands Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Efnahagsmál Tengdar fréttir „Hefur engan tilgang“ að setja nýtt fólk í starfsstjórn Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hyggst sitja áfram í starfsstjórn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra fram að kosningum. Eðlilegast sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skipti með sér verkum ráðherra Vinstri grænna. 15. október 2024 17:42 Halla féllst á beiðni Bjarna og rúmar sex vikur til kosninga Halla Tómasdóttir forseti féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í dag um þingrof. Kosið verður til Alþingis þann 30. nóvember næstkomandi. 15. október 2024 12:50 Taka ekki þátt í starfsstjórn Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur tilkynnt að ráðherrar flokksins muni ekki verða við beiðni forseta Íslands um að sitja áfram í starfsstjórn. 15. október 2024 17:04 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Aðeins tveimur sólarhringum eftir að Bjarni Benediktsson boðaði til fréttamannafundar í forsætisráðuneytinu á sunnudag og tilkynnti að stjórnarsamstarfinu væri lokið kom hann til Bessastaða í klukkan fjögur í dag til að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Halla Tómasdóttir forseti Íslands varð bæði við þingrofsbeiðni Bjarna Benediktssonar og lausnarbeiðni hans í dag. Að því loknu bað hún hann og ráðuneyti hans að starfa áfram fram að kosningum.Vísir/Vilhelm „Þetta er ekki spurning lengur um meirihluta eða minnihluta. Þetta er bara sú ríkisstjórn sem er tilbráðabirgða þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Meirihlutasamstarfi er lokið og ráðherrar eru beðnir um að sinna starfsskyldum sínum þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð,“ sagði Bjarni á tröppum Bessastaða á leið til fundar við Höllu Tómasdóttur forseta Íslands til að biðjast lausnar. Ráðherrar Vinstri grænna segja af sér Eftir að forsætisráðherra baðst formlega lausnar tilkynnti Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna á Facebook síðu sinni að fráfarandi stjórn hefði lokið erindi sínu. „Ráðherrar VG verði frá og með morgundeginum almennir þingmenn og muni nálgast þau brýnu mál sem nauðsynlegt væri að ljúka á Alþingi af ábyrgð og skyldurækni,“ sagði Svandís á Facebook. Svandís Svavarsdóttir formaður VGtilkynnti í dag að ráðherrar Vinstri grænna muni allir þrír segja af sér ráðherradómi.Vísir/Vilhelm Forsetinn tilkynnti að loknum rúmlega hálftíma fundi hennar og Bjarna að hún hefði fallist á þingrofstillögu forsætisráðherra frá í gær. „Ég tók við þeirri tillögu en gaf mér jafnframt tíma og svigrúm til að gaumgæfa stöðuna. Ég hef nú rætt við formenn samstarfsflokkanna í ríkisstjórn og formenn annarra flokka og kannað hug þeirra til þingrofs og kosninga. Núna í morgun ræddi ég jafnframt við forseta Alþingis,“ sagði Halla. Forsetinn segir heillavænlegast að kjósa Heillavænlegast væri fyrir þing og þjóð að gengið verði til kosninga sem fari fram hinn 30. nóvember. Þingrofið verði tilkynnt á fundi Alþingis á morgun. Sömuleiðis hefði hún fallist á lausnarbeiðni forsætisráðherra fyrir hann og ráðuneyti hans. „Í samræmi við stjórnskipunarvenju bað ég fráfarandi ríkisstjórn að sitja áfram sem starfsstjórn uns tekist hefur að mynda nýja ríkisstjórn,“ sagði forsetinn. Það væri frumskylda forseta Íslands að tryggja að í landinu væri starfhæf stjórn. „Ríkisstjórn sem beðist hefur lausnar situr sem starfsstjórn til bráðabirgða. Í því felst að hún gegnir þeim störfum sem nauðsynleg eru við daglega stjórn landsins. Þingmenn halda umboði sínu til kjördags og geta því lokið mikilvægum málum sem fyrir þinginu liggja,“ las Halla Tómasdóttir upp úr yfirlýsingu sinni en gaf ekki kost á spurningum frá fréttamönnum. Ný stjórn getur breytt fjárlögum Bjarni Benediktsson leggur mikla áherslu á að Alþingi afgreiði fjárlagafrumvarpið enda væri það ein af forsendum Seðlabankans fyrir lækkun vaxta.Vísir/Vilhelm Bjarni leggur áherslu á að þingmenn haldi umboði sínu fram að kosningum og því geti þingið hvenær sem er komið saman. Hins vegar búist hann ekki við að þingið geri mikið meira en að afgreiða fjárlagafrumvarpið. En er eitthvað sem segir að að þurfi endilega að afgreiða fjárlög. Árið er ekki liðið og kosið 30. nóvember. Getur ný ríkisstjórn ekki lagt fram fjárlagafrumvarp? “Það er engin spurning í mínum huga að það er langskynsamlegast, ekki síst með tilliti til efnhagsmála að klára fjárlögin. Það er stutt síðan að það var breiður meirihluti fyrir því fjárlagafrumvarpi sem er á þinginu. Það kemur mér á óvart ef þeir sem stóðu að baki því fjárlagafrumvarpi væru allir komnir á nýja og aðra skoðun,” sagði Bjarni eftir fundinn með forseta. Það aðhald sem væri boðað í frumvarpinu væri ein forsenda þess að Seðlabankinn hafi lækkað vexti og von væri á að vextir haldi áfram að lækka. „Þannig að fara að skapa nýja óvissu um þetta væri óráð. Hins vegar, eftir kosningar, ný ríkisstjórnhún gæti ákveðið að gera breytingar á fjárlagafrumvarpi sem þá þegar liggur fyrir vegna ársins 2025. Það eru aðrir sálmar og ekki tímabært að fara út í þá,“ sagði Bjarni Benediktsson nýskipaður forsætisráðherra til bráðabirgða.
Forseti Íslands Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Efnahagsmál Tengdar fréttir „Hefur engan tilgang“ að setja nýtt fólk í starfsstjórn Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hyggst sitja áfram í starfsstjórn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra fram að kosningum. Eðlilegast sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skipti með sér verkum ráðherra Vinstri grænna. 15. október 2024 17:42 Halla féllst á beiðni Bjarna og rúmar sex vikur til kosninga Halla Tómasdóttir forseti féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í dag um þingrof. Kosið verður til Alþingis þann 30. nóvember næstkomandi. 15. október 2024 12:50 Taka ekki þátt í starfsstjórn Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur tilkynnt að ráðherrar flokksins muni ekki verða við beiðni forseta Íslands um að sitja áfram í starfsstjórn. 15. október 2024 17:04 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
„Hefur engan tilgang“ að setja nýtt fólk í starfsstjórn Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hyggst sitja áfram í starfsstjórn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra fram að kosningum. Eðlilegast sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skipti með sér verkum ráðherra Vinstri grænna. 15. október 2024 17:42
Halla féllst á beiðni Bjarna og rúmar sex vikur til kosninga Halla Tómasdóttir forseti féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í dag um þingrof. Kosið verður til Alþingis þann 30. nóvember næstkomandi. 15. október 2024 12:50
Taka ekki þátt í starfsstjórn Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur tilkynnt að ráðherrar flokksins muni ekki verða við beiðni forseta Íslands um að sitja áfram í starfsstjórn. 15. október 2024 17:04