ÍHÍ sé ekki rasískt: „Getum ekki gengið út fyrir eðlilegan lagaramma“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. október 2024 19:01 Viðar Garðarsson, framkvæmdastjóri Íshokkísambands Íslands. Vísir/Bjarni Framkvæmdastjóri Íshokkísambands Íslands vísar ásökunum um rasisma innan sambandsins alfarið á bug. Töluvert hefur gustað um sambandið síðustu daga. Málið má rekja til leiks Skautafélags Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur sem fram fór á Akureyri í síðasta mánuði. Þrír leikmenn voru dæmdir í bann eftir þann þann leik. Tveir bræður af erlendum uppruna í liði SR og hins vegar leikmaður SA sem var sakaður um kynþáttaníð í þeirra garð. Leikmaður SA var dæmdur í eins leiks bann vegna óviðeigandi ummæla en leikmenn SR í bann til áramóta vegna líkamlegrar árásar á þann fyrrnefnda. Alexandra Hafsteinsdóttir, sem starfaði sem þjálfari hjá sambandinu, sagði í kjölfarið af sér og segir hún sambandið hreinlega leyfa rasisma. Viðar Garðarsson, framkvæmdastjóri sambandsins, tekur ekki undir það. „Það er náttúrulega af og frá að halda því fram. Það er til eitt mál, þriggja ára gamalt, sem kom upp og var tekið mjög hart á fyrir þremur árum síðan. Síðan þá höfum við sem betur fer ekki orðið vör við þetta,“ segir Viðar í samtali við íþróttadeild. „Síðan kemur upp þetta mál núna og því miður er staðan sú að þar er orð gegn orði. Eins og almennt í lífinu og í okkar þjóðfélagi, þá getum við ekki farið fram með ásakanir nema þú hafir þokkalega möguleika á að sanna það þú hafir rétt fyrir þér,“ bætir hann við. Eðlilegt að gremjan sé mikil Í atvikinu sem um ræði séu skiptar meiningar um hvað hafi átt sér stað. Frá sambandinu séð hafi því ekki færst sönnur á að kynþáttaníð hafi átt sér stað. „Við erum með tvo hópa hér sem eru að takast á. Annar hópurinn upplifir að þarna hafi fallið rasísk ummæli. Hinn hópurinn harðneitar. Við erum með orð á móti orði en eðlilega eru þeir sem telja sig hafa orðið hafa orðið fyrir rasískum ummælum svekktir og sárir. Ég hef bara fullan skilning á því,“ Takist á við þetta af krafti en geti ekki farið út fyrir lögin Viðar segir háttvísifulltrúa til staðar hjá sambandinu sem sinni málum sem þessum. Áhersla hafi verið lögð á það í starfi viðkomandi að fylgja eftir líðan fólks af erlendum uppruna innan íshokkíhreyfingarinnar og hvort rasísk hegðun í þeirra garð grasseri innan hennar. „Allsstaðar í heiminum er ákveðin hreyfing í þessa átt, menn eru meðvitaðri að þetta sé hluti af því samfélagi við búum í. Þá erum við með háttvísifulltrúa sem hefur systematísk verið að fara til þeirra iðkenda okkar sem eru með blandaðan bakgrunn og ræða við þá um upplifun þeirra af hreyfingunni og hvort þeir hafi orðið fyrir áreiti. Sem betur fer virðist vera lítið um það,“ segir Viðar. Klippa: „Getum ekki gengið út fyrir eðlilegan lagaramma“ Þó þurfi að vera vakandi fyrir málum sem geti komið upp og fræðsla sé afar mikilvæg. Í málum sem þessu sem um ræðir geti sambandið þó ekki farið út fyrir eigin reglur þegar um orð gegn orði sé að ræða. „En við verðum auðvitað að vera vakandi fyrir því að þetta geti komið upp og erum með áætlun um það hvernig við ætlum að fræða fólk um það hvernig við viljum koma fram hvert við annað. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ „Við eigum talsvert af yngri iðkendum sem kom úr gömlu austur blokkinni og þar eru þessi mál 20 til 30 árum á eftir þeim viðmiðum sem við sem siðað samfélag viljum hafa í frammi. Partur af því að koma í veg fyrir að svona lagað geti gerst er auðvitað bara fræðsla,“ „Það er mjög markviss og örugg vinna í gangi hjá stjórn sambandsins að vinna gegn þessu. Ég held að það þurfi engum að dyljast að við viljum ekki sjá þetta inni í hreyfingunni og gerum allt sem við mögulega getum gert til að koma í veg fyrir þetta. En við getum ekki gengið út fyrir eðlilegan lagaramma,“ segir Viðar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Íshokkí Kynþáttafordómar Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Sjá meira
Málið má rekja til leiks Skautafélags Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur sem fram fór á Akureyri í síðasta mánuði. Þrír leikmenn voru dæmdir í bann eftir þann þann leik. Tveir bræður af erlendum uppruna í liði SR og hins vegar leikmaður SA sem var sakaður um kynþáttaníð í þeirra garð. Leikmaður SA var dæmdur í eins leiks bann vegna óviðeigandi ummæla en leikmenn SR í bann til áramóta vegna líkamlegrar árásar á þann fyrrnefnda. Alexandra Hafsteinsdóttir, sem starfaði sem þjálfari hjá sambandinu, sagði í kjölfarið af sér og segir hún sambandið hreinlega leyfa rasisma. Viðar Garðarsson, framkvæmdastjóri sambandsins, tekur ekki undir það. „Það er náttúrulega af og frá að halda því fram. Það er til eitt mál, þriggja ára gamalt, sem kom upp og var tekið mjög hart á fyrir þremur árum síðan. Síðan þá höfum við sem betur fer ekki orðið vör við þetta,“ segir Viðar í samtali við íþróttadeild. „Síðan kemur upp þetta mál núna og því miður er staðan sú að þar er orð gegn orði. Eins og almennt í lífinu og í okkar þjóðfélagi, þá getum við ekki farið fram með ásakanir nema þú hafir þokkalega möguleika á að sanna það þú hafir rétt fyrir þér,“ bætir hann við. Eðlilegt að gremjan sé mikil Í atvikinu sem um ræði séu skiptar meiningar um hvað hafi átt sér stað. Frá sambandinu séð hafi því ekki færst sönnur á að kynþáttaníð hafi átt sér stað. „Við erum með tvo hópa hér sem eru að takast á. Annar hópurinn upplifir að þarna hafi fallið rasísk ummæli. Hinn hópurinn harðneitar. Við erum með orð á móti orði en eðlilega eru þeir sem telja sig hafa orðið hafa orðið fyrir rasískum ummælum svekktir og sárir. Ég hef bara fullan skilning á því,“ Takist á við þetta af krafti en geti ekki farið út fyrir lögin Viðar segir háttvísifulltrúa til staðar hjá sambandinu sem sinni málum sem þessum. Áhersla hafi verið lögð á það í starfi viðkomandi að fylgja eftir líðan fólks af erlendum uppruna innan íshokkíhreyfingarinnar og hvort rasísk hegðun í þeirra garð grasseri innan hennar. „Allsstaðar í heiminum er ákveðin hreyfing í þessa átt, menn eru meðvitaðri að þetta sé hluti af því samfélagi við búum í. Þá erum við með háttvísifulltrúa sem hefur systematísk verið að fara til þeirra iðkenda okkar sem eru með blandaðan bakgrunn og ræða við þá um upplifun þeirra af hreyfingunni og hvort þeir hafi orðið fyrir áreiti. Sem betur fer virðist vera lítið um það,“ segir Viðar. Klippa: „Getum ekki gengið út fyrir eðlilegan lagaramma“ Þó þurfi að vera vakandi fyrir málum sem geti komið upp og fræðsla sé afar mikilvæg. Í málum sem þessu sem um ræðir geti sambandið þó ekki farið út fyrir eigin reglur þegar um orð gegn orði sé að ræða. „En við verðum auðvitað að vera vakandi fyrir því að þetta geti komið upp og erum með áætlun um það hvernig við ætlum að fræða fólk um það hvernig við viljum koma fram hvert við annað. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ „Við eigum talsvert af yngri iðkendum sem kom úr gömlu austur blokkinni og þar eru þessi mál 20 til 30 árum á eftir þeim viðmiðum sem við sem siðað samfélag viljum hafa í frammi. Partur af því að koma í veg fyrir að svona lagað geti gerst er auðvitað bara fræðsla,“ „Það er mjög markviss og örugg vinna í gangi hjá stjórn sambandsins að vinna gegn þessu. Ég held að það þurfi engum að dyljast að við viljum ekki sjá þetta inni í hreyfingunni og gerum allt sem við mögulega getum gert til að koma í veg fyrir þetta. En við getum ekki gengið út fyrir eðlilegan lagaramma,“ segir Viðar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Íshokkí Kynþáttafordómar Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti