Urðað yfir norska liðið: „Þetta var sjokkerandi lélegt“ Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2024 23:02 Erling Haaland og félagar í norska landsliðinu virðast alls ekki vera að nálgast sitt fyrsta stórmót á ferlinum. Getty/Christian Bruna Sérfræðingar og sömuleiðis leikmenn norska landsliðsins spöruðu ekki stóru orðin varðandi frammistöðuna gegn Austurríki í kvöld, í 5-1 tapi Noregs í Þjóðadeildinni í fótbolta. Þrátt fyrir að hafa á að skipa stórstjörnum í fótbolta á borð við Erling Haaland og Martin Ödegaard, sem reyndar er núna meiddur, þá hafa Norðmenn ítrekað valdið vonbrigðum síðustu ár og raunar ekki komist á stórmót síðan árið 2000. Þá leika þeir í B-deild Þjóðadeildarinnar, eða sömu deild og Íslendingar, og eru eftir tapið í kvöld í harðri baráttu í sínum riðli þar, og gætu bæði fallið og farið upp um deild. „Einn versti landsleikur í ár og daga. Austurríki er að taka Noreg í bakaríið,“ sagði Jesper Mathisen, sérfræðingur TV 2, eftir að Austurríki komst í 5-1 á 70. mínútu. „Algjört hrun hjá Noregi. Þetta er pínlegt,“ sagði Kristoffer Lökberg, sérfræðingur NRK. „Þetta kallar á falleinkunn á alla mögulega kanta. Þessi seinni hálfleikur er hörmung. Ég velti því fyrir mér hvað Ståle Solbakken og leikmann hans séu að hugsa þarna núna,“ sagði Mathisen. Lökberg gaf mörgum tvist og þrist í einkunn fyrir frammistöðu sína í kvöld, en hæstu einkunnina fengu framherjinn Alexander Sörloth, sem skoraði mark Noregs, og markvörðurinn Örjan Håskjold Nyland, sem fengu sex í einkunn. Erling Haaland, Sander Berge og Kristoffer Ajer fengu fimm. Berge, sem er leikmaður Fulham, var hreinskilinn varðandi frammistöðu norska liðsins. „Þetta var pínlegt og til skammar í seinni hálfleik. Við misstum alla stjórn. Það er skelfilegt hvernig við féllum saman,“ sagði Berge í viðtali við TV 2 eftir leik. „Þetta var sjokkerandi lélegt,“ bætti hann við. Carl-Erik Torp, sérfræðingur NRK, segir norska liðið hafa fallið aftur í sama gamla farið, eftir sigurinn gegn Slóveníu á fimmtudaginn. „Það hefði gert mann brjálaðan ef þeir reyndu að útskýra þetta með einhverjum hætti. Það er ekki hægt að útskýra þetta,“ sagði Torp um ummæli Berge. Þjálfarinn Ståle Solbakken tók á sig sökina: „Ef það er einhver sem á að taka þetta tap á sig þá er það ég,“ sagði Solbakken sem var hundóánægður með dómgæsluna í leiknum og kvartaði undan vítinu sem Austurríki fékk í upphafi seinni hálfleiks, og því að ekki skyldi dæmd aukaspyrna á Austurríki í aðdraganda þess að liðið komst í 3-1. Þjóðadeild karla í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa á að skipa stórstjörnum í fótbolta á borð við Erling Haaland og Martin Ödegaard, sem reyndar er núna meiddur, þá hafa Norðmenn ítrekað valdið vonbrigðum síðustu ár og raunar ekki komist á stórmót síðan árið 2000. Þá leika þeir í B-deild Þjóðadeildarinnar, eða sömu deild og Íslendingar, og eru eftir tapið í kvöld í harðri baráttu í sínum riðli þar, og gætu bæði fallið og farið upp um deild. „Einn versti landsleikur í ár og daga. Austurríki er að taka Noreg í bakaríið,“ sagði Jesper Mathisen, sérfræðingur TV 2, eftir að Austurríki komst í 5-1 á 70. mínútu. „Algjört hrun hjá Noregi. Þetta er pínlegt,“ sagði Kristoffer Lökberg, sérfræðingur NRK. „Þetta kallar á falleinkunn á alla mögulega kanta. Þessi seinni hálfleikur er hörmung. Ég velti því fyrir mér hvað Ståle Solbakken og leikmann hans séu að hugsa þarna núna,“ sagði Mathisen. Lökberg gaf mörgum tvist og þrist í einkunn fyrir frammistöðu sína í kvöld, en hæstu einkunnina fengu framherjinn Alexander Sörloth, sem skoraði mark Noregs, og markvörðurinn Örjan Håskjold Nyland, sem fengu sex í einkunn. Erling Haaland, Sander Berge og Kristoffer Ajer fengu fimm. Berge, sem er leikmaður Fulham, var hreinskilinn varðandi frammistöðu norska liðsins. „Þetta var pínlegt og til skammar í seinni hálfleik. Við misstum alla stjórn. Það er skelfilegt hvernig við féllum saman,“ sagði Berge í viðtali við TV 2 eftir leik. „Þetta var sjokkerandi lélegt,“ bætti hann við. Carl-Erik Torp, sérfræðingur NRK, segir norska liðið hafa fallið aftur í sama gamla farið, eftir sigurinn gegn Slóveníu á fimmtudaginn. „Það hefði gert mann brjálaðan ef þeir reyndu að útskýra þetta með einhverjum hætti. Það er ekki hægt að útskýra þetta,“ sagði Torp um ummæli Berge. Þjálfarinn Ståle Solbakken tók á sig sökina: „Ef það er einhver sem á að taka þetta tap á sig þá er það ég,“ sagði Solbakken sem var hundóánægður með dómgæsluna í leiknum og kvartaði undan vítinu sem Austurríki fékk í upphafi seinni hálfleiks, og því að ekki skyldi dæmd aukaspyrna á Austurríki í aðdraganda þess að liðið komst í 3-1.
Þjóðadeild karla í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“