Þetta er búið. Kjósum! Sigmar Guðmundsson skrifar 13. október 2024 08:02 Það er stundum sagt að vika sé langur tími í pólitík. Þessa pólitíska mælieining hefur samt eiginlega öðlast nýja merkingu í þeim feigðardansi sem stigin er í stjórnarráðinu dag og nótt, viku eftir viku. Við takmarkaða hrifningu landsmanna. Enda segir það sig sjálft að það er ekki hægt að ætlast til þess af venjulegu fólki og fyrirtækjum, sem eru að sligast undan ofurþunga íslensku okurvaxtanna, að vera klappstýrur í þessum hrunadansi sem endar vonandi fyrr en síðar með því að einhver stjórnarflokkanna öðlast frelsi frá óttanum við kjósendur. Og að boðað verði til kosninga sem fyrst. Við þessar aðstæður er hver vika ekkert annað en heil eilífð hjá fólki sem horfir á lán og afborganir hækka um hver mánaðamót. Það á auðvitað þá réttmætu kröfu að ríkisstjórnin vinni samhent í því verki að ná niður verðbólgu og vöxtum. Í stað þess að eyða orku og tíma í innbyrðis átök sem skilar engu fyrir vaxtapínda þjóð. Á einni viku hefur þetta gerst: VG stillir hinum flokkunum upp við vegg með kröfu um kosningar í vor. Sjálfstæðisflokkur svarar með því krefjast þess að VG samþykki aðgerðir í útlendinga og orkumálum, ella verði slitið. Sigurður Ingi, langþreyttur á rifrildi jaðarflokkanna, yfirtrompar svo afarkostapartíið með því að gefa Bjarna og Svandísi örfáa daga til sættast. Það er erfitt að sjá það gerast, jafnvel þótt vika sé langur tími í pólitík. Það sér það hver maður að þetta er búið. Ríkisstjórnarsamstarf með endurteknum hótunum um stjórnarslit skapar ekki forsendur fyrir stöðuga hagstjórn. Gagnkvæmir afarkostir skrúfa ekki niður verðbólguvæntingar, heldur þvert á móti. Þetta ástand gerir ekkert annað en að lengja tímabil hávaxtanna og reikninginn borgum við öll. Í beinhörðum peningum. Þessi ríkisstjórn var mynduð á sínum tíma með hástemmdum yfirlýsingum um að tryggja þyrfti pólitískan stöðugleika. Sjö árum síðar er staðan sú að pólitískur stöðugleiki fæst ekki nema sama ríkisstjórn fari frá. Við þurfum að kjósa til Alþingis sem fyrst. Ekki næsta haust, ekki næsta vor, heldur á næstu vikum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er stundum sagt að vika sé langur tími í pólitík. Þessa pólitíska mælieining hefur samt eiginlega öðlast nýja merkingu í þeim feigðardansi sem stigin er í stjórnarráðinu dag og nótt, viku eftir viku. Við takmarkaða hrifningu landsmanna. Enda segir það sig sjálft að það er ekki hægt að ætlast til þess af venjulegu fólki og fyrirtækjum, sem eru að sligast undan ofurþunga íslensku okurvaxtanna, að vera klappstýrur í þessum hrunadansi sem endar vonandi fyrr en síðar með því að einhver stjórnarflokkanna öðlast frelsi frá óttanum við kjósendur. Og að boðað verði til kosninga sem fyrst. Við þessar aðstæður er hver vika ekkert annað en heil eilífð hjá fólki sem horfir á lán og afborganir hækka um hver mánaðamót. Það á auðvitað þá réttmætu kröfu að ríkisstjórnin vinni samhent í því verki að ná niður verðbólgu og vöxtum. Í stað þess að eyða orku og tíma í innbyrðis átök sem skilar engu fyrir vaxtapínda þjóð. Á einni viku hefur þetta gerst: VG stillir hinum flokkunum upp við vegg með kröfu um kosningar í vor. Sjálfstæðisflokkur svarar með því krefjast þess að VG samþykki aðgerðir í útlendinga og orkumálum, ella verði slitið. Sigurður Ingi, langþreyttur á rifrildi jaðarflokkanna, yfirtrompar svo afarkostapartíið með því að gefa Bjarna og Svandísi örfáa daga til sættast. Það er erfitt að sjá það gerast, jafnvel þótt vika sé langur tími í pólitík. Það sér það hver maður að þetta er búið. Ríkisstjórnarsamstarf með endurteknum hótunum um stjórnarslit skapar ekki forsendur fyrir stöðuga hagstjórn. Gagnkvæmir afarkostir skrúfa ekki niður verðbólguvæntingar, heldur þvert á móti. Þetta ástand gerir ekkert annað en að lengja tímabil hávaxtanna og reikninginn borgum við öll. Í beinhörðum peningum. Þessi ríkisstjórn var mynduð á sínum tíma með hástemmdum yfirlýsingum um að tryggja þyrfti pólitískan stöðugleika. Sjö árum síðar er staðan sú að pólitískur stöðugleiki fæst ekki nema sama ríkisstjórn fari frá. Við þurfum að kjósa til Alþingis sem fyrst. Ekki næsta haust, ekki næsta vor, heldur á næstu vikum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun